Björgunarþyrlu ætti að staðsetja á Akureyri Friðrik Sigurðsson skrifar 18. október 2023 17:01 Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Landhelgisgæslan Heilbrigðismál Sjúkraflutningar Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland er eitt strjálbýlasta land í heimi þar sem kjarni bráðaþjónustu vegna slysa og sjúkdóma hefur færst að mestu á tvo staði. Annars vegar til Reykjavíkur á Landspítalann og hins vegar til Akureyrar á Sjúkrahúsið þar. Smærri staðir hafa takmarkaðri heilbrigðisþjónustu og því full þörf á að auka aðgengi á svæðinu að bráðaþjónustu sem björgunarþyrlur eru. Íbúum sem og ferðamönnum hefur fjölgað umtalsvert sem kallar á þyrlu og bætt öryggi á sitt hvoru landshorninu. Reglulega hafa komið fram áform um að staðsetja eina þyrlu Landhelgisgæslunnar á Akureyri en af ýmsum orsökum hefur ekki orðið af því enn. Þörfin er og hefur verið lengi til staðar og því tímabært að staðsetja eina af þremur þyrlum Landhelgisgæslu á Akureyri. Nú hafa 17 þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um varanlega og fasta starfsstöð á Akureyri fyrir björgunarþyrlu. Því ber að fagna og einsýnt að mínu mati að ríkisvaldið stígi þetta mikilvæga skref og staðsetji slíkt öryggistæki á Norðurlandi. Það mun dreifa áhættu í rekstri LHG og er einnig skynsamlegt gagnvart veðurfari. Staðsetning á Akureyri mun einnig efla öryggi sjófarenda, ferðamanna og íbúa á norður- og austurlandi. Ég skora á íbúa og sveitarstjórnir á landinu öllu að senda áskorun á þingmenn og ráðherra að tryggja að þetta brýna verkefni verði ekki slegið af enn eina ferðina. Þingmenn alla hvet ég til að samþykkja og afgreiða ályktun um þetta mál sem allra fyrst. Næst þegar kemur „ÚTKALL F1“ á Norður og Austurlandi, þar sem þörf er á þyrlu gæti það skipt öllu máli hvort þyrla væri staðsett á Akureyri. Höfundur er flugrekstrarfræðingur og Þingeyingur.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar