Skattar og tollar

Fréttamynd

Kín­verjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana

Ráðamenn í Kína virðast hafa lítinn áhuga á að gefa eftir í garð Bandaríkjanna í viðskiptadeilum ríkjanna. Kalla þeir eftir því að Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lúffi með þá ákvörðun að auka tolla á vörur frá Kína til muna og felli einnig úr gildi aðrar aðgerðir gegn Kína.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

„Hafið engar á­hyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“

Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði tilraun til að stappa í Bandaríkjamenn stálinu andspænis yfirvofandi stigmögnun tollastríðs síns við Kína. Í gær hótaði hann hundrað prósent tollum á kínverskar og segir viðbrögð Xi Jinping forseta Kína stafa af því að hann hafi átt slæman dag.

Erlent
Fréttamynd

Raf­myntir hrynja í verði eftir tolla­hótanir

Helstu rafmyntir heims hafa lækkað mikið í verði eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í gærkvöldi að hundrað prósent tollur yrði lagður á allar vörur frá Kína. Markaðir hafa brugðist illa við tilkynningunni, en S&P vísitalan hefur lækkað um 2,7 prósent og hefur ekki verið lægri síðan 10. apríl þegar tilkynnt var um umfangsmikla tolla. Bitcoin hefur lækkað um 10 prósent í verði síðan í gærkvöldi.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum

Ráðherra menningarmála segir boðaða skattheimtu af streymisveitum munu skila ríkissjóði um 140 til 150 milljónum króna á ári. Markmiðið sé að auka aðgengi að innlendu sjónvarpsefni auk þess að styrkja stöðu innlendra streymisveitna gagnvart erlendum risum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Trump setur tolla á lyf, vöru­bíla og hús­gögn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í gær að hann ætlaði að setja hundrað prósenta toll á lyf sem framleidd eru undir einkaleyfi, ef fyrirtækin sem framleiða þau eru ekki að byggja verksmiðju í Bandaríkjunum. Tilkynning forsetans á Truth Social, hans eigin samfélagsmiðli, hefur vakið spurningar víða um heim, vegna skorts á smáatriðum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun
Fréttamynd

Við elskum pizzur

Í lok vikunnar fær eflaust stór hluti þjóðarinnar vatn í munninn við tilhugsunina um helgarpizzuna. Líklega er komin jafn sterk hefð meðal þjóðarinnar fyrir föstudagspizzu og sunnudagssteikinni. Lykil hráefnið í góða pizzu er rifinn ostur, oftast kallaður pizzaostur.

Skoðun
Fréttamynd

Taka tolla Trumps í flýtimeðferð

Hæstiréttur Bandaríkjanna mun taka áfrýjun ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, vegna umfangsmikilla tolla sem voru dæmdir ólöglegir í flýtimeðferð. Tollarnir hafa verið úrskurðaðir ólöglegir á tveimur lægri dómstigum en verða áfram í gildi þar til Hæstiréttur úrskurðar í málinu.

Erlent
Fréttamynd

Breytir toll­flokkun pitsaosts eftir allt saman

Fjármálaráðherra hefur ákveðið að leggja fram frumvarp um að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu til samræmis við ákvörðun Alþjóðatollastofnunarinnar um flokkun vörunnar. Ráðherra hefur áður boðað slíka lagasetningu en dregið áformin til baka eftir hávær mótmæli hagaðila.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eygir vonar­neista í fyrsta sinn í marga mánuði

Forstjóri PCC á Bakka segist eygja vonarneista í fyrsta sinn um langt skeið fyrir áframhaldandi rekstur fyrirtækisins í kjölfar ákvörðunar fjármálaráðuneytisins um að hefja rannsókn á meintu undirboði. Tíminn vinni ekki með fyrirtækinu og biðlar hann til stjórnvalda að setja á bráðabirgðatolla á meðan rannsókn stendur yfir.

Innlent
Fréttamynd

Biðja hæsta­rétt um flýtimeðferð vegna tolla

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir.

Erlent
Fréttamynd

Veikar hag­vaxtartölur af­hjúpa á­hættuna við Ódys­seifska leið­sögn Seðla­bankans

Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

Innherji
Fréttamynd

Flestir tollar Trumps eru ó­lög­legir, í bili

Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur úrskurðað flesta af tollum Donalds Trump, forseta, ólöglega. Sjö dómarar dómstólsins, af ellefu, segja Trump hafa farið út fyrir valdsvið sitt þegar hann beitti fjölmörg ríki heims tollum á grunni meints neyðarástands. Tollarnir gilda þó enn, þangað til í október, vegna áfrýjunar dómsmálaráðuneytisins til Hæstaréttar Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

„Versti tíminn, allra versti tíminn“

Íslenskur áfengisframleiðandi neyðist til að loka vefverslun sinni eftir að Íslandspóstur tilkynnti að hann muni hætta vörusendingum til Bandaríkjanna frá og með mánudeginum. Eigandi nammi.is kveðst einnig áhyggjufullur og segir breytinguna koma á versta mögulega tíma. 

Innlent
Fréttamynd

Pósturinn hættir að senda til Banda­ríkjanna: Geti ekki sett fimm­tán prósenta toll á allt

Forstjóri Póstsins segir breytingar á tollgjöldum Bandaríkjamanna hafa „snúið öllu á hvolf“ en frá og með mánudeginum verður tímabundið ekki hægt að senda vörusendingar vestur um haf. Lausnin felst í tækni sem þurfi sérstaklega að búa til vegna málsins. Hún segir enga aðra lausn fyrir íslensk fyrirtæki nema að hækka vöruverð sitt í Bandaríkjunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skattakóngurinn flytur úr landi

Skattakóngur síðasta árs miðað við launatekjur, Árni Sigurðsson hjá JBT Marel, hyggst flytjast búferlum til Chicago í Bandaríkjunum. Þar eru höfuðstöðvar JBT Marel en félagið er enn með starfstöðvar í Garðabæ eftir samruna John Bean Technologies og Marel í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Réttu spilin og réttu vopnin“

Utanríkisráðherra segir frestun Evrópusambandsins á yfirvofandi tollum gegn járnblendi frá Íslandi vera varnarsigur. Hún kveðst vongóð fyrir komandi baráttu sem sé hvergi nærri lokið. Forstjóri Elkem segir starfsfólk og stjórnendur anda léttar. 

Innlent
Fréttamynd

Gervi­greindin geti verið lykillinn að tolla­lækkun

Aukin viðskipti Íslendinga við bandarísk gervigreindarfyrirtæki gætu orðið lykillinn að því að fá bandaríska tolla á íslenskar vörur fellda niður eða lækkaða. Þetta segir sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, sem kallar eftir því að stjórnvöld skipi sérstaka sendinefnd með fulltrúum einkageirans og hins opinbera, til að semja við Bandaríkjastjórn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ferða­þjónusta til fram­tíðar byggir á traustum inn­viðum

Ferðaþjónusta á Íslandi hefur eflst og þróast hratt á síðasta áratug og er orðin mikilvægasta atvinnugrein landsins. Ytri aðstæður á borð við heimsfaraldur, óvissu í heimsmálum og þróun efnahags og gjaldmiðla hafa ráðið miklu um gang mál en innlendir þjónustuaðilar hafa sýnt seiglu og sveigjanleika og brugðist vel við síbreytilegum aðstæðum.

Umræðan