Kynferðisofbeldi Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. Innlent 6.4.2025 18:09 Hverju lofar þú? Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Skoðun 6.4.2025 07:00 Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Innlent 4.4.2025 13:02 Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi. Innlent 3.4.2025 22:32 Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Innlent 3.4.2025 17:18 Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í búningsklefa. Innlent 3.4.2025 07:02 Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56 Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. Innlent 2.4.2025 14:23 Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Innlent 2.4.2025 13:55 Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34 Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Erlent 24.3.2025 13:09 Réttarhöld hafin yfir Depardieu Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Erlent 24.3.2025 10:10 „Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31 Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02 Ekki skárra fyrir 35 árum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra. Innlent 21.3.2025 14:18 Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Erlent 14.3.2025 12:36 Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25 Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 10.3.2025 15:59 „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. Áskorun 9.3.2025 08:01 Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Landsréttur sneri í dag við dómi í nauðgunarmáli. Karlmaður sem var ákærður fyrir að nauðga táningsstúlku, sem var tengd honum fjölskylduböndum, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Áður hafði héraðsdómur sýknað manninn. Innlent 6.3.2025 20:17 Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Innlent 6.3.2025 15:03 Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45 FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi. Fótbolti 5.3.2025 12:32 Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Innlent 5.3.2025 11:13 Stígamót í 35 ár Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Skoðun 5.3.2025 08:00 Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Innlent 28.2.2025 11:46 Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Innlent 20.2.2025 16:57 Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. Innlent 20.2.2025 08:24 Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. Innlent 19.2.2025 13:59 Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli móður og ungrar dóttur hennar hefur verið felldur úr gildi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Í úrskurðinum hafði verið ákveðið að umsóknir mæðgnanna myndu ekki fá efnismeðferð um alþjóðlega vernd hér á landi. Innlent 19.2.2025 08:03 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 64 ›
Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Lögreglan hefur til rannsóknar meinta hópnauðgun í Reykjavík fyrir tveimur vikum. Þrír voru handteknir í tengslum við málið og sættu þeir gæsluvarðhaldi í fimm daga. Rannsókn stendur yfir. Innlent 6.4.2025 18:09
Hverju lofar þú? Sást þú fréttina í síðustu viku um netsíðuna sem var verið að loka? Hún hét ekki Netflix heldur Kidflix. Hún var ekki aðgengileg í sjónvarpinu heldur var hún falin á netinu. Hún var þó afar virk og teygði sig til margra landa. Skoðun 6.4.2025 07:00
Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Barnaheill munu í apríl standa fyrir vitundarvakningu sem snýst um að vekja fullorðna til vitundar um umfang kynferðisofbeldis gegn börnum. Verkefnastýra Barnaheilla segir mikilvægt að hlustað sé á raddir barna og unglinga svo hægt sé að gera betur en innan við helmingur segir frá eftir að brotið er á þeim. Innlent 4.4.2025 13:02
Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Karlmaður var sakfelldur í Landsrétti í dag fyrir að hafa áreitt stúlku í verslun 10-11 í miðbænum og fyrir að bera kynfæri sín í tvígang, annars vegar á Háskólatorgi og hins vegar í Mini market. Maðurinn var dæmdur til tólf mánaða fangelsis og til að greiða börnunum miskabætur. Maðurinn er 34 ára gamall og á að baki dóma fyrir svipuð brot samkvæmt dómi. Innlent 3.4.2025 22:32
Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Karlmaður á 23. aldursári hefur verið sakfelldur í Landsrétti fyrir að hafa samræði og önnur kynferðismök við stúlku í bíl sínum þegar hún var fjórtán og fimmtán ára gömul og sömuleiðis að hafa um leið greitt fyrir vændi barns. Maðurinn fékk tveggja ára dóm í héraði en Landsréttur þyngdi dóminn sem nemur hálfu ári. Innlent 3.4.2025 17:18
Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Karlmaður hefur verið ákærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni í búningsklefa. Innlent 3.4.2025 07:02
Hinir handteknu alveg ótengdir Tveir voru handteknir hér á landi í síðasta mánuði í alþjóðlegri lögregluaðgerð vegna vefsíðu þar sem finna mátti barnaníðsefni. Mennirnir eru grunaðir um að hafa deilt barnaníðsefni í gegnum síðuna. Á fjórða tug ríkja tóku þátt í aðgerðinni. Innlent 2.4.2025 18:56
Fimm ára nauðgunardómur stendur Hæstiréttur hefur hafnað beiðni 43 ára karlmanns um að taka fyrir mál hans. Maðurinn, Vilhelm Norðfjörð Sigurðsson, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir að nauðga fyrrverandi unnustu sinni og brjóta með öðrum hætti gegn henni í byrjun árs 2022. Innlent 2.4.2025 14:23
Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Alls voru 79 handteknir og um fjórtán hundruð eru undir smásjá Evrópulögreglunnar grunuð um að miðla kynferðislegu efni með börnum á vefsíðunni Kidflix. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók tvo í aðgerðunum sem teygðu sig til 38 landa. 39 börnum var bjargað úr hættulegum aðstæðum. Innlent 2.4.2025 13:55
Áfrýjaði og fékk mun þyngri dóm fyrir að nauðga stjúpdóttur Hörður Ellert Ólafsson, frumkvöðull og ljósmyndari á fimmtugsaldri, hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn dóttur þáverandi sambýliskonu sinnar í Hæstarétti. Hann hlaut þriggja ára og sex mánaða dóm í Landsrétti en áfrýjaði til Hæstaréttar. Innlent 26.3.2025 15:34
Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Henrik Sass Larsen, fyrrverandi viðskiptaráðherra Danmerkur, hefur nú verið ákærður fyrir að hafa í fórum sínum um sex þúsund myndir og tvö þúsund myndskrár af barnaníðsefni. Auk þess fannst á heimili hans kynlífsdúkka sem lítur út eins og barn. Erlent 24.3.2025 13:09
Réttarhöld hafin yfir Depardieu Réttarhöld yfir franska leikaranum Gérard Depardieu hefjast í París í dag en hann hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn tveimur konum við kvikmyndatökur árið 2011. Dómsmálinu var seinkað um hálft ár vegna fjórfaldrar kransæðahjáveituaðgerðar Depardieu. Erlent 24.3.2025 10:10
„Það vill enginn vera með þessar hugsanir eða langanir“ Sálfræðingur hjá Taktu skrefið segir skömm sameiginlega hjá öllum sem leiti til þeirra. Stóra markmið meðferðarinnar sé að koma í veg fyrir frekara ofbeldi. Rannsóknir sýni að meðferð geti komið í veg fyrir að menn brjóti aftur af sér. Stór hluti sem leitar til þeirra er þó einnig fólk sem ekki hefur brotið á öðrum en er með hugsanir eða langanir sem það hefur áhyggjur af. Innlent 23.3.2025 12:31
Fyrrverandi ráðherra Danmerkur ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Fyrrverandi ráðherra í Danmörku hefur verið ákærður fyrir vörslu á barnaníðsefni. Danskir dómstólar taka afstöðu til þess á mánudaginn hvort maðurinn verði nafngreindur. Verjandi mannsins segir skjólstæðing sinn neita sök. Erlent 21.3.2025 18:02
Ekki skárra fyrir 35 árum Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra. Innlent 21.3.2025 14:18
Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Andlát átta ára stúlku í Bangladess hefur vakið mikla reiði en barnið lést eftir að hafa orðið fyrir nauðgun á heimili eldri systur sinnar. Efnt hefur verið til mótmæla og aðgerða krafist í kynferðisbrotamálum. Erlent 14.3.2025 12:36
Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Guðmundur Elís Briem Sigurvinsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Landsrétti fyrir nauðgun sem hann framdi í Vestmannaeyjum í september árið 2021. Hann hefur áður komist í kast við lögin vegna grófs ofbeldis. Innlent 13.3.2025 15:25
Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál tveggja manna sem voru sakfelldir fyrir hópnauðgun í Landsrétti. Áður höfðu þeir verið sýknaðir í Héraðsdómi Reykjaness. Innlent 10.3.2025 15:59
„Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Mörg okkar ímyndum okkur að þegar verið er að taka fyrir mál nauðgara, raðnauðgara eða annarra harðsvíraðra kynferðisafbrotamanna í dómssal, takist á saksóknari og lögfræðingur, þar sem sá seki þarf að svara til saka og fórnarlambið reynir af bestu getu að koma sínu á framfæri, samhliða því að fylgjast með gangi mála. Áskorun 9.3.2025 08:01
Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Landsréttur sneri í dag við dómi í nauðgunarmáli. Karlmaður sem var ákærður fyrir að nauðga táningsstúlku, sem var tengd honum fjölskylduböndum, var dæmdur í tveggja ára fangelsi, en stór hluti refsingarinnar er skilorðsbundinn. Áður hafði héraðsdómur sýknað manninn. Innlent 6.3.2025 20:17
Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir blygðunarsemisbrot, með því að fróa sér í bifreið fyrir utan heimili konu sem sá hann út um gluggann. Fyrir dómi sagðist hann vera nýskilinn og búa í herbergi þar sem næði væri lítið. Því hefði hann ákveðið að fróa sér í bíl sínum. Innlent 6.3.2025 15:03
Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Meirihluti þeirra barna sem vísað er í meðferð vegna óviðeigandi eða skaðlegrar kynhegðunar hjá Barna- og fjölskyldustofu brýtur ekki á öðrum börnum eftir meðferð. Flest börnin upplifi mikla skömm þegar málin koma upp. Hátt hlutfall barnanna er með greiningar og í meðferðinni samhliða annarri meðferð. Innlent 6.3.2025 06:45
FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Gabonski fótboltaþjálfarinn Patrick Assoumou Eyi, sem er jafnan kallaður Capello, hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, fyrir að beita leikmenn sína kynferðisofbeldi. Fótbolti 5.3.2025 12:32
Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Hæstiréttur hefur fallist á áfrýjunarbeiðni karlmanns sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í Landsrétti fyrir að brjóta kynferðislega á samstarfskonu eiginkonu sinnar. Karlmaðurinn hafði áður verið sýknaður í héraðsdómi. Innlent 5.3.2025 11:13
Stígamót í 35 ár Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri. Skoðun 5.3.2025 08:00
Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Einn Íslendingur var handtekinn í aðgerðum Europol vegna rannsóknar á hópi manna sem er sagður hafa átt þátt í dreifingu á barnaníðsefni sem var búið til af gervigreind. Innlent 28.2.2025 11:46
Samræði við þrettán ára nauðgun eftir allt saman Landsréttur hefur þyngt dóm karlmanns á þrítugsaldri verulega fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt hann í tveggja ára fangelsi, en í Landsrétti fær maðurinn þriggja og hálfs árs dóm. Innlent 20.2.2025 16:57
Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs vísaði í fyrra níu málum sem komu á þeirra borð til lögreglunnar. Þá tilkynntu þau 27 börn í fimmtán málum til barnaverndar. Kristín Skjaldardóttir, samskiptaráðgjafi, segir málin sem rata á þeirra borð enn of mörg. Árlega sé til þeirra tilkynnt um allt að 100 mál, eða um tvö á viku. Málin eru ekki bundin við ákveðnar íþróttir. Innlent 20.2.2025 08:24
Fjórtán ára barn hafði mikla peninga af níðingi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur til rannsóknar þó nokkur mál er varða tálbeituhópa ungmenna. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir listana sem þessir hópar hafa safnað saman af mögulegum ofbeldismönnum líka til rannsóknar. Lögregla vinni nú að því að sannreyna upplýsingarnar. Dæmi séu um að ungmenni hafi haft fjármuni af meintum níðingum en einnig komið sér í mikla hættu. Innlent 19.2.2025 13:59
Morðtilræði, vændi og frændi sagður drepinn fyrir komuna til Íslands Úrskurður kærunefndar útlendingamála í máli móður og ungrar dóttur hennar hefur verið felldur úr gildi af Héraðsdómi Reykjavíkur. Í úrskurðinum hafði verið ákveðið að umsóknir mæðgnanna myndu ekki fá efnismeðferð um alþjóðlega vernd hér á landi. Innlent 19.2.2025 08:03