Góða skemmtun kæru landsmenn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 1. ágúst 2024 16:00 Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Vitundarvakning sem ber yfirskriftina „Góða skemmtun“ stendur yfir í sumar. Markmiðið er að tryggja að við öll getum notið skemmtana á öruggan og ofbeldislausan hátt. Vitundarvakningin er samstarfsverkefni dómsmálaráðuneytisins, lögreglunnar og Neyðarlínunnar, og snýr að því að hvetja fólk til að skemmta sér á ábyrgan hátt og tryggja öryggi allra, á stórum sem smáum viðburðum. Verslunarmannahelgin, sem nú er runnin í garð, er ein helsta ferðahelgi sumarsins og hefur eftirvæntingin og undirbúningurinn verið mikill. Um helgina munu þúsundir koma saman á fjölmörgum viðburðum og skemmtunum hringinn í kringum landið til að njóta samverunnar og gleðjast. Við viljum tryggja að allar skemmtanir verði góðar, lausar við ofbeldi, kynferðislega áreitni og aðra óæskilega og meiðandi hegðun. Komum vel fram hvort við annað og verum vakandi fyrir umhverfi okkar, stuðlum að öryggi í samskiptum, virðum mörk og segjum frá ef einhver sýnir óviðeigandi hegðun eða þarf á aðstoð að halda við að koma vel fram við aðra. Með því að vera vakandi fyrir umhverfi okkar getum við öll stuðlað að góðri skemmtun þar sem við upplifum okkur örugg fyrir hverskyns ofbeldi. Það er einfaldlega svo að slagsmál, ógnanir, kynferðislegt ofbeldi og áreitni eru ólíðandi og eiga ekkert skylt við góða skemmtun. Á vef lögreglunnar og Neyðarlínunnar má finna mikilvægar upplýsingar og ráð til viðburðahaldara, foreldra og ungmenna um hvernig best er að tryggja öryggi á skemmtunum. Kynnum okkur þetta efni og deilum til að stuðla að betri og öruggari skemmtunum um helgina, og það sem eftir lifir sumars. Góð skemmtun þýðir að við komum heil heim. Við skulum öll leggja okkar af mörkum til að gera sumarhátíðirnar skemmtilegar og ánægjulegar. Förum varlega í umferðinni og munum að eftir einn ei aki neinn. Frekari upplýsingar um vitundarvakninguna „Góða skemmtun", má finna á vef lögreglunnar og ofbeldisgátt Neyðarlínunnar 112.is. Gleðilega verslunarmannahelgi kæru landsmenn! Höfundur er dómsmálaráðherra.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar