Hvernig getum við bætt frammistöðu íslenskra barna í PISA? Dagbjört Hákonardóttir skrifar 21. desember 2023 13:31 Nú þegar grunnskólasamfélagið heldur í langþráð jólafrí verður ekki fram hjá því litið að niðurstöður Íslands í PISA könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru áfram áhyggjuefni fyrir íslenskt menntakerfi. Niðurstaðan hefur vakið verðskuldaða athygli, innan menntasamfélagsins sem og utan þess og er það fagnaðarefni. Við stjórnmálafólk reiðum okkur á að almenningur sýni menntunarmálum barna okkar áhuga og geri kröfur til kerfisins. Öðru vísi getur því ekki vaxið ásmegin. Eftirbátar Norðurlanda – en hvers vegna? Það liggur fyrir að árangur íslenskra nemenda í lesskilningi og læsi á náttúrugreinum og stærðfræði er verstur meðal Norðurlanda, þó svo að líðan íslenskra ungmenna í skólanum virðist ekki vera jafn áfátt. Það er átakanlegt að þeir nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu koma sýnilega verr út úr könnuninni. Þetta eru skýrustu teikn um aukningu í samfélagslegum ójöfnuði á Íslandi sem birst hefur í lengri tíma og er óásættanleg staða. Að undanförnu hafa margir reynt að finna lausnir á vandanum. Bent hefur verið á skort á samræmdum mælitækjum, skort á prófunum í formi samræmdra prófa, lítinn mátt Menntamálastofnunar til að tryggja samræmi milli menntastofnana sem og mikilvægi þess að auka við heimanám, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að gefa verður verulega í ef við viljum sjá árangur af breyttum áherslum á næsta áratug. Ný stofnun mennta- og skólaþjónustu á að taka til starfa á næstunni og boðaðar eru nýjar áherslur í mælitækjum í skólastarfi. Slíkar stjórnsýslubreytingar eiga ekki eftir að fleyta íslenskum nemendum í fremstu raðir í alþjóðlegum samanburði einar og sér – það mun þurfa meira til. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er stór áhrifaþáttur Íslendingar eru ekki aðeins afturreka í PISA. Lífsgæðavísitala OECD (Better Life Index) sýnir okkur að Íslendingar eiga talsvert í land að því er kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fleiri Íslendingar vinna langan vinnudag að meðaltali og sömuleiðis höfum við færri stundir aflögu til eigin ráðstöfunar að vinnudegi loknum. Að þessu leyti eru Íslendingar í 33. sæti af 41 landi, á meðan Finnar eru í því tíunda, Svíar því níunda, Norðmenn því fimmta og Danir í því fjórða. Bilið á milli þessara nágrannaþjóða er ekkert annað en sláandi og hlýtur að setja niðurstöður í mælingum á námsárangri barna í þessum löndum í samhengi. Geta yfirvöld gert þær kröfur til foreldra og heimila þessa lands að gefa sig meira að námi barna og að börnum sé sýndur meiri agi í formi heimanáms og aðstoð foreldra á því sviði, ef heimilisaðstæður bjóða ekki upp á slíkt andrými – og síst hjá þeim sem lakast standa? Getum við vinsamlegast fengið barnabæturnar okkar aftur? Ef við ætlum að stemma stigu við íslenskri þróun í menntamálum og ná árangri í alþjóðlegum samanburði getum við ekki aðeins falið mennta- og barnamálaráðherra að takast á við það verkefni með stjórnsýslubreytingum og nýjum stofnunum. Við þurfum líka gerbreytta forgangsröðun í efnahagsmálum og hlúa að lífskjörum almennings. Það þarf að leiðrétta þann kúrs sem myndast hefur í samfélagslegri þróun hér á landi sem færir okkur sífellt fjær nágrannalöndum okkar sem við viljum bera okkur saman við. Ef við eigum að stuðla að auknum tíma foreldra til að gefa sig að námi barna sinna hljótum að þurfa að byrja á því að endurreisa