Skattar og skjól Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun