Samfélagsmiðlar

Fréttamynd

X fyllist af gríni um Ísland/Grænland

Heimurinn fylgdist með ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á World Economic Forum í Davos í dag, þar sem hann ruglaði ítrekað saman Íslandi og Grænlandi. Háðfuglar á X voru fljótir að grípa gæsina.

Erlent
Fréttamynd

Fyrstu við­brögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“

Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda er einn þeirra sem tjáir sig um ræðu Donalds Trump Bandaríkjaforseta á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins (World Economic Forum) en þar voru margir þjóðarleiðtogar heims staddir – í Davos í Sviss. Óhætt er að segja að viðbrögðin séu blendin; fólk veit eiginlega ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

Erlent
Fréttamynd

Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins

Brynjar Níelsson, fyrrverandi stjórnmálamaður, hefur látið lítið fyrir sér fara á Facebook, sem hafði fram til þess að hann var skipaður tímabundið dómari við héraðsdóm, verið hans helsti skotpallur. En nú er eins og allar flóðgáttir hafi brostið.

Innlent
Fréttamynd

Skoða bann við nektar­for­ritum eftir X-hneykslið

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins er nú sögð skoða hvort hægt sé að banna snjallforrit sem byggja á gervigreind sem hægt er að nota til þess að búa til falsaðar nektarmyndir af fólki. Samfélagsmiðlinn X hefur legið undir ámæli fyrir að framleiða slíkar myndir af börnum og konum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkja­stjórn kemur barnaníðs­efni Musk til varnar

Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hótar breskum stjórnvöldum refsiaðgerðum ef þau grípa til aðgerða gegn samfélagsmiðlum X vegna kynferðislegra gervigreindarmynda af börnum og konum. Bresk eftirlitsstofnun rannsakar hvort X hafi brotið lög með myndaframleiðslunni.

Erlent
Fréttamynd

Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði

Tæknimálastjóri Evrópusambandsins segir að X, samfélagsmiðill Elons Musk, verði að grípa strax til aðgerða til að stemma stigu við „hræðilegum“ kynferðislegum myndum af  börnum og konum á miðlinum eða sæta afleiðingum annars. Sambandið sektaði X nýlega um milljarða fyrir að brjóta lög um stafræna þjónustu.

Erlent
Fréttamynd

Hafa lokað yfir hálfri milljón sam­félags­miðla­að­ganga

Samfélagsmiðlarisinn Meta, sem á meðal annars Facebook og Instagram, hefur á fyrstu dögunum eftir gildistöku nýrra laga í Ástralíu látið loka um 550 þúsund aðgöngum notenda sem eru yngri en 16 ára. Í desember riðu Ástralar fyrstir þjóða á vaðið og settu lög sem fela í sér bann við samfélagsmiðlanotkun barna. 

Erlent
Fréttamynd

„Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“

Myndum af stúlkum niður í allt að níu til ellefu ára aldur hefur verið breytt í kynferðislegum tilgangi með hjálp gervigreindar að sögn framkvæmdastjóra UN Women hér á landi. Tækni á borð við spjallmenni X sé notuð til að grafa undan konum í valdastöðu og veikja lýðræðið. 

Innlent
Fréttamynd

Bresk stjórn­völd segja við­brögð X „móðgandi“

Talsmaður bresku ríkisstjórnarinnar segir þau viðbrögð X við holskeflu kynferðislegs efnis af börnum á samfélagsmiðlinum að leyfa aðeins áskrifendum að búa það til „móðgandi“. Elon Musk er sagður hafa verið varaður ítrekað við óviðeigandi efni á miðlinum á undanförnum vikum.

Erlent
Fréttamynd

Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af ís­lenskum konum

Persónuvernd hafa ekki borist tilkynningar um að íslenskar konur eða börn hafi orðið fyrir barðinu á kynferðislegum myndum spjallmennis samfélagsmiðilsins X. Forstjóri stofnunarinnar segir myndirnar skýrt dæmi um misnotkun gervigreindar.

Innlent
Fréttamynd

Sænskur ráð­herra hlutgerður á miðli Musk

Evrópsk yfirvöld eru byrjuð að skoða fjöldaframleiðslu spjallmennis Elons Musk á kynferðislegum myndum af táningsstúlkum og konum. Varaforsætisráðherra Svíþjóðar er á meðal kvenna sem miðillinn leyfir notendum sínum að hlutgera á samfélagsmiðlinum X með hjálp spjallmennisins.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka klám­myndir spjall­mennis Musk af táningum

Frönsk yfirvöld ætla að rannsaka framleiðslu Grok, spjallmennis samfélagsmiðilsins X, á fölsuðum klámmyndum af konum. Hundruð kvenna og táningsstúlkna hafa tilkynnt um að spjallmennið hafi verið notað til þess að búa til kynferðislegar myndir af þeim.

Erlent
Fréttamynd

Hvetur ESB til að svara refsiað­gerðunum Banda­ríkjanna fullum hálsi

Evrópusambandið má ekki láta neinn bilbug á sér finna og ætti svara refsiaðgerðum Bandaríkjastjórnar af fullri hörku, að mati eins fyrrverandi embættismanna þess sem sætir aðgerðunum. Bandaríkjastjórn refsaði honum og þremur öðrum fyrir þátt þeirra í að setja reglur á samfélagsmiðla.

Erlent
Fréttamynd

Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið

Um 70% landsmanna eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta sýnir glæný könnun Prósents. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla kveðst fylgjandi banni en segir bann án fræðslu stoða lítið.

Innlent
Fréttamynd

70 prósent lands­manna hlynnt banni

Um 70 prósent Íslendinga eru hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum yngri en 16 ára. Þetta eru niðurstöður könnunar Prósents, sem gerð var dagana 12. til 29. desember.

Innlent
Fréttamynd

Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi sið­lausa

Tónlistarmanninum Erni Elíasi Guðmundssyni, sem er betur þekktur sem Mugison, finnst á sér brotið vegna umtalaðs myndbands sem nú gengur um netheima þar sem lag hans, Stingum af, er notað. Um er að ræða stuðningsmyndband við Miðflokkinn sem er gert úr gömlu íslensku myndefni, sem sýnir Ísland á árum áður í rómantísku ljósi.

Lífið
Fréttamynd

Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sér­þarfir

Á heimili Ástu Bjarkar Aðalgeirsdóttur á Húsavík er aldrei lognmolla. Þar býr hún með eiginmanni sínum, Aaroni Eyþórssyni, og fimm börnum – hvert með sínar áskoranir. Fjögur þeirra eru greind með ADHD og einhverfu og það fimmta glímir við afar sjaldgæft heilkenni sem aðeins örfá börn í heiminum hafa verið greind með. Daglegt líf fjölskyldunnar snýst því um skipulag, þrautseigju og óbilandi þolinmæði.

Lífið
Fréttamynd

Var ég ekki nógu mikils virði?

Ég skrifaði hér um daginn frásögn af dularfullu hvarfi („Fólkið sem hverfur...“). Komu þar við sögu morðtilraunir, diplómatar, möndlugrautur og endurskoðendur. Eins og ég lofaði, held ég áfram að uppljóstra staðreyndirnar bakvið hvarfið. Við þurfum aðeins að skoða krónur og aura.

Skoðun