barnabótakerfið okkar að norrænni fyrirmynd svo það nái til sem flestra foreldra. Á Íslandi fær meðaltekjufjölskylda með tvö börn engar barnabætur en annars staðar á Norðurlöndum fær fólk í sömu stöðu tugi þúsunda til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að eiga börn. Á Íslandi hefur þessi stuðningur minnkað með hverju barni um meira en helming hérlendis í hlutfalli við landsframleiðslu frá árinu 1990. Í sömu andrá þarf að ávarpa gífurlegar áskoranir í húsnæðismálum, hvort sem það varðar möguleika ungs fólks til að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn eða tryggja húsnæðisöryggi þeirra á leigumarkaði. Þessi stóra áskorun í velferðarmálaflokknum verður aðeins leyst farsællega með áherslur jafnaðarmanna og félagshyggjunnar að leiðarljósi. Menntunarmál eru rammpólitísk velferðarmál Íslensk ungmenni, kennarar og skóla hafa alla burði til að sýna fram á árangur á heimsmælikvarða. Við erum á rangri leið í menntamálum af því að velferðar- og tilfærslukerfin okkar eru orðin veikburða. Menntamál eiga ekki skýran sess í ríkisstjórnarsamstarfinu, sem sést ekki síst á því að málefnum háskólanna er fundinn staður í ráðuneytaskipan þar sem þeir eiga fyrst og fremst að þjóna atvinnulífinu og fjárfestingar í mikilvægum grunnrannsóknum mæta afgangi. Það er ekki hægt að ætla stjórnmálunum það verkefni að gera byltingu í íslenskum menntamálum ef það á aðeins að hafa velferð íslenskra heimila og félagslegan jöfnuð til hliðsjónar í þeirri vinnu – því það er hreinlega meginverkefnið. Það er ekki til nein töfralausn til að takast á við þessa áskorun, en við getum samt náð árangri með réttum áherslum. Um þær þarf að ríkja skýr pólitísk sýn. Hana hafa jafnaðarmenn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Samfylkingin Alþingi Skóla - og menntamál Grunnskólar PISA-könnun Mest lesið Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar grunnskólasamfélagið heldur í langþráð jólafrí verður ekki fram hjá því litið að niðurstöður Íslands í PISA könnun efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) eru áfram áhyggjuefni fyrir íslenskt menntakerfi. Niðurstaðan hefur vakið verðskuldaða athygli, innan menntasamfélagsins sem og utan þess og er það fagnaðarefni. Við stjórnmálafólk reiðum okkur á að almenningur sýni menntunarmálum barna okkar áhuga og geri kröfur til kerfisins. Öðru vísi getur því ekki vaxið ásmegin. Eftirbátar Norðurlanda – en hvers vegna? Það liggur fyrir að árangur íslenskra nemenda í lesskilningi og læsi á náttúrugreinum og stærðfræði er verstur meðal Norðurlanda, þó svo að líðan íslenskra ungmenna í skólanum virðist ekki vera jafn áfátt. Það er átakanlegt að þeir nemendur sem eiga foreldra í lakari félags- og efnahagslegri stöðu koma sýnilega verr út úr könnuninni. Þetta eru skýrustu teikn um aukningu í samfélagslegum ójöfnuði á Íslandi sem birst hefur í lengri tíma og er óásættanleg staða. Að undanförnu hafa margir reynt að finna lausnir á vandanum. Bent hefur verið á skort á samræmdum mælitækjum, skort á prófunum í formi samræmdra prófa, lítinn mátt Menntamálastofnunar til að tryggja samræmi milli menntastofnana sem og mikilvægi þess að auka við heimanám, svo dæmi séu nefnd. Ljóst er að gefa verður verulega í ef við viljum sjá árangur af breyttum áherslum á næsta áratug. Ný stofnun mennta- og skólaþjónustu á að taka til starfa á næstunni og boðaðar eru nýjar áherslur í mælitækjum í skólastarfi. Slíkar stjórnsýslubreytingar eiga ekki eftir að fleyta íslenskum nemendum