Lífið

Stjörnulífið: Fá­klædd í fimbul­kulda

Síðasta vika janúarmánaðar er gengin í garð og stjörnur landsins halda áfram að njóta lífsins til hins ítrasta, hvort sem það er á seiðandi suðrænum slóðum, í skíðaferðum á Norðurlandi eða í krúttlegum hversdagsleika. Bændur landsins fengu sætar kveðjur á samfélagsmiðlum á föstudag og Gugga í gúmmíbát heiðraði aðdáendur eftir nokkurra vikna fjarveru frá myndbirtingum. 

Lífið

„Er eðli­legt að kyn­líf taki af mér stjórn og að ég sé upp­tekinn af kyn­lífi flesta daga?“

Nýleg spurning frá 56 ára karlmanni: „Ég er nýfráskilinn og hef verið að stunda kynlíf með nokkuð mörgum konum án þess að hugsa um afleiðingarnar. Ég næ ekki að tengjast þeim því ég er sífellt að reyna að hitta nýjar konur til að sofa hjá. Sérstaklega á ferðalögum erlendis. Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?”

Lífið

Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vett­vangur harm­leiks

Í desember 2014 varð mikið áfall innan hestamannahreyfingarinnar þegar tólf hestar fundust drukknaðir í Bessastaðatjörn á Álftanesi. Hrossin höfðu verið í haustbeit á Bessastaðanesinu á vegum Hestamannafélagsins Sóta og Íshesta, og þegar smalað var eftir óveður kom í ljós að óvenju mörg dýr vantaði. Í kjölfarið var farið að leita og þá kom í ljós hið versta: hrossin höfðu farið út á ísinn einhvern síðustu daga, ísinn gefið eftir og þau farið undir.

Lífið

Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing

Stefán Einar Stefánsson fjölmiðlamaður útilokar ekki að hann muni einn daginn skella sér í stjórnmálin og fara í framboð. Myndi hann skipta um starfsvettvang eða færa sig um set gæti valið þó einnig verið allt annað en pólitíkin. Hann myndi til að mynda hafa áhuga á að gerast rithöfundur í franskri sveit.

Lífið

„Sílíkon er eitt­hvað sem mun fara með mér í gröfina“

„Það voru alltaf einhver veikindi, ólík veikindi. Og ég var bara ung, hraust stelpa áður, ég var íþróttastelpa, aldrei veik og ekkert vesen. Það er bara ótrúlega sárt að horfa til baka og vita ekki að brjóstin á mér voru að gera mig svona veika,“ segir Ásta Erla Jónasdóttir, ein af þeim fjölmörgu íslensku konum sem á sínum tíma fengu sér PIP brjóstapúða, með afdrifaríkum afleiðingum.

Lífið

„Mig langar bara að vera upp­rétt og sterk“

Á þessum tíma eru margir að spá í að byrja í ræktinni og fara að hreyfa sig. Janúar er tíminn þar sem mjög margir fara af stað og ákveða að hreyfa sig meira. Og flestir horfa orðið til heildrænnar heilsu með möguleika á fjölbreyttri hreyfingu og á sama tíma hollum mat og einnig góðri slökun.

Lífið

Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum

Tinna Hrafnsdóttir, leikkona og leikstjóri, og Sveinn Geirsson, leikari og tónlistarmaður, hafa sett íbúð sína að Laugarásvegi 47 á sölu. Íbúðin er 102 fermetrar og ásett verð hennar er 99,8 milljónir króna.

Lífið

Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er byrjuð á TikTok til að miðla þar efni um störf lögreglunnar. Fyrsta myndbandið á aðganginum fjallar um piparúða og voru útvarpsmennirnir Egill Ploder Ottósson og Ríkharður Óskar Guðnason úðaðir.

Lífið

Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum

Íslenska útgáfan af Taskmaster hefur göngu sína á Sýn á næstu vikum og mun eflaust slá í gegn hér á landi líkt og það hefur gert víða um heim. Upprunalegu þættirnir, sem eru frá Bretlandi, komu til sögunnar fyrir rúmlega áratug síðan og seríurnar orðnar 20 talsins.

Lífið

Désirée prinsessa látin

Prinsessan Désirée Elisabeth Sibylla, Silfverschiöld-barónessa og eldri systir Karls Gústafs XVI Svíakonungs, lést miðvikudaginn 21. janúar 2026, 87 ára að aldri.

Lífið

Aug­lýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur

Kynlífstækjaverslunin Blush virðist hafa tekið vöru umdeildrar klámleikkonu úr sölu eftir að auglýsing á samfélagsmiðlum vakti hörð viðbrögð víða. Móðir sem fordæmdi söluna segir vörur sem þessar grafa undan kvenréttindum og senda skökk skilaboð út í samfélagið.

Lífið

Kynntist manninum á Tinder í Covid

Mörg þúsund manns horfðu á nýjasta þátt af Bítinu í bílnum þar sem leynigestur vikunnar söng lagið These Boots Were Made for Walking sem Nancy Sinatra gerði frægt.

Lífið

Vance á von á barni

JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, og Usha Vance, eiginkona hans og lögfræðingur, eiga von á sínu fjórða barni. 

Lífið

Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum

Þakið ætlaði að rifna af ÍR höllinni um helgina þegar Breiðhyltingar héldu þorrablót með miklum stæl. Borgarstjóraefni létu sig ekki vanta og upprunalegi Breiðholts-rapparinn Emmsjé Gauti tryllti  lýðinn.

Lífið

Ó­trú­legur dagur Vignis: Lottó­vinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen

Í Íslandi í dag í gærkvöldi fengu áhorfendur að kynnast Vigni Vatnari Stefánssyni sem er 22 ára og yngsti stórmeistari landsins í skák. Hann var nýorðinn tvítugur þegar hann náði þessum merka áfanga fyrir þremur árum síðan og varð 16. stórmeistari Íslandssögunnar. Hann er meðal 100 bestu skákmanna í heimi í hraðskák, en stefnir á toppinn í annarri, meira framandi íþrótt.

Lífið