Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 3. nóvember 2025 10:01 Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Ég hef velt því fyrir mér í tengslum við Kvennafrídaginn 2025 hvers virði ég er samfélaginu sem ég bý í hér á Íslandi. Þann 24. október síðastliðinn á sjálfan Kvennafrídaginn var ég stödd á flugvelli á leið að heimsækja dóttur mína sem býr erlendis. Ég hef lítið val um þá frídaga sem ég fæ þar sem ég starfa sem grunnskólakennari og þarf því að ferðast á dýrasta ferðatímanum þegar margir eru að ferðast. Í mannmergðinni á flugvellinum heyrði ég tal nokkurra aðila sem voru að ræða launamál og mín laun voru ekki nálægt þeim launum sem rædd voru í þessu samtali. Meira að segja kom til tals hjá þessum aðilum að þeir tækju aðeins að sér kennslu í sínu fagi til að sýna góðverk því að launin fyrir kennsluna væru bara einhverjar baunir. Þarna stóð ég grunnskólakennarinn við hlið þeirra og sagði ekki orð en hugsaði um öll góðverkin mín í gegnum árin. Þegar komið var upp í flugvélina hjá eina íslenska flugfélaginu sem er starfandi hér á landi þá tóku á móti mér konur sem inntu starfi sínu af fagmennsku. Það var ekkert minnst á Kvennafrídaginn í fluginu né gert vel við konurnar sem voru um borð þennan merkisdag eins og víða var gert á þessum degi. Ég sat eins og risaeðla í mínu flugsæti í Kvennafrísbolnum sem ég hafði keypt mér í tilefni þess að 50 ár voru liðin frá fyrsta Kvennafrísdeginum. Nú eru einhverjir farnir að hugsa:“Hvað er málið með þennan pistil ? Hvert er hún að fara ?“. Málið er að virðismat kennara er í ferli og grunnstoðir menntakerfisins eru í molum og ég sé ekki í land með það að virði mitt sem grunnskólakennari verði metið að verðleikum á minni starfsævi. Ég hef starfaði við kennslu í um þrjátíu ár og fyrstu tuttugu árin hækkaði ég reglulega vegna starfsaldurs en það kemur engin hækkun eftir þar. Hvaða skilaboð eru það til okkar sem höfum virkilega lagt líf og limi í starf okkar ? Það er ekki að ástæðulausu sem innviðir okkar hér á Íslandi eru í molum. Við erum komin í innviðaskuld því að viðhald og uppbygging hefur setið á hakanum. Það er ekki nóg að vera ríkur og lifa í búblu allsnægta ef þeir sem halda uppi grunnstoðum samfélagins lifa við sultarmörk og ófullnægjandi starfsaðstæður. Rannsóknir sýna að við náum ekki jafnrétti fyrr en við útrýmum fjölmennum láglaunakvennastéttum og girðum okkur í brók í dagvistunarmálum barna. Það er komið bakslag í jafnréttisbaráttuna. Margir halda því fram að jafnrétti sé náð og blása á það þegar einhverjir halda öðru fram. Þessir sömu eru með forréttindablindu og virðast ekki geta sett sig í spor annarra. Á meðan við sitjum ekki öll við sama borð þá mun baráttan halda áfram. En auðvitað vonum við öll að sá Kvennafrídagur sem haldinn er verði sá síðasti. Þangað til skiptir máli að vera upplýst um stöðuna og sofna ekki á verðinum. Við sem störfum við kennslu eða í öðrum láglaunakvennastéttum eigum ekki að þurfa að bíða á flugvelli og hlusta á aðra tala um baunirnar sem við fáum í laun. Það gleymist oft að láglaunakvennastéttirnar sitja ekki heldur við sama borð og aðrir eftir að starfsævinni lýkur því að eftirlaunin haldast í hendur við laun á starfsævi viðkomandi. Höfundur er grunnskólakennari í stjórn KFR.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun