Ástin og lífið

Fréttamynd

Keith sagður kominn með nýja kærustu

Kántrísöngvarinn Keith Urban er sagður þegar kominn með nýja kærustu en eiginkona hans, Nicole Kidman, sótti um skilnað í vikunni eftir nítján ára hjónaband. Kærastan ku vera yngri kona úr kantrísenunni og hefur nafn gítarleikarans Maggie Baugh verið nefnt í því samhengi.

Lífið
Fréttamynd

„Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég ein­hvers virði“

„Þegar ég var yngri dáðist ég nánast skilyrðislaust að sumum tónlistarmönnum, einstaka rithöfundum eða leikurum. En ég er eiginlega alveg hættur því að dást svona skilyrðislaust af einhverjum nema kannski barnabörnunum,“ segir Sváfnir Sigurðsson, markaðsstjóri, tónlistarmaður og rithöfundur.

Lífið
Fréttamynd

Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð

Fréttir af skilnaði Hollywood-stjörnunnar Nicole Kidman og kántrísöngvarans Keith Urban skóku heiminn í fyrradag og eru fjölmiðlar farnir að rýna í kaupmála hjónanna. Sérstök kókaínklásúla hefur vakið athygli og gæti tryggt Urban rúmlega 1,3 milljarða króna.

Lífið
Fréttamynd

Fann­ey og Teitur orðin þriggja barna for­eldrar

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eru orðin þriggja barna foreldrar. Hjónin eignuðust stúlku síðastliðinn sunnudag.

Lífið
Fréttamynd

Ung, upp­rennandi og sjóð­heit stjarna á lausu

Hinn ungi og sjarmerandi leikari Mikael Emil Kaaber er nýlega orðinn einhleypur. Leiðir hans og Svölu Davíðsdóttur skildu í vor eftir fjögurra ára samband. Á sama tíma hefur ferill Mikaels verið á hraðri uppleið, því hann hefur fengið hvert hlutverkið á fætur öðru – nú síðast burðarhlutverk í söngleiknum Moulin Rouge.

Lífið
Fréttamynd

Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni

Útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson og sambýliskona hans Thelma Gunnarsdóttir, sérfræðingur í sjálfbærni hjá Embla Medical, eiga von á sínu öðru barni í byrjun næsta árs. Parið greinir frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

„En áttu ekki dóttur?“

„Ég held að það sé gott að tala aðeins meira um dauðann. Við komumst öll í snertingu við dauðann, sem aðstandendur, á einhverjum tímapunkti í lífinu. Þetta er svo mikilvægur tími í lífi fólks og í flestum tilfellum er án efa eitthvað sem fólk hefði viljað gera öðruvísi. Þess vegna er svo mikilvægt að vanda sig, gera eins vel og maður getur, og til þess þarf meira samtal og stuðning. Þegar við horfumst í augu við dauðann þá áttum við okkur líka á hversu mikilvægt lífið er- og þá ekki síst samveran með þeim sem maður elskar,“ segir Sigrún Alba Sigurðardóttir, höfundur bókarinnar Þegar mamma mín dó sem kom út hjá Forlaginu nú á dögunum.

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangin á ný

Þorsteinn Einarsson, söngvari og gítarleikari í Hjálmum, og tónlistarkonan Sigríður Eyþórsdóttir eru byrjuð aftur saman. Þau kynntust fyrst árið 2004, eignuðust tvö börn saman og giftu sig en leiðir skildu fyrir mörgum árum síðan.

Lífið
Fréttamynd

Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu

Fjölmiðlamaðurinn Sigvaldi Kaldalóns, eða Svali eins og hann er kallaður, og Jóhanna Katrín Guðnadóttir hárgreiðslukona eru farin í sundur eftir tuttugu og fjögurra ár samband. Mbl.is greindi fyrst frá.

Lífið
Fréttamynd

Stella og Davíð sjóð­heitt nýtt par

Listræni stjórnandinn, framleiðandinn og danshöfundurinn Stella Rósenkranz og Davíð Örn Hákonarson, stjörnukokkur og meðeigandi veitingastaðarins Skreið, eru sjóðheitt nýtt par og ástfangin upp fyrir haus. 

Lífið
Fréttamynd

Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elsk­huga

„Þegar ég var síðast í sambandi, fyrir tuttugu árum, upplifði ég mikla ástarsorg. Ég hugsaði að ég gæti ekki gengið í gegnum þetta aftur. Ég upplifði svona sjálfheldu—ég gat hvorki verið án kærustunnar né verið með henni. Þetta bjó til rosalega djúpt sár hjá mér, svo þurfti ég bara að face-a þetta sár. Ég var bara hræddur við mínar eigin tilfinningar,“ segir Helgi Jean Classen, hlaðvarpsstjórnandi og áhrifavaldur.

Lífið
Fréttamynd

„Balí hefur ein­fald­lega stolið hjarta mínu“

„Mér finnst smá fyndið að ég og Brynjar kynntumst fyrst á Balí þegar við vorum bæði í reisu og núna fimm árum seinna búum við hérna saman,“ segir háskólaneminn Tinna Sól Þrastardóttir sem býr á Balí ásamt kærasta sínum Brynjari Haukssyni. Blaðamaður ræddi við hana um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

„Það jafnast enginn á við þig“

Sveindís Jane Jónsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður bandaríska félagsins Angel City, sendi kærasta sínum Rob Holding, varnarmanni Colorado Rapids, stutta en afar einlæga kveðju á Instagram í tilefni 30 ára afmælis hans þann 20. september síðastliðinn.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnulífið: Dætur Jóns Ás­geirs og Geirs H. Haarde giftu sig

Vikan sem leið var heldur betur viðburðarík hjá stjörnum landsins. Brúðkaup í Sitges og á Ítalíu, stórtónleikar í Laugardalshöll og Bakgarðshlaupið var meðal þess sem stóð mest upp úr. Þá fóru glæsilegustu fimmtugu konur landsins í vinkonuferð til Sitges í leit að senjóritukjólum á meðan Rúrik Gíslason fór í sitt árlega Októberfest-partý hjá ofurfyrirsætunni Heidi Klum í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Fátt skemmti­legra en að klappa Einari á aftur­endann á al­manna­færi

„Við reynum að daðra mikið við hvort annað og hlæjum mikið saman. Mér finnst til dæmis fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri eins og í Ikea eða Smáralindinni. Þá verður hann alveg extra vandræðanlegur sem gleður mig mikið,“ segir Milla Ósk Magnúsdóttir, spurð hvernig hún viðhaldi neistanum í sambandinu.

Lífið
Fréttamynd

Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi

Ágústa Eva Erlendsdóttir, söngvari og leikkona, hefur fundið ástina í örmum grafíska hönnuðarins Antonio Otto Rabasca. Nýlega sást til þeirra leiðast í Hljómskálagarðinum ástfangin upp fyrir haus.

Lífið
Fréttamynd

Búið spil hjá Burton og Bellucci

Bandaríski leikstjórinn Tim Burton og ítalska leikkonan Monica Bellucci eru hætt saman eftir tveggja ára samband. Stutt er síðan hún lék í kvikmynd hans, Beetlejuice Beetlejuice.

Lífið
Fréttamynd

Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði

Ultra maraþon hlauparinn og næringarfræðingurinn Elísabet Margeirsdóttir og útivistarkappinn Páll Ólafsson eignuðust dreng þann 9. september síðastliðinn. Parið deilir gleðitíðindunum í sameiginlegri færslu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Emilíana Torrini fann ástina

Söngkonan Emilíana Torrini og Ellert Kristófer Schram, eigandi og framkvæmdastjóri EKS Verk ehf., eru eitt nýjasta og jafnframt huggulegasta par landsins, að því herma heimildir fréttastofu.

Lífið