Landhelgisgæslan

Fréttamynd

Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum að­gerðum í Reynisfjöru

Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða.

Innlent
Fréttamynd

Þor­gerður styður stofnun leyni­þjónustu

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra seg­ir við erlendan fjölmiðil að hún styðji stofn­un leyniþjón­ustu á Íslandi. Hún segist ekki hrædd við umræðuna um hugsanlega stofnun íslensks hers.

Innlent
Fréttamynd

Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru

Þyrla Landhelgisgæslunnar, björgunarskipið Þór og björgunarsveitir voru kallaðar út skömmu fyrir þrjú eftir að einstaklingur fór í sjóinn við Reynisfjöru í Mýrdalnum. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um barnunga stúlku að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Fundu engan hvíta­björn

Enginn hvítabjörn fannst í eftirlitsflugi á Hornströndum fyrr í dag á vegum Landhelgisgæslunnar og lögreglunnar á Vestfjörðum.

Innlent
Fréttamynd

Með­vitundar­laus maður sóttur í Silfru

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fyrsta forgangi vegna alvarlegs slyss í Silfru á Þingvöllum um tíuleytið. Um meðvitundarlausan einstakling var að ræða sem búið er að flytja á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Myndir: Flugu til Þórs­merkur og Grinda­víkur

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, fóru víða og virðast hafa skemmt sér vel í þyrluflugi um landið með þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar. 

Innlent
Fréttamynd

Detti­fossi kippt í lag og seinkar um sólar­hring

Fragtskipið Dettifoss er komið úr viðferð eftir að það varð vélarvana á Ballarhafi í síðustu viku og þurfti varðskip Landhelgisgæslunnar að koma því til bjargar. Því seinkar aðeins um tæpan sólarhring.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss komið til hafnar

Dettifoss, fragtskip Eimskips sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudagar, kom til hafnar í Reykjavík síðdegis í dag eftir að varðskipið Freyja dró það að landi.

Innlent
Fréttamynd

Detti­foss nálgast endamarkið

Flutningaskipið Dettifoss, sem varð vélarvana úti á hafi á miðvikudag, nálgast nú landið dregið áfram af varðskipinu Freyja í eigu Landhelgisgæslunnar.

Innlent
Fréttamynd

Dettifoss vélar­vana úti á ballarhafi

Dettifoss, fragtskip Eimskips, er vélarvana um 390 mílur suðvestur af Reykjanestá, á leið frá Reykjavík til Nuuk á Grænlandi, eftir að bilun kom upp í aðalvél skipsins.

Innlent
Fréttamynd

Ní­tján ára ferða­maður fannst látinn

Nítján ára ferðamaður fannst látinn við Svínafell síðastliðið föstudagskvöld. Hópur ferðamanna óskaði eftir aðstoðar lögreglunnar við leit að manninum unga sem hafði lagt af stað í göngu og ekki komið til baka innan eðlilegra tímamarka.

Innlent