Verslun

Fréttamynd

Ekkert gert til að gera nikó­tín­púða jafn ó­­­að­laðandi og sígarettur

Eyrún Magnúsdóttir, foreldri og blaðamaður, segir mikilvægt að stjórnvöld sofi ekki á verðinum hvað varðar nikótínpúða. Fyrir um 30 árum hafi 33 prósent fólks reykt, en nú aðeins um þrjú prósent. Í dag noti um 33 prósent fólks nikótínpúða. Stjórnvöld ættu að stefna að því að taka sér ekki 30 ár í að ná þessari prósentutölu niður. Eyrún fjallar um þetta í aðsendri grein á Vísí í dag.

Innlent
Fréttamynd

Orðið vör við fjölgun út­kalla vegna þjófnaðar

„Viðskiptavinir eiga fyrst og fremst að hringja í lögreglu, það er númer eitt tvö og þrjú. Þeir eiga aldrei að reyna að fara og hafa afskipti af aðilanum. Til dæmis ef þetta er inn í verslun, þá á að hafa samband við verslunarstjóra sem mun þá fara með annan starfsmann með sér og tala við viðkomandi. Þá er um að gera að vera kurteis og halda ró sinni og aldrei ásaka neinn um stuld.“

Innlent
Fréttamynd

Er­lend þjófagengi herja á verslanir

Erlend þjófagengi herja á verslanir hér á landi en á síðasta ári var stolið fyrir fjóra milljarða í matvörubúðun. Þá hafa eldri konur orðið sérstaklega fyrir barðinu á skipulögðum glæpahópum í verslunum.

Innlent
Fréttamynd

Hafa rúmir opnunar­tímar á­hrif á verð­lag?

Brynhildur Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna, segir það mjög furðulegt ef matvöruverslanir myndu ekki stytta opnunartíma sína ef það gæti gert þeim kleift að lækka verð á matvörum. Hún telur það áhugavert álitamál og bendir á að matvöruverslanir eru með rúman opnunartíma hér á landi.

Neytendur
Fréttamynd

Fjögur í varð­haldi vegna inn­brota í Elko

Fjögur voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald til næsta föstudags vegna innbrota í tvær verslanir á höfuðborgarsvæðinu seint á sunnudagskvöld og aðfaranótt mánudags. Auk þeirra eru þrjú í haldi. Öll eru þau erlendir ríkisborgarar.

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn í tvær verslanir sömu nóttina

Brotist var inn í verslanir Elko í Lindum og Skeifunni í nótt og farsímum stolið. Unnið er að því að komast að fjölda þeirra síma sem voru teknir, og að gera þá óvirka. Framkvæmdastjórinn segir engan símaskort í uppsiglingu þrátt fyrir innbrotið.

Innlent
Fréttamynd

Mammon hefur náð líf­eyris­sjóðum á sitt band

Hagkaup hefur hafið sölu á áfengi í gegnum vefverslun. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þú verslar ostinn og mjólkina. Jú þú getur verslað allan sólahringinn í Skeifunni.

Skoðun
Fréttamynd

Smekklegasta fólk landsins skálaði í kaffi

Sólin skein á kaffiþyrsta gesti í opnun verslunarinnar Sjöstrand á Íslandi við Borgartún í Reykjavík síðastliðinn föstudag. Rýmið er fallega hannað í anda merkisins í stílhreinum ljósum og skandinavískum stíl.

Lífið
Fréttamynd

Vef­síðan hrundi innan tuttugu mínútna

Ný vefverslun áfengis opnaði í dag í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir fólk ekki þurfa að hafa áhyggjur af afleiðingum þess á lýðheilsu eða drykkju í samfélaginu og að Hagkaup sé með ströngustu skilyrðin þegar það kemur að áfengiskaupum hér landi

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hag­kaup hefur á­fengis­sölu í dag

Í dag opnar ný vefverslun með áfengi á léninu veigar.eu, í samstarfi Haga Wine og Hagkaups. Viðskiptavinum gefst nú tækifæri til að kaupa áfengi á netinu og sækja í Skeifuna um leið og þeir kaupa aðrar vörur til heimilisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Á meðan ég er ætlum við að vera ó­dýrust“

Framkvæmdastjóri matvöruverslunarinnar Prís segist sannfærð um tækifæri til að lækka matvöruverð hér á landi. Sindri Sindrason kíkti í kaffi til körfuboltakempunnar sem lofar lægsta verðinu meðan hún ráði þar ríkjum.

Lífið
Fréttamynd

Fólk kveiki á kerti til minningar um Bryn­dísi Klöru

Anna Björt Sigurðardóttir hvetur landsmenn til að kveikja á friðarkerti á föstudag til að minnast Bryndísar Klöru Birgisdóttur. Útför Bryndísar Klöru fer fram á föstudag. Anna Björt hefur haft samband við allar stærstu matvöruverslanir landsins sem munu í dag hefja sölu á sérstöku friðarkerti. Allur ágóði af sölu kertisins rennur óskiptur í Minningarsjóð Bryndísar Klöru.

Innlent
Fréttamynd

Ekki „blúss­and­i gang­ur“ á raf­vör­u­mark­að­i eins og gögn RSV gefi til kynn­a

Forstjóri Ormsson segir að gögn Rannsóknarseturs verslunarinnar, sem peningastefnunefnd Seðlabankans horfi meðal annars til við mat á umfangi einkaneyslu þegar stýrivextir eru ákveðnir, séu röng. Þau gögn leiði í ljós að það sé „blússandi gangur“ í hagkerfinu en því sé hins vegar ekki fyrir að fara á rafvörumarkaði. Horfur séu á að tekjur Ormsson verði á pari milli ára, mögulega einhver aukning, en forstjóri félagsins segist óttast að Seðlabankinn sé að taka ákvarðanir út frá röngum gögnum.

Innherji