Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar 2. nóvember 2025 07:02 Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frjósemi Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Sjá meira
Dagana 3.–9. nóvember næstkomandi fer fram árleg Evrópsk vitundarvakningar vika um ófrjósemi. Í ár beinist athyglin að einu mikilvægasta en jafnframt vanræktasta atriðinu í umræðunni um frjósemi sem er réttur okkar til upplýsinga og fræðslu um frjósemi. Áherslan í ár er með ensku yfirskriftina “Facts Forward – Education and Information” og minnir okkur á að án réttrar þekkingar geta einstaklingar ekki tekið upplýstar ákvarðanir um eigin líf og líkama. Við tölum um forvarnir – en gleymum frjóseminni Í flestum Evrópulöndum, þar á meðal á Íslandi, hefur kynfræðsla snúist um getnaðarvarnir, kynsjúkdóma og forvarnir gegn þungunum. Það er vissulega mikilvægt, en þar með hefur hin hliðin á frjósemi orðið eftir. Ófrjósemi snertir milljónir Evrópubúa, þar á meðal þúsundir Íslendinga. Samt fær ungt fólk og fullorðnir litla sem enga fræðslu um hvernig frjósemi þróast og breytist með aldri, hverjir áhættuþættirnir eru og hvernig við getum hlúð að frjóseminni og hvenær gott er að leita sér ráðgjafar og hjálpar eða hvaða valkostir eru í boði ef fólk á erfitt með að eignast börn. Sú þekking sem gæti veitt fólki von og valfrelsi er því oft ekki til staðar fyrr en vandinn er þegar orðinn að veruleika. Það er eins og við tölum um alla möguleika lífsins – nema um þetta. Tími til að tala opinskátt Ófrjósemi er hljóðnuð sorg. Hún hefur lengi verið umlukin þögn, skömm, óöryggi og oft einmanaleika – jafnvel þótt hún sé sameiginleg reynsla milljóna. Ófrjósemi snertir 1 af hverjum 6 og þess vegna þarf samtalið að breytast. Það þarf að breyta orðræðunni og tala um frjósemi af virðingu, hlýju og mannúð. Fræðsla þarf að ná til allra, þeirra sem þurfa aðstoð við barneignir og þeirra sem velja barnleysi. Þekking á líkamanum er ekki forréttindi heldur mannréttindi. Þekking styrkir val Markmið vikunnar er einfalt: að hvetja stjórnvöld, skóla, heilbrigðiskerfið og fjölmiðla til að færa staðreyndir fram fyrir fordóma og gefa fólki tækifæri til að taka upplýstar ákvarðanir, hvort sem það snýst um að eignast börn – eða ekki. Þekking á líkamanum okkar á ekki að vera lúxus sem aðeins sumir hafa aðgang að. Hún er réttur allra, því þegar við vitum, þágetum við valið. Og þegar við getum valið, þá getum við lifað því lífi sem er í takt við það sem við raunverulega þráum og viljum. Frjósemi er hluti af lífinu Vitundarvakningin er tækifæri til að minna okkur öll á að frjósemi er ekki einkamál fárra, heldur sameiginlegt verkefni. Frjósemi snýst ekki aðeins um það að geta eignast barn – heldur um að skilja líkama sinn, virða eigin mörk og finna leiðir til að lifa í samræmi við eigin vonir og drauma. Þegar við tölum ekki upphátt um málefnið, þá einangrast fólk í vanda sínum. Þegar við tölum, fræðum og hlustum, þá skapast samhugur – og úr honum sprettur von. Þekking á frjósemi er ekki lúxus. Hún er lífsnauðsyn. Tölum um frjósemi af ábyrgð, virðingu og kærleika. Höfundur er formaður Tilveru-samtaka um ófrjósemi.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson Skoðun