Ráðaleysi í grunnskólum og hvar í fjandanum er Mary Poppins? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar 20. apríl 2024 16:30 Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Ég segi það oft og af innlifun, að ég elska vinnuna mína, enda starfa ég sem grunnskólakennari á yngsta stigi, þar sem einlægnin ræður ríkjum og árangur starfsins er sýnilegur. Það er að segja ég elska vinnuna mína þangað til ég er minnt à að ég er bara ein manneskja og ekki Mary Poppins. Ein manneskja stendur ekki undir öllum þeim mismunandi þörfum sem finna má í fjölbreyttum nemendahópi. Við skulum kíkja inn í kennslustund: Kennari byrjar á að útskýra námsefni à sama tíma og hann mætir hegðunarvanda á kantinum. Eftir innlögn dreifir hann verkefnum, sérverkefnum og aðlöguðu efni, allt eftir þörfum hvers og eins. Svo þarf að stökkva til og útskýra allt aftur, nema núna à öðrum tungumálum. À meðan á því stendur fara nokkrar hendur á loft með brennandi spurningar. Meðal þeirra sem eru með hendur á lofti eru nemendur með aðlagað efni vegna námserfiðleika, sem þurfa sér innlögn og útskýringar. Nú hringir tímavaki sem minnir á að einhverjir af þeim nemendum sem hafa verið í sér prógrammi eiga að fara í næsta verkefni og kennarinn þarf að lesa leiðbeiningarnar fyrir þá t.d. vegna lesblindu eða annars. Á meðan fjölgar höndum à lofti og tíminn er à enda. Eftir kennslu þarf að undirbúa innlögn, verkefni og nokkur mismunandi sérverkefni og aðlagað efni, fara yfir stærðfræðibækur og á foreldrafundi vegna enn frekari aðlögunar aðstæðna og námsefnis. Fikt teygjum bætt við undir borð órólegra nemenda og pælt í ljósastýringu með húsverðinum vegna þeirra sem þola illa ljós-áreiti. Eftir kennarafund er námskeið um hvernig kennarar geta mætt nemendum með áfallastreitu. Sumir kennarar enda daginn í Bónus, þar sem fjárfest er í pizzusnúðum fyrir þá sem ekki verða með nesti að heiman daginn eftir. Margir keyra heim, gjörsamlega tilfinningalega úrvinda. P.s. ég bý svo vel að vera í frábæru teymi og með stjórnendur sem eru boðnir og búnir til að hjálpa, styðja og styrkja. En enginn þeirra virðist geta töfrað mig í tvennu. Ok, það er kominn tími til að ég fái að vita sannleikann. Er Mary Poppins tilbúningur eða hvar í fjandanum felur hún sig? Höfundur er grunnskólakennari.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar