Við höfum lagt 23 ár í púkkið Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:01 Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir Skoðun