Til hvers eru skjalasöfn? Sigurlaug Dagsdóttir og Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifa 27. apríl 2023 12:30 Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Það er auðvelt að benda á að það sé ekki lögbundin skylda sveitarfélaga að halda úti slíkum rekstri og auðvitað er hætta á að þetta verði niðurstaðan þegar þau leita á náðir fyrirtækja sem sérhæfa sig á sviði hagnaðardrifinna markmiða og nota þau við að ráða í mikilvægi þessarra stofnanna. Það kemur okkur fræðifólki sem vinnur með heimildir, sögu og menningararf hins vegar spánskt fyrir sjónir. Það er ekki hægt að meta verðmæti menningarlegra heimilda og starfsemi eingöngu út frá krónum og aurum, slík vinnubrögð sýna grundvallar misskilning á eðli og hlutverki slíkra stofnanna. Reykjavíkurborg setti mjög vont fordæmi með ákvörðun sinni um að loka Borgarskjalasafni og nú hefur Kópavogsbær stokkið á vagninn, en þar á til viðbótar að draga saman í rekstri menningarhúsanna. Við leyfum okkur að spyrja, hvað er næst? Á að meta mikilvægi allra sögulegra heimilda út frá fjármunum? Er það menningarlandslagið sem við viljum búa í og búa til framtíðar? Þeir þjóðfræðingar sem leitað hafa á náðir héraðsskjalasafna vita hve nauðsynlegar slíkar stofnanir eru og hvers vegna það er mikilvægt að halda þeim heimildum sem þar eru til haga nálægt sínu upprunasamfélagi. Þegar skjalasöfn eru heimsótt mætir þér starfsfólk sem hefur sértæka þekkingu á því sem þar er að finna, yfirsýn yfir safnkostinn og getur vísað á hvar er best að byrja að leita að viðfangsefninu. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst frá upphafi og því hefur margt fræðifólk stutt sig við þann ómetanlega þekkingarbrunn sem starfsfólk héraðskjalasafnanna er. En hlutverk þessa góða starfsfólks eru fleiri, þau eru til staðar til að gæta að réttri meðferð skjala, að varðveita þau fyrir framtíðina, gera þau aðgengileg og gæta að því að staðinn sé vörður um þær viðkvæmu upplýsingar sem þar er stundum að finna. Þjóðskjalasafn Íslands er höfuðsafn á sviði skjalavörslu á Íslandi. Þar eru frábærir sérfræðingar í hverri stöðu. Þau hafa hins vegar alveg nóg á sinni könnu, þó ekki bætist við það verkefni að taka við safnkosti hvers héraðskjalasafnsins á fætur öðru, varðveita þau og gera aðgengileg og sinna svo öllum þeim sem í þau vilja leita. Þjóðfræðingar leita sér gjarnan heimilda á skjalasöfnum, vegna rannsókna á einhverju ákveðnu fyrirbæri í menningarsögu okkar, við sýningargerð og annarskonar miðlun. Þjóðfræðingar sem setið hafa með einkaskjöl löngu liðinna einstaklinga í höndunum til að glöggva sig á fortíðinni, vita hversu áhugarvert og lærdómsríkt það er að fá að skyggnast inn í fortíðina í gegnum slíkan glugga. Að tengjast manneskju í gegnum bréfasamskipti, dagbækur eða aðrar persónulegar heimildir er ómetanlegt. Það er einnig ómetanlegt að geta leitað í stærri gagnaflokka þar sem lýðfræðilegar upplýsingar gefa okkur víðari mynd af samfélaginu. Það er ljóst að þau skjöl sem varðveitt eru á skjalasöfnum og aðgengi að þeim og sérfræðingum sem þekkja þau skipta öllu máli fyrir fræðifólk, en einnig fyrir margvíslegar stofnanir, félagasamtök og almenning allan. Þau geyma mikilvægar upplýsingar um fortíðina, sem hægt er að skoða í ýmsu ljósi. Þar finnum við upplýsingar um allt frá hinseginleikanum, fötlun og femínisma, yfir í heimildir um hvernig fólk las í umhverfi sitt, lækningaraðferðir og hversdagslíf. Þar má líka oft finna ólík sjónarhorn en í öðrum heimildum og gögnum. Hlutverk og starfsemi héraðsskjalasafna er einn af hornsteinum rannsókna og miðlunar á sviði menningarsögu og í þær heimildir hafa ófáir þjóðfræðingar leitað fanga. Héraðsskjalasöfn eru staður þar sem hægt er, með aðstoð sérfróðs starfsfólks, að nálgast heimildir sem snerta á sögu sveitarfélaga og hversdagslífi fólks í aldanna rás. Það er ómetanlegt. Það er sorglegt að það eigi að færa þær heimildir er snerta daglegt líf Reykvíkinga og Kópavogsbúa annað en í hendur þess fagfólks og sérfræðinga sem gjörþekkja þessar heimildir og hafa starfað á Borgarskjalasafni og Héraðsskjalasafni Kópavogs. Það lýsir mikilli vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem að héraðskjalasöfn gegna. Við lýsum yfir miklum áhyggjum af þessum ákvörðunum, hvernig staðið er að þeim og þeim afleiðingum sem þetta mun hafa í för með sér. Höfundar eru þjóðfræðingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Söfn Lokun Borgarskjalasafns Kópavogur Reykjavík Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi. Það er auðvelt að benda á að það sé ekki lögbundin skylda sveitarfélaga að halda úti slíkum rekstri og auðvitað er hætta á að þetta verði niðurstaðan þegar þau leita á náðir fyrirtækja sem sérhæfa sig á sviði hagnaðardrifinna markmiða og nota þau við að ráða í mikilvægi þessarra stofnanna. Það kemur okkur fræðifólki sem vinnur með heimildir, sögu og menningararf hins vegar spánskt fyrir sjónir. Það er ekki hægt að meta verðmæti menningarlegra heimilda og starfsemi eingöngu út frá krónum og aurum, slík vinnubrögð sýna grundvallar misskilning á eðli og hlutverki slíkra stofnanna. Reykjavíkurborg setti mjög vont fordæmi með ákvörðun sinni um að loka Borgarskjalasafni og nú hefur Kópavogsbær stokkið á vagninn, en þar á til viðbótar að draga saman í rekstri menningarhúsanna. Við leyfum okkur að spyrja, hvað er næst? Á að meta mikilvægi allra sögulegra heimilda út frá fjármunum? Er það menningarlandslagið sem við viljum búa í og búa til framtíðar? Þeir þjóðfræðingar sem leitað hafa á náðir héraðsskjalasafna vita hve nauðsynlegar slíkar stofnanir eru og hvers vegna það er mikilvægt að halda þeim heimildum sem þar eru til haga nálægt sínu upprunasamfélagi. Þegar skjalasöfn eru heimsótt mætir þér starfsfólk sem hefur sértæka þekkingu á því sem þar er að finna, yfirsýn yfir safnkostinn og getur vísað á hvar er best að byrja að leita að viðfangsefninu. Það er nefnilega ekki alltaf ljóst frá upphafi og því hefur margt fræðifólk stutt sig við þann ómetanlega þekkingarbrunn sem starfsfólk héraðskjalasafnanna er. En hlutverk þessa góða starfsfólks eru fleiri, þau eru til staðar til að gæta að réttri meðferð skjala, að varðveita þau fyrir framtíðina, gera þau aðgengileg og gæta að því að staðinn sé vörður um þær viðkvæmu upplýsingar sem þar er stundum að finna. Þjóðskjalasafn Íslands er höfuðsafn á sviði skjalavörslu á Íslandi. Þar eru frábærir sérfræðingar í hverri stöðu. Þau hafa hins vegar alveg nóg á sinni könnu, þó ekki bætist við það verkefni að taka við safnkosti hvers héraðskjalasafnsins á fætur öðru, varðveita þau og gera aðgengileg og sinna svo öllum þeim sem í þau vilja leita. Þjóðfræðingar leita sér gjarnan heimilda á skjalasöfnum, vegna rannsókna á einhverju ákveðnu fyrirbæri í menningarsögu okkar, við sýningargerð og annarskonar miