Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 15. nóvember 2025 07:30 Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stéttarfélög Vilhjálmur Hilmarsson Mest lesið Halldór 27.12.2025 Halldór Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni kynnti Viska, stærsta stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga á Íslandi, könnun meðal tæplega 6.000 sérfræðinga um notkun gervigreindar á vinnumarkaði. Niðurstöðurnar eru um margt sláandi; Um 80% sérfræðinga á vinnumarkaði nota gervigreind í starfi og 67% þeirra segja hana auðvelda störf og auka afköst. Um 70% sérfræðinga sem nota gervigreind í starfi nota eigin aðgang. Gervigreindarbyltingin á Íslandi er hafin, kostuð af sérfræðingum en hagnýtt af fyrirtækjum. Óásættanlegt að starfsfólk borgi fyrir gervigreindina Séu niðurstöður Visku heimfærðar á allan vinnumarkað má gróflega áætla að um 37.000 sérfræðingar á íslenskum vinnumarkaði noti gervigreind í starfi og greiði fyrir hana sjálf eða noti frían aðgang. Byggt á verðskrá þeirrar lausnar sem flestir nota, ChatGPT, kosta leyfi fyrir slíkan fjölda rúmlega einn milljarð króna árlega. Milljarðurinn er borinn af sérfræðingum en ábatinn fellur enn sem komið er í skaut fyrirtækja. Slíkt væri óhugsandi þegar kemur að öðrum framleiðsluþáttum. Enginn myndi búast við því að starfsfólk keypti sjálft hugbúnaðarleyfi, vinnuvélar eða hráefni í framleiðslu en þegar kemur að gervigreindinni virðist sjálfgefið að sérfræðingar borgi. Það er óásættanlegt að mati Visku. Meirihlutinn vill þjálfun en minnihluti fær hana frá vinnuveitendum Könnun Visku sýnir ekki bara fram á mikla notkun gervigreindar í núinu, heldur skýr merki um aukna notkun í framtíðinni. Um 60% sérfræðinga vilja auka notkun gervigreindar í starfi og um 70% eru mjög áhugasöm um að þróa hæfni sína enn frekar og þiggja fræðslu. Hér standa fyrirtækin sérfræðingum langt að baki en aðeins 34% sérfræðinga hefur verið boðin fræðsla eða þjálfun um gervigreind af hendi vinnuveitenda. Aðrar niðurstöður bera enn fremur vitni um sinnuleysi fyrirtækja gagnvart gervigreindinni. Margir vinnuveitendur eru sagðir neikvæðir, tortryggnir og enn fastir á handbókarstiginu. Óljóst er hvort sinnuleysi vinnuveitenda markist af meðvitaðri áhættufælni eða þeim íslenska ósið að leggja meiri áherslu á viðbragð en frumkvæði. Framtíðarhæfni starfsfólks er sameiginlegt verkefni Að mati Visku þurfa atvinnurekendur að taka skýra afstöðu til gervigreindar og marka sýn um notkun hennar til framtíðar. Fjárfesta þarf í leyfum fyrir heilu vinnustaðina og skilgreina gervigreind strax sem formlegt vinnutæki, ekki einkaverkefni starfsmannsins. Gera ætti kannanir á vinnustöðum um viðhorf og nytsemi og móta áætlun um hnitmiðaða þjálfun og fræðslu. Tilvalið er að eiga í samstarfi og samtali við starfsþróunarsjóði stéttarfélaga um leiðir til að fjármagna sameiginlega fræðslu um gervigreind og styðja við framtíðarhæfni félagsfólks. Fyrir sérfræðinga á vinnumarkaði er gervigreindin enn sem komið er fyrst og fremst leið til að standa sig betur í starfi og halda í við væntingar markaðarins um aukin afköst. Fyrir fyrirtækin hefur gervigreindin þýtt aukna skilvirkni til skemmri tíma en til lengri tíma leiðir hún til lægri einingarkostnaðar og hærri arðsemi. Það er allra hagur að sérfræðingar tileinki sér réttu tólin til þess að fanga hlut í þeirri auknu arðsemi. Og það er fyrirtækjanna að greiða fyrir gervigreindina rétt eins og aðra framleiðsluþætti. Höfundur er hagfræðingur Visku – stéttarfélags háskólamenntaðra
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar