Hrein brjóst og legháls Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 19. febrúar 2024 12:30 Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Skimun fyrir krabbameini Krabbamein Kvenheilsa Framsóknarflokkurinn Heilsa Mest lesið Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Forvarnir og skimun gegn krabbameinum er eitt stærsta lýðheilsumál sem sett hefur verið á laggirnar hérlendis. Nýgengi krabbameins hefur aukist og er það mikið áhyggjuefni, hvað veldur því er sérstakt rannsóknarefni út af fyrir sig, margar tilgátur eru uppi og eru þekktar en þær verða ekki raktar hér. Rannsóknir á auknu nýgengi gætu gefið leiðarljós um þá áhættuþætti sem okkur ber að forðast og því mikilvægt að það verði farið í slíkar rannsóknir því þær gagnast okkur öllum. Breytt fyrirkomulag Fyrir nokkrum árum var breytt fyrirkomulag á skimunum fyrir brjóstakrabbameini og einnig fyrir leghálskrabbameinum. Skimun var flutt frá Krabbameinsfélaginu sem hefði staðið þá vakt með sóma frá upphafi. Brjóstaskimanir fara nú fram í Brjóstamiðstöð Landspítalans og á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Þá er skimað á öðrum þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni eftir sem áður og er það skipulag að finna á vefnum skimanir.is. Öllum konum á aldrinum 40-69 ára er boðin skimum á tveggja ári festi og konum 70-74 ára á þriggja ára fresti. Leghálsskimanir fara reglulega fram á heilsugæslustöðvum um allt land. Þegar breytt fyrirkomulag var í umræðunni urðu margir áhyggjufullir að aðgengi að skimun yrði skert, konur þyrftu um langan veg að fara og hvatning og fræðsla yrði út undan. Eins og rakið var hér að ofan ætti aðgengi kvenna um land allt að vera í svipuðu formi og hefur verið þótt breytingar kalli alltaf á aðlögun. Berum ábyrgð á eigin heilsu Það er verulegt áhyggjuefni að dregið hafi úr þátttöku kvenna í skimunum, bæði fyrir brjóstakrabbameini og leghálskrabbameini. Það er áhyggjuefni sér í lagi þegar nýgengi brjóstakrabbameins hefur aukist. Þetta á við um alla aldurshópa þó mest í yngsta aldurshópunum, en um 240 konur og 4 karlar greinast árlega með brjóstakrabbamein. Þá eru konur í hópi innflytjenda síður líklegar til að mæta í skimun en aðrar. Í Danmörku hefur einnig dregið úr þátttöku kvenna í skimunum á meðan finnskar og sænskar konur standa sig betur. Inn á Heilsuveru hvers og eins er hægt að sjá skimunarsögu okkar. Ég brýni fyrir konum að kíkja þar inn og sjá hvort og hvenær tímabært er að fara í skimun og setja inn í dagbókina að taka þátt. Þá er það einnig mikilvægt að fylgjast með einkennum og þukla brjóst reglulega og gera viðvart þegar eitthvað óvenjulegt er á seiði. Þörf er á vitundarvakningu Minni mæting í skimun kallar á vitundarvakningu , kostnaðurinn er ekki hár en getur verið hamlandi og hægt er að fá þetta endurgreitt frá stéttarfélögum, en þegar það er virkilega þörf á vitundarvakningu ætti að koma á móts við konur, t.d. með gjaldfrjálst í fyrsta sinn og eða fella niður gjald í eitt til tvö ár og sjá hvort mætingin aukist. Aukin fræðsla og þá á fleiri tungumálum en íslensku. Hvað eru frændur okkar Finnar að gera betur? Í rannsókn sem Krabbameinsfélagið lét gera var framtaksleysi eða tímaskortur algengasta ástæðan fyrir því að konur sögðust ekki hafa mætt í skimun. Látum ekki tímaleysi eða framtaksleysi reisa okkur veggi gegn því að mæta skimun, það fer nefnilega svo fjandi mikill tími í krabbameinið sjálft! Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson Skoðun
Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir Skoðun