Lífið

Frum­sýning á Vísi: Ó­væntir gestir hjá Væb-bræðrum

„Við erum búnir að vera að róa í heilt ár, yfirhöfin sjö, aðallega Atlantshafið samt þar sem við komum við í Grænlandi og í Færeyjum, í leit að tilgangnum, hvað skal gera næst,“ segja Væb-bræður sem frumsýna á Vísi tónlistarmyndband sitt við lagið Róa.

Lífið

Saknar ekki fullrar inn­keyrslu af glæsikerrum

Þórarinn Ævarsson athafnamaður segist hafa snúið blaðinu við eftir að hafa orðið ölvaður af eigin velgengni. Hann starfar nú sem leiðsögumaður í víðum skilningi þess orðs og segist ekki lengur eiga sportbíl heldur gamlan Subaru. Hann segist vilja brjóta á bak aftur tabú um hugvíkkandi efni og telur hugmyndafræði Ikea geta nýst vel í verkið.

Lífið

Kærasta Liam Payne tjáir síg í fyrsta sinn

Katie Cassidy fyrirsæta og kærasta Liam Payne hefur í fyrsta sinn tjáð sig um andlát hans í Argentínu og síðustu augnablik þeirra saman. Hún segir að hefði hún vitað hvernig var hefði hún aldrei yfirgefið hann í Argentínu.

Lífið

Líkamsræktarfrömuður selur í Kópa­vogi

Líkamsræktarfrömuðurinn Birkir Vagn Ómarsson hefur sett slotið á sölu í Galtalind í Kópavogi. Birkir Vagn hefur undanfarin ár rekið líkamsræktarstöðina MGT og boðið þar upp á æfingar sem hafa slegið í gegn.

Lífið

Irv Gotti er látinn

Irv Gotti, tónlistarframleiðandi, útgefandi og stofnandi Murder Inc. Records, er látinn 54 ára að aldri.

Lífið

Sleikurinn við Colin Farrell ó­gleyman­legur

Tori Spelling, sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í tíunda áratugar þáttaröðinni 90201, fer hispurslaust yfir fortíð sína í hlaðvarpi sem hún heldur úti. Hún hefur verið óhrædd við að deila sögum af fyrrum ástmönnum sínum og í nýjasta þættinum segir hún frá eftirminnilegum kossi hennar og írsku stórstjörnunnar Colinn Farrell.

Lífið

Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned

Það var margt um manninn á hátíðarfrumsýningu The Damned í Smárabíói á fimmtudagskvöld. Joe Cole, einn af aðalleikurum myndarinnar, sem fólk kannast við úr þáttaröðinni Peaky Blinders mætti á svæðið við mikla lukku viðstaddra. 

Lífið

Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu

„Ég segi að gamlir takar síðan ég æfði frjálsar, þar sem ég var sérlega góður í langstökki án atrennu hafi komið sér vel þarna,“ segir Víðir Reynisson þingmaður Samfylkingarinnar sem féll við þegar hann rak sig í kantinn á ræðupúlti Alþingis við útbýttun þingsæta í gær.

Lífið

Drengurinn skal heita Ezra

Athafnakonan og samfélagsmiðlastjarnan Tanja Ýr Ástþórsdóttir og breski hermaðurinn Ryan Amor hafa nefnt litla drenginn sem þau eignuðust í lok janúar. Hann heitir Ezra Antony Amor.

Lífið

Syngur Cha Cha Cha á Söngva­keppninni

Käärijä fulltrúi Finnlands í Eurovision árið 2023 í Liverpool mætir á úrslit Söngvakeppninnar í ár. Þar mun hann taka lagið sem skilaði honum öðru sæti í keppninni það árið, Cha Cha Cha.

Lífið

Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi?

„Engum manni dettur í hug ótilneyddum að láta taka sig í karphúsið. Enda koma margir misjafnlega vel leiknir úr heimsókn í það ágæta hús.“ Þessi orð blaðamanns Þjóðviljans frá árinu 1980 eru jafnsönn í dag og þau voru þá en Karphúsið hefur verið foreldrum þjóðarinnar hugleikið undanfarnar vikur og mánuði.

Lífið

Seldist upp á einni mínútu

Tólf hundruð manns mættu og skemmtu sér saman þegar Fram boðaði til Þorrablóts 113 í Framhöllinni í Grafarholti um helgina. Þar voru Framsóknarmenn og borgarfulltrúar atkvæðamiklir en það seldist upp á þorrablótið á einni mínútu og var stemningin eftir því.

Lífið

Var til­búinn með tapræðu í matar­boðinu

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari segist hálforðlaus eftir að hafa unnið til Grammy-verðlauna í gærkvöldi. Víkingur var búinn að undirbúa tapræðu til að fara með, hefðu verðlaunin farið annað, eins og hann taldi sjálfur allar líkur á.

Lífið

Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn

Ástralska fyrirsætan Bianca Censori, eiginkona bandaríska rapparans Kanye West, vakti mikla athygli þegar hún stillti sér upp svo gott sem nakin á rauða dreglinum á Grammy-verðlaunahátiðinni í gærkvöldi.

Lífið