Ráðaleysi í grunnskólum og hvar í fjandanum er Mary Poppins? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 20. apríl 2024 16:30 Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Sjá meira
Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun