Lýðheilsuhugsjónin Willum Þór Þórsson skrifar 30. ágúst 2024 07:32 Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Fyrr í sumar sendi undirritaður bréf, til fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með framkvæmd laga um verslun með áfengi og tóbak (afrit á dómsmálaráðherra), til þess að vekja máls á markmiðsákvæðum laganna, stefnu ríkisstjórnarinnar og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ásamt því að koma áfram ákalli félagasamtaka, heilbrigðisstétta og breiðfylkingu foreldrasamtaka um aðgerðir í þágu lýðheilsu. Íslenska forvarnarmódelið Síðustu áratugi hefur hér á landi verið unnið öflugt forvarnarstarf á sviði áfengis og tóbaksforvarna sem kallað er íslenska módelið. Meginmarkmið íslenska forvarnarmódelsins er að ná að virkja allt samfélagið í baráttunni gegn vímuefnum með samvinnu og verndandi þáttum. Okkur tókst, í samvinnu fjölmargra aðila sem starfa í nærumhverfi barna og með þátttöku ungmenna, foreldra og forráðamanna, að byggja undir fjölmarga verndandi þætti í umhverfi ungmenna sem rannsóknir sýna að hafi jákvæð og verndandi áhrif og draga þannig úr áhættuhegðun. Árangur okkar í áfengis-, vímuefna- og reykingaforvörnum ungmenna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þar er aðgangsstýring sterkasta vopnið. Þennan árangur megum við ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Íslenska forvarnarmódelið er ekki tímabundið átaksverkefni eða afmörkuð aðgerð heldur er það samofið samfélaginu og þeim viðhorfum sem við höfum tileinkað okkur. Íslensku samfélagi hefur, umfram flestar aðrar þjóðir, tekist að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins á áfengi og hefur það sett okkur í öfundsverða stöðu. Fyrirkomulagið byggir á augljósum lýðheilsu- og samfélagsrökum sem felast í að takmarka aðgengi og draga þannig úr skaða af völdum neyslu áfengis. Í lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra kemur skýrt fram að það fyrirkomulag netverslana sem þróast hefur hér á landi síðustu misseri sé í andstöðu við lög. Ákall samfélagsins Ákall samfélagsins um viðbrögð stjórnvalda er skýrt. Áskoranir hafa borist stjórnvöldum frá fjölmörgum fagfélögum og samtökum sem hafa látið þetta mikilvæga mál sig varða. Nú síðast hafa á annan tug félaga innan heilbrigðisstétta á Íslandi skorað á ríkisstjórnina að skera úr um lögmæti netsölu, fylgja eftir markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi og hvika ekki frá gildandi lýðheilsustefnu til ársins 2030. Læknafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun til alþingismanna um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaða af áfengisneyslu og tekur fram að þar sé stýring á aðgengi að áfengi sterkasta vopnið. Í áskorun félagsins er einnig tekið fram að aukið aðgengi að áfengi, eins og netverslun og heimsending, sé til þess fallið að valda enn meiri skaða í samfélaginu. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorað á bæði Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030 og hvatt ríkisstjórnina til að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar. Sömu sögu er að segja af Félagi lýðheilsufræðinga sem hvetur alla alþingismenn til að standa vörð um lýðheilsu. Breiðfylking foreldrasamtaka hefur barist ötullega fyrir því að brugðist verði við þessari þróun og hafa jafnframt skorað á alþingismenn að standa vörð um einkasölu ríkisins á áfengi. Verjum góðan árangur Það verða alltaf sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að leggja aukna áherslu á lýðheilsu og forvarnir. Rannsóknir á sviði lýðheilsumála hafa sýnt að takmarkanir á aðgengi að áfengi eru meðal öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum og hefur verið staðfest að þær hafa áhrif til að draga úr neyslu áfengis. Verjum þann góða árangur sem við höfum náð og viðhöldum því einkasölufyrirkomulagi sem reynst hefur vel. Brýnt er að herða framkvæmd gildandi reglna með það að markmiði að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi aðgengi að áfengi. Sama hvernig á það er litið, þá hlýtur lýðheilsa þjóðarinnar að vega mun þyngra en verslunarfrelsi og markaðsvæðing EES á áfengissölu. Höfundur er heilbrigðisráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Willum Þór Þórsson Verslun Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Netverslun með áfengi Mest lesið Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Varhugaverð þróun hefur átt sér stað undanfarin misseri í sölu og afhendingu áfengis hér á landi í formi netsölu. Um einkasölufyrirkomulag með áfengi á smásölustigi gilda lög. Markmið þeirra er að skilgreina umgjörð um smásölu áfengis sem byggist m.a. á bættri lýðheilsu, samfélagslegri ábyrgð og vernd ungs fólks. Fyrr í sumar sendi undirritaður bréf, til fjármála- og efnahagsráðherra sem fer með framkvæmd laga um verslun með áfengi og tóbak (afrit á dómsmálaráðherra), til þess að vekja máls á markmiðsákvæðum laganna, stefnu ríkisstjórnarinnar og þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Ásamt því að koma áfram ákalli félagasamtaka, heilbrigðisstétta og breiðfylkingu foreldrasamtaka um aðgerðir í þágu lýðheilsu. Íslenska forvarnarmódelið Síðustu áratugi hefur hér á landi verið unnið öflugt forvarnarstarf á sviði áfengis og tóbaksforvarna sem kallað er íslenska módelið. Meginmarkmið íslenska forvarnarmódelsins er að ná að virkja allt samfélagið í baráttunni gegn vímuefnum með samvinnu og verndandi þáttum. Okkur tókst, í samvinnu fjölmargra aðila sem starfa í nærumhverfi barna og með þátttöku ungmenna, foreldra og forráðamanna, að byggja undir fjölmarga verndandi þætti í umhverfi ungmenna sem rannsóknir sýna að hafi jákvæð og verndandi áhrif og draga þannig úr áhættuhegðun. Árangur okkar í áfengis-, vímuefna- og reykingaforvörnum ungmenna hefur vakið athygli út fyrir landsteinana og þar er aðgangsstýring sterkasta vopnið. Þennan árangur megum við ekki gefa eftir því í honum felast ómæld verðmæti fyrir íslenskt samfélag. Íslenska forvarnarmódelið er ekki tímabundið átaksverkefni eða afmörkuð aðgerð heldur er það samofið samfélaginu og þeim viðhorfum sem við höfum tileinkað okkur. Íslensku samfélagi hefur, umfram flestar aðrar þjóðir, tekist að viðhalda einkasölufyrirkomulagi ríkisins á áfengi og hefur það sett okkur í öfundsverða stöðu. Fyrirkomulagið byggir á augljósum lýðheilsu- og samfélagsrökum sem felast í að takmarka aðgengi og draga þannig úr skaða af völdum neyslu áfengis. Í lögfræðiáliti sem unnið var að beiðni fjármála- og efnahagsráðherra kemur skýrt fram að það fyrirkomulag netverslana sem þróast hefur hér á landi síðustu misseri sé í andstöðu við lög. Ákall samfélagsins Ákall samfélagsins um viðbrögð stjórnvalda er skýrt. Áskoranir hafa borist stjórnvöldum frá fjölmörgum fagfélögum og samtökum sem hafa látið þetta mikilvæga mál sig varða. Nú síðast hafa á annan tug félaga innan heilbrigðisstétta á Íslandi skorað á ríkisstjórnina að skera úr um lögmæti netsölu, fylgja eftir markmiðum gildandi laga um einkasölu ÁTVR á áfengi og hvika ekki frá gildandi lýðheilsustefnu til ársins 2030. Læknafélag Íslands hefur sent frá sér áskorun til alþingismanna um að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að minnka skaða af áfengisneyslu og tekur fram að þar sé stýring á aðgengi að áfengi sterkasta vopnið. Í áskorun félagsins er einnig tekið fram að aukið aðgengi að áfengi, eins og netverslun og heimsending, sé til þess fallið að valda enn meiri skaða í samfélaginu. Þá hefur Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga skorað á bæði Alþingi að standa vörð um lýðheilsustefnu og heilbrigðisstefnu til 2030 og hvatt ríkisstjórnina til að halda sig við lýðheilsumarkmið stjórnarsáttmálans og standa þannig með heilsu og velferð þjóðarinnar. Sömu sögu er að segja af Félagi lýðheilsufræðinga sem hvetur alla alþingismenn til að standa vörð um lýðheilsu. Breiðfylking foreldrasamtaka hefur barist ötullega fyrir því að brugðist verði við þessari þróun og hafa jafnframt skorað á alþingismenn að standa vörð um einkasölu ríkisins á áfengi. Verjum góðan árangur Það verða alltaf sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar að leggja aukna áherslu á lýðheilsu og forvarnir. Rannsóknir á sviði lýðheilsumála hafa sýnt að takmarkanir á aðgengi að áfengi eru meðal öflugustu forvarnaraðgerða sem við eigum og hefur verið staðfest að þær hafa áhrif til að draga úr neyslu áfengis. Verjum þann góða árangur sem við höfum náð og viðhöldum því einkasölufyrirkomulagi sem reynst hefur vel. Brýnt er að herða framkvæmd gildandi reglna með það að markmiði að snúa við þeirri þróun sem átt hefur sér stað varðandi aðgengi að áfengi. Sama hvernig á það er litið, þá hlýtur lýðheilsa þjóðarinnar að vega mun þyngra en verslunarfrelsi og markaðsvæðing EES á áfengissölu. Höfundur er heilbrigðisráðherra
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun