Lífið

Fann­ey og Teitur eiga von á barni

Fanney Ingvarsdóttir, stafrænn markarðssérfræðingur hjá Bioeffect, og Teitur Páll Reynisson, viðskiptastjóri hjá Landsbankanum, eiga von á sínu þriðja barni.

Lífið

Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar

Bodilprisen, dönsku kvikmyndaverðlaunin, voru veitt við hátíðlega athöfn í gær en í fyrsta sinn án sérflokka fyrir karl- og kvenleikara. Verðlaun voru veitt fyrir besta leik í aðalhlutverki og besta leik í aukahlutverki án kynjaaðgreiningar.

Lífið

„Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“

„Þetta var dálítið hrikalegt, það verður segjast alveg eins og er,“ segir Óskar Pétur Friðriksson, einn úr áhöfninni á Sæbjörgu VE 56 frá Vestmannaeyjum sem árið 1984 varð vélarvana í haugasjó skammt frá Höfn í Hornafirði. Óskar og hinir úr áhöfninni komust í stórkostlega lífshættu þegar bátinn rak hratt að briminu og stórgrýtinu við klettana við Stokksnes en þennan dag unnu björgunarsveitarmenn mikið afrek.

Lífið

Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn

Árni Árnason mannauðsstjóri hjá Elju hefur slegið í gegn á Facebook með allskyns ádeilugrínmyndböndum þar sem hann hefur hinar ýmsu stofnanir og stjórnmálamenn að háði og spotti. Þar má nefna Isavia og skipulagssvið Reykjavíkurborgar svo fátt eitt sé nefnt. Vinsældirnar eru orðnar svo miklar að búið er að bóka Árna í uppistand.

Lífið

Sin­fónía í sundi slegin af borðinu vegna kjöt­súpu

Sveitarstjórn Rangárþings eystra þakkar Sinfóníuhljómsveit Íslands fyrir frumkvæði að viðburðinum „Sinfó í sundi“. Hins vegar fer fram kjötsúpurölt í sveitarfélaginu á sama tíma og sér sveitarstjórnin sér því ekki fært að taka þátt.

Lífið

Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð

Evrópski brúnbjörninn Boki, sem gekkst undir heilaskurðaðgerð nýlega, er vaknaður úr dvala heill heilsu. Boki hafði glímt við regluleg flog og sjóntruflanir vegna uppsafnaðs vökva, sem setti þrýsting á heilann.

Lífið

Vill opna á um­ræðuna um átröskun

„Á þessum tíma horfði ég í spegil og sá feita manneskju en í dag, þegar ég horfi á myndir af mér frá þessum tíma þá fæ ég hreinlega illt í magann,“segir Hekla Sif Magnúsdóttir en hún byrjaði að þróa með sér átröskun þegar hún var 19 ára gömul afrekskona í frjálsum íþróttum. Óheilbrigt samband hafði seinna meir þau áhrif að einkennin versnuðu hratt. Í dag er Hekla á góðum batavegi og hefur nýtt samfélagsmiðla til að miðla reynslu sinni og þekkingu, sjálfri sér og öðrum til góðs.

Lífið

Tvær mið­aldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman

Auðbjörg Ólafsdóttir og Sóley Kristjánsdóttir eru miðaldra konur sem þekktust ekkert en áttu sama drauminn. Draumurinn var að stíga á svið sem uppistandari. Þær létu hann báðar rætast á afmælinu sínu og eftir að hafa kynnst í gegnum sameiginlegar vinkonur ætla þær að slá aftur til í Tjarnarbíói um helgina.

Lífið

Bað Youtube um að fjar­læga mynd­bandið

Friðrik Dór segir að eitt sitt vandræðalegasta augnablik hafi verið þegar hann tók lag sitt „Fyrir hana“ á sínum fyrstu Hlustendaverðlaunum. Flutningurinn var svo arfaslakur að Frikki endaði á að biðja Youtube um að fjarlæga myndband af flutningnum.

Lífið

Hittast á laun

Tiger Woods og Vanessa Trump eru par en hafa verið að hittast á laun. Þau eru nýbyrjuð að stinga saman nefjum og taka hlutunum af hinni stökustu ró þó það styttist í að alvaran hefjist.