í fremstu raðir í alþjóðlegum samanburði einar og sér – það mun þurfa meira til. Jafnvægi milli vinnu og einkalífs er stór áhrifaþáttur Íslendingar eru ekki aðeins afturreka í PISA. Lífsgæðavísitala OECD (Better Life Index) sýnir okkur að Íslendingar eiga talsvert í land að því er kemur að jafnvægi á milli vinnu og einkalífs. Fleiri Íslendingar vinna langan vinnudag að meðaltali og sömuleiðis höfum við færri stundir aflögu til eigin ráðstöfunar að vinnudegi loknum. Að þessu leyti eru Íslendingar í 33. sæti af 41 landi, á meðan Finnar eru í því tíunda, Svíar því níunda, Norðmenn því fimmta og Danir í því fjórða. Bilið á milli þessara nágrannaþjóða er ekkert annað en sláandi og hlýtur að setja niðurstöður í mælingum á námsárangri barna í þessum löndum í samhengi. Geta yfirvöld gert þær kröfur til foreldra og heimila þessa lands að gefa sig meira að námi barna og að börnum sé sýndur meiri agi í formi heimanáms og aðstoð foreldra á því sviði, ef heimilisaðstæður bjóða ekki upp á slíkt andrými – og síst hjá þeim sem lakast standa? Getum við vinsamlegast fengið barnabæturnar okkar aftur? Ef við ætlum að stemma stigu við íslenskri þróun í menntamálum og ná árangri í alþjóðlegum samanburði getum við ekki aðeins falið mennta- og barnamálaráðherra að takast á við það verkefni með stjórnsýslubreytingum og nýjum stofnunum. Við þurfum líka gerbreytta forgangsröðun í efnahagsmálum og hlúa að lífskjörum almennings. Það þarf að leiðrétta þann kúrs sem myndast hefur í samfélagslegri þróun hér á landi sem færir okkur sífellt fjær nágrannalöndum okkar sem við viljum bera okkur saman við. Ef við eigum að stuðla að auknum tíma foreldra til að gefa sig að námi barna sinna hljótum að þurfa að byrja á því að endurreisa barnabótakerfið okkar að norrænni fyrirmynd svo það nái til sem flestra foreldra. Á Íslandi fær meðaltekjufjölskylda með tvö börn engar barnabætur en annars staðar á Norðurlöndum fær fólk í sömu stöðu tugi þúsunda til að standa straum af þeim kostnaði sem fylgir því að eiga börn. Á Íslandi hefur þessi stuðningur minnkað með hverju barni um meira en helming hérlendis í hlutfalli við landsframleiðslu frá árinu 1990. Í sömu andrá þarf að ávarpa gífurlegar áskoranir í húsnæðismálum, hvort sem það varðar möguleika ungs fólks til að koma sér inn á húsnæðismarkaðinn eða tryggja húsnæðisöryggi þeirra á leigumarkaði. Þessi stóra áskorun í velferðarmálaflokknum verður aðeins leyst farsællega með áherslur jafnaðarmanna og félagshyggjunnar að leiðarljósi. Menntunarmál eru rammpólitísk velferðarmál Íslensk ungmenni, kennarar og skóla hafa alla burði til að sýna fram á árangur á heimsmælikvarða. Við erum á rangri leið í menntamálum af því að velferðar- og tilfærslukerfin okkar eru orðin veikburða. Menntamál eiga ekki skýran sess í ríkisstjórnarsamstarfinu, sem sést ekki síst á því að málefnum háskólanna er fundinn staður í ráðuneytaskipan þar sem þeir eiga fyrst og fremst að þjóna atvinnulífinu og fjárfestingar í mikilvægum grunnrannsóknum mæta afgangi. Það er ekki hægt að ætla stjórnmálunum það verkefni að gera byltingu í íslenskum menntamálum ef það á aðeins að hafa velferð íslenskra heimila og félagslegan jöfnuð til hliðsjónar í þeirri vinnu – því það er hreinlega meginverkefnið. Það er ekki til nein töfralausn til að takast á við þessa áskorun, en við getum samt náð árangri með réttum áherslum. Um þær þarf að ríkja skýr pólitísk sýn. Hana hafa jafnaðarmenn. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson Skoðun