Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 20:36 Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær. Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59
Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30