Lífið

„Loksins kominn til okkar“

Hlaupagarpurinn Arnar Pétursson og förðunarfræðingurinn Sara Björk Þorsteinsdóttir tóku á dögunum á móti sínu öðru barni í heiminn. Um er að ræða dreng.

Lífið

Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu

Kalli Bjarni hefur verið edrú í eitt ár og segist vera búinn að breyta lífi sínu til hins betra. Hann gefur nú loksins út tónlist sem hann semur sjálfur, segist hafa samið mikið undanfarin ár en aldrei viljað gefa lögin út fyrr en hann yrði á nægilega góðum stað til þess að fylgja þeim eftir. 

Lífið

Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí

„Ég og mín kynslóð eyðum of miklum tíma á samfélagsmiðlum í staðinn fyrir að horfa og pæla í hlutunum í kringum okkur. Því miður er ekkert mikið hægt að gera í þessu vandamáli nema að hvetja mína kynslóð að finna sér eitthvað áhugamál,“ segir hin átján ára Lilja Rós Friðbergsdóttir, aðspurð um stærsta vandamálið sem hennar kynslóð stendur frammi fyrir.

Lífið

Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt

Verðlaunahátíð Lúðursins var haldin með pompi og prakt síðastliðið föstudagskvöld í Háskólabíó þar sem auglýsingastofur landsins komu saman til að fagna vinnu og uppskeru auglýsingaherferða á liðnu ári.

Lífið

Opnar um­boðs­skrif­stofu með Gumma kíró

Kristjana Barðdal umboðsmaður Gumma Kíró opnar í dag umboðsskrifstofuna Atelier Agency ásamt kírópraktornum. Skrifstofan verður sérstaklega starfrækt fyrir áhrifavalda en nú þegar hafa níu slíkir gert samning við Atelier. Kristjana segir draum vera að rætast og eru þau Gummi stórhuga.

Lífið

Rikki G á stór­af­mæli: „Ég er bara að fara að grenja“

Útvarps- og sjónvarpsmaðurinn Rikki G á stórafmæli í dag. Hann er fertugur í dag og kollegi hans Egill Ploder kom honum heldur betur á óvart í Brennslunni á FM957 í morgun. Hann fékk Karlakórinn Esju til að koma Rikka á óvart með afmælissöng og átti afmælisbarnið erfitt með að halda eftir tárunum að því loknu.

Lífið

Eftir­minni­legast að hitta Loreen

„Að fræða sig betur um hvað fegurðasamkeppnir standa í raun fyrir, þetta er um að vaxa sem manneskja, hafa jákvæð áhrif og gott málefni sem þú stendur fyrir, fólk er mismunandi og við viljum fagna því,“ segir Dimmey Rós Lúðvíksdóttir, keppandi í Ungfrú Ísland, aðspurð hvað hún vilji segja við þá sem líta keppnina neikvæðum augum.

Lífið

Tugtaður til í kaþólskum einka­skóla

Brynjar Karl Sigurðsson körfuboltaþjálfari segir að tíminn sem hann hafi varið í Bandaríkjunum, þar sem hann nam meðal annars við kaþólskan einkaskóla hafi haft mikil áhrif á hann. Brynjar fermdist aldrei en er trúaður í dag. Þá gerði hann eitt sinn lítið úr breska knattspyrnuþjálfaranum Sam Allardyce, allt fyrir helberan misskilning.

Lífið

Stórafmælið hefur af­leiðingar

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins er fimmtugur í dag. Hann segir það hafa afleiðingar, því nú er hann á leið í smá frí og tekur varaþingmaður sæti hans á þingi á meðan. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvert hann ætli, finnst þetta undarleg tímamót en segir að nú gefist sér tími í bókaskrif.

Lífið

Fimm konur í dóm­nefnd Ung­frú Ís­land

Þann 3. apríl næstkomandi keppast tuttugu stúlkur á aldrinum 18 til 36 ára um titilinn Ungfrú Ísland 2025. Keppnin fer fram í Gamla Bíói og er dómnefnd skipuð fimm konum með ólíkan bakgrunn.

Lífið