Eyða hundruðum þúsunda í kynjaveislur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2023 20:36 Dæmi eru um að fólk eyði hundruðum þúsunda í skreytingar og annan aðbúnað fyrir kynjaveislur, að sögn eiganda verslunar með partívörur. Ein íburðarmesta kynjaveisla sem haldin hefur verið hér á landi vakti gríðarlega athygli í gær. Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu. Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Sjá meira
Strákur eða stelpa? Þetta er spurning sem brennur á mörgum, ef ekki flestum, verðandi foreldrum. Síðustu ár hefur orðið æ algengara að fólk afhjúpi kyn barna sinna í viðurvist vina og vandamanna með pompi og prakt. Og það var sannarlega pomp og prakt sem einkenndi kynjaveislu Birgittu Lífar Björnsdóttur áhrifavalds í gær. Birgitta og unnusti hennar Enok sviptu hulunni af kyni barns síns með því að leigja þyrlu, sem blés út bláum reyk. Barnið er semsagt strákur. Þyrlan vakti mikla athygli sveimandi úti fyrir höfuðborginni, eins og sést í meðfylgjandi innslagi, og ljóst að veislan öll hefur kostað skildinginn. Reyndar hafa Birgitta og Enok þó líklegast sparað sér umtalsverðar fjárhæðir með því að auglýsa veisluföng og skreytingar á sínum miðlum. Sé rennt yfir myndir úr veislunni eru þær margar rækilega merktar hinum ýmsu styrktaraðilum. Þá þvertekur flugmaður þyrlunnar fyrir það í samtali við Viðskiptablaðið í dag að þyrluflugið hafi kostað mörghundruð þúsund krónur, eins og margir hafi haldið fram á samfélagsmiðlum í dag. „Þetta var örugglega ódýrasta þyrluflug sem ég hef flogið,“ hefur blaðið eftir þyrluflugmanninum Andra Jóhannessyni. Allur skalinn En það búa ekki allir svo vel að vera áhrifavaldar og eins og áður segir verða kynjaveislur æ vinsælli. Um það vottar Katrín Ösp Gústafsdóttir eigandi verslunarinnar Allt í köku, sem sérhæfir sig í skreytingum fyrir hin ýmsu tilefni. Eru dæmi um að fólk sé að eyða hundruðum þúsunda í svona? „Já það er alveg svoleiðis, þetta er allur skalinn. Allt frá því að ná sér í einn matarlit og að ná sér í alla veisluna og þjónustu í kringum það,“ segir Katrín. Katrín Ösp Gústafsdóttir, eigandi verslunarinnar Allt í köku.Vísir/arnar Síðustu ár hafa kynjaafhjúpanir ítrekað ratað í heimsfréttirnar fyrir að enda með ósköpum - nú síðast í sumar fórst flugmaður í Mexíkó við slíka afhjúpun. Og kynjaveisla í Arizona kom af stað gríðarlegum gróðureldum árið 2017. Báðum atvikum eru gerð skil í innslaginu fyrir ofan. Íslendingar fara yfirleitt öruggari leiðir í sínum kynjaafhjúpunum, sem eru jafnvel farnar að leysa skírnarveislur af hólmi. Fólk felur gjarnan kynið í bláu eða bleiku innvolsi köku, eða jafnvel blöðru. Við fórum yfir það vinsælasta í kynjaafhjúpunum þessi misserin í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fréttamaður spreytti sig á kynjabombu.
Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Verslun Neytendur Ástin og lífið Tengdar fréttir Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59 Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30 Mest lesið Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Gagnrýni Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Lífið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Lífið Fleiri fréttir Rikki G á stórafmæli: Tár á hvarmi eftir afmælissöng frá karlakór Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Sjá meira
Stjörnulífið: Þyrla og legkaka í kynjaveislum helgarinnar Haustið er sannarlega komið og heiðraði landsmenn rigningu og hvassviðri síðastliðna daga. Stjörnur landsins létu veðrið ekki stoppa sig og tóku meðal annars þátt í Bakgarðshlaupinu í Heiðmörk á laugardag. Þá fór fram vel heppnað fjáröflunarkvöld og kyn barna voru afhjúpuð með frumlegum hætti. 18. september 2023 10:59
Tilkynntu kyn barnsins með þyrlu Birgitta Líf Björnsdóttir og Enok Jónsson héldu kynjaveislu í kvöld þar sem þau greindu frá kyni ófædds barns síns með því að láta þyrlu dreifa bláum reyk úr lofti. Ef marka má bláan litinn á parið von á dreng. 17. september 2023 22:30