Skattar og skjól Oddný G. Harðardóttir skrifar 18. júlí 2023 12:31 Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skattar og tollar Efnahagsmál Oddný G. Harðardóttir Samfylkingin Alþingi Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um hvað ætti pólitísk sumargrein að fjalla? Um sölu ríkiseigna? Spillingu og misbeitingu valds? Hvalveiðar og fiskveiðistjórnun kannski? Um svelt heilbrigðiskerfi? Ójöfnuð og kjör viðkvæmra hópa? Um svik á vinnumarkaði og misnotkun á vinnandi fólki? Skattaskjól og skaðsemi þeirra? Eða loftlagsvá og umhverfisslys? Af nógu er að taka. Eitt er víst að án ábyrgðar geta samfélög ekki virkað. Ábyrgðin á rekstri þjóðfélags er okkar allra en ríkisstjórnir setja reglurnar og ber að fylgja þeim eftir. Eigi velferðarsamfélag að virka verðum við að afla tekna í sameiginlega sjóði. Skattkerfið þarf að sinna tveimur mikilvægum hlutverkum; afla tekna í ríkissjóð og jöfnunarhlutverkinu. Hvoru tveggja er nauðsynlegt. Fólkið greiði eftir getu og þiggi eftir þörfum. Vísindamenn sem rannsakað hafa notkun skattaskjóla segja að ríkissjóður Íslands verði af um 22% af fyrirtækjaskatti vegna skattundanskota á hverju ári. Hlutfallið hér á landi er það næst hæsta innan OECD ríkjanna. Ríkissjóður verður af í það minnsta 15 milljörðum króna vegna þess að fyrirtæki fela fé í skattaskjólum. Fyrir þann pening mætti reka allar almennar lyflækningar, hjúkrun, slysamóttöku, endurhæfingu, nauðsynlega stoðdeildarþjónustu sem veitt er sjúkrahúsum og heilbrigðisstofnunum um allt land, sjúkraþjálfun, iðjuþjálfun og talþjálfun ásamt sjúkraflutningum. Fleiri dæmi mætti taka svo sem að bæta kjör öryrkja og eldra fólks eða hækka greiðslur til barnafjölskyldna. Þeir sem nota skattaskjól gera það til að komast hjá því að greiða skatta af tekjum og eignum og vilja láta aðra bera sinn hlut í ríkisrekstrinum, s.s. að halda hér uppi heilbrigðisþjónustu, menntakerfi og öðrum innviðum samfélagsins. Vilja ekki borga til samfélagsins réttlátan hlut líkt og aðrir gera en þiggja þjónustuna. Stjórnvöld þurfa að ganga ákveðin til verks og koma í veg fyrir að skattsvik og notkun skattaskjóla haldi áfram að grafa undan samfélaginu, bæði fjárhagslega og siðferðislega. Ríkisstjórnin sem nú situr virðist ekki hafa mikinn áhuga á þessu. Það þarf að breyta skattareglum þannig að sem minnst verði um notkun skattaskjóla og styrkja skattyfirvöld til að fylgjast með framkvæmd reglnanna. Pólitísk átök munu fylgja því að uppræta skattaskjól því hagsmunir þeirra ríku eru miklir og þau munu standa saman og segja að það hafi ekkert upp á sig að banna skjólin. Þessa röksemd höfum við reyndar heyrt frá fjármálaráðherranum íslenska sem sjálfur hefur nýtt sér skattaskjól. Svo líklegast verðum við að bíða eftir réttlætinu og nýrri ríkisstjórn. Ef að líkum lætur stendur sú bið ekki lengi. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun