Er skynsamlegt að sameina Hafnarfjörð og Garðabæ? Ó. Ingi Tómasson skrifar 19. janúar 2024 14:30 Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Garðabær Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Hafnarfjörður og Garðabær eru góðir grannar, sveitarfélögin sem liggja saman eiga nokkurra sameiginlega hagsmuna að gæta svo sem samgöngumannvirki og almenningssamgöngur. Íbúar Hafnarfjarðar eru um 31.000 og Garðabæjar um 17.000. Síðustu árin hafa sveitarfélögin verið rekin með ábyrgum hætti þannig að fjárhagsstaða þeirra er nokkuð góð og uppbygging íbúðarhúsnæðis hefur verið mikil í báðum sveitarfélögum. Skynsöm uppbygging Áform eru í Hafnarfirði um mikla uppbyggingu með þéttingu byggðar á Hraunum vestur og við hafnarsvæðið. Aðalskipulag Garðabæjar 2019-2030 gerir ráð fyrir töluverði uppbyggingu íbúða. Unnið er að nýju aðalskipulagi Hafnarfjarðar þar sem kostir undir nýtt land fyrir íbúðir eru í skoðun. Hafnfirðingar búa vel þegar kemur að innviðum og atvinnu, ný atvinnusvæði hafa risið með fjölda nýrra fyrirtækja, glæsileg höfn er í Hafnarfirði ásamt því að mikil uppbygging er í miðbænum. Sé litið til samgangna og annarra innviða væri skynsamlegt að Garðabær og Hafnarfjörður sameinist í uppbyggingu á svæðum sem liggja vel við samgöngum og öðrum innviðum. Hagur samfélagsins Með sameiningu sveitarfélaganna gæti styrkur nýs sveitarfélags til þjónustu við íbúa og fyrirtæki orðið enn öflugri en nú er, má þar t.d. nefna þjónustu við aldraða og fatlaða, heilsugæslu, skóla og leikskóla. Uppbygging nýrra íbúða í nýju sveitarfélagi yrði að mestu nálægt núverandi innviðum, svo sem gatna- og stofnvegakerfi, skólum og leikskólum svo og veitukerfi. Orð eru til alls fyrst og því ekkert sem mælir gegn því að samtalið á milli þessara sveitarfélaga sé tekið með hagsmuni íbúa að leiðarljósi. Höfundur er íbúi í Hafnarfirði.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun