Við höfum lagt 23 ár í púkkið Hildur Björk Pálsdóttir skrifar 24. maí 2023 12:01 Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaramál Jafnréttismál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Fimmta heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna snýr að jafnrétti kynja – þ.e. að jafna tækifæri og réttindi kynja á öllum sviðum samfélagsins. Hluti af því er að jafna kaup og kjör, þannig að fólk í sömu og jafn verðmætum störfum sé að fá greitt með sama hætti. Það þýðir líka að auka fjölbreytileika í ákveðnum tegundum af störfum, þannig að karllæg störf og kvenlæg störf heyri sögunni til. Niðurstöður rannsóknar sem Sameinuðu þjóðirnar birtu í fyrra segja að ef ekkert sé aðhafst mun það taka okkur 300 ár að ná jafnrétti í heiminum öllum. Það er augljóslega of mikill tími. 300 ár – er langur tími. Hvers vegna ætti það að skipta máli á Íslandi? Því þó við trónum á toppi listans yfir lönd þar sem jafnrétti er mest, verðum við að feta veginn áfram – því við eigum enn langt í land og viljum ekki sofna á verðinum. Það er mikilvægt, líka þegar vel gengur, að halda áfram og gera betur. Það samrýmist hugmyndafræði gæðastjórnunar um að vinna að stöðugum umbótum; að gera betur í dag en í gær. Ein af leiðunum sem íslensk stjórnvöld hafa farið til þess að færa jafnrétti ofar í forgangsröðun hjá fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi, var að lögfesta jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu. Einhver hafa velt því fyrir sér hvort það sé rétta leiðin og benda á að tölfræðin sýni ekki endilega ótvíræða beina tengingu á milli þess að launamunur kynjanna hafi minnkað og þessarar lagasetningar. Það er þó ótvíræð tenging í mínum huga á milli þess að jafnrétti í víðara samhengi sé komið ofar á listann yfir hluti sem skipta máli í rekstri fyrirtækja. Jafnlaunastaðfesting og jafnlaunavottun hafa hjálpað okkur að sjá hvar tækifæri liggja til að gera betur í okkar rekstri og til að auka jafnrétti. Vinnunni sem þarf að fara í gang þegar við byggjum jafnlaunakerfi fylgir hugarfarsbreytingin sem er að mínu mati, stærsta verðmætið sem fylgir vegferðinni. Vegferðin að jafnlaunavottun og jafnlaunastaðfestingu getur verið flókin. Það getur verið erfitt að byrja. Til þess að öðlast jafnlaunavottun, eða staðfestingu, þarf að skrifa skjöl sem segja hvernig við ætlum að mæta þeim kröfum sem settar eru í jafnlaunastaðlinum og lögum um jafnan rétt og jafna stöðu kynjanna. Hugarfarsbreytingin myndast ekki endilega við það eitt að útskýra hvernig við ætlum að mæta kröfum staðalsins eða laganna heldur vinnan sem fer í gang þegar við förum að fylgja kröfunum. Jafnrétti í heiminum er ekki náð þegar jafnrétti er náð á Íslandi. Auðvitað viljum við vera fyrst í mark. Þó við trónum á toppi listans núna, þýðir það ekki að við munum alltaf gera það. Við þurfum að vinna að því að halda því sæti. Það væri ósanngjarn að segja að það að ná jafnrétti sé líkt því að hlaupa maraþon, ég held að það sé miklu líkara því að fara í þríþraut – með löngu sundi, hjólum og hlaupi. Það krefst aga, þrautseigju og vilja. Það hefur mikill tími farið í að skrifa skjöl sem grundvöll að jafnlaunakerfi, tími sem hefði mögulega betur verið varið í að framkvæma það sem þarf til að mæta kröfunum. Hluti af því að auka jafnrétti í heiminum er þessi lagalega krafa að vera með jafnlaunavottun eða -staðfestingu. Því fyrr sem allar rekstrarheildir mæta þeim kröfum, því nær erum við endatakmarkinu. Eitt af grunngildum Origo er að auka og styðja við jafnrétti í heiminum og eitt af tólunum sem við höfum þróað er Justly Pay sem hjálpar fyrirtækjum í jafnlaunavegferðinni. Það er ótrúlega skemmtilegt og gefandi að taka þátt í jafnréttisvegferð á Íslandi með beinum, en mögulega óhefðbundnum hætti. Að fá að vera með í að móta tól sem eykur skilvirkni á sama tíma og það hjálpar okkur öllum að gera betur í jafnréttismálum. Að sjá að það eru um 300 ár í að við náum í land í jafnréttismálum á heimsvísu er auðvelt að missa móðinn. Það var því ótrúlega skemmtilegt að reikna saman að með snjöllu jafnlaunatóli höfum við sparað rekstrarheildum á Íslandi samtals 23 ár af vinnu við að byggja jafnlaunakerfi og þannig tekið beinan þátt í að jafna rétt kynjanna. Höfundur er sérfræðingur í gæðastjórnunarlausnum hjá Origo.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun