Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 14:31 „Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birna Þórarinsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Eru vegatálmar á leiðinni í skólann í þínu landi?“ spurði hin 9 ára gamla Luceen mig í fullri einlægni. Mér féllust hendur. Tilhugsunin ein og sér var svo hræðileg – en engu að síður lýsir spurning Luceen daglegu lífi hennar í þorpi nálægt Hebron á Vesturbakkanum. Þar var ég stödd í síðustu viku að kynna mér starfsemi og verkefni UNICEF. Það eru yfir 900 vegatálmar og varðstöðvar á Vesturbakkanum (svæðið er lítillega stærra en sveitarfélag Skagafjarðar) og eru þau sett upp til að hefta frjálsa för Palestínumanna, slíta í sundur nágrannabyggðir, áreita, ógna og meiða þau sem þar fara í gegn. Líka börnin á leiðinni í skólann og kennara þeirra. Sum börn ganga allt að 12 km leið til að komast í skólann, stundum eru þau látin dúsa við vegatálma tímunum saman, jafnvel áreitt og lamin af þungvopnuðum ísraelskum hermönnum sem standa vaktina. Oft er kennurunum ekki hleypt í gegn og þurfa að snúa aftur heim – með þá von í farteskinu að þetta gangi betur daginn eftir. Landtökufólk gerir illt verra því þau beita öllum brögðum til að meiða og ógna, jafnvel með því að taka sér stöðu beint fyrir utan skólana, oftar en ekki með herinn með í liði, þeim (landtökufólkinu) til varnar. Viðbrögð sumra fjölskyldna við þessu ástandi er að hætta að senda börnin í skólann. Til viðbótar við þetta hefur nær öllum skólum sem reknir voru af UNRWA verið lokað og fjárskortur palestínskra stjórnvalda hefur leitt til þess að í ár er einungis kennt 3 daga vikunnar í skólum á þeirra vegum. Kennarar fá laun sín greidd seint og að hluta (nú í október var helmingur júlílauna greiddur út) en halda samt áfram að mæta til vinnu. Samfellan í skólagöngu palestínskra barna er að engu orðin. Áhrifin leyna sér ekki. Mæður sem ég hitti og ræddi við lýstu miklum áhyggjum af menntun, andlegri heilsu og framtíð barnanna sinna. Þær gera hvað þær geta til að kenna þeim heima og halda þeim að náminu en það á ekki að vera á þeirra ábyrgð. Þá eru börnin í dagskrárleysi fleiri daga en færri í hverri viku, eiga erfitt með að muna það sem var kennt þá fáu daga sem þau fara í skólann og eru smám saman að missa áhugann. Ein móðirin lýsti þeirri nístandi staðreynd að börnin hennar, sem hefðu ávallt verið góðir námsmenn og hún vænti að myndu öll fara í háskóla, væru nú á þeim stað að hún gat í besta falli vonað að þau yrðu fær um að lesa og skrifa. Margar mæður sögðust óttast sérstaklega hvað börnin sín lærðu þegar þau verðu heilu dögunum á götunni, í misgóðum félagsskap, í umhverfinu sem ég lýsti hér fyrir ofan. Það er ekkert eðlilegt við þetta ástand. UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, vinnur með palestínskum stjórnvöldum og UNRWA að öllum þeim úrbótum sem mögulegar eru, s.s. með margvíslegu framboði á uppbótartímum og skipulögðu ungmennastarfi. Við heimsóttum tvo skóla og frístundamiðstöð á Vesturbakkanum þar sem við hittum fjölda nemenda sem voru glöð og kát í skólanum, lögðu sig öll fram og sýndu okkur hugvitssöm verkefni sem þau höfðu unnið með afburðagóðum kennurum. Ég sá skýrt með eigin augum að metnaðinn og viljann skorti hvergi. Það sem vantar er afnám kerfisbundins ofbeldis gegn menntun palestínskra barna. Öll börn eiga rétt á menntun – skólagöngu sem er ekki rofin af hvers konar vegatálmum. Réttindi barna eru ávallt lykilþáttur í stóru myndinni og það blasir við að langvarandi friður í þessum hættulega heimshluta ávinnst ekki með þeirri leið sem er farin núna. Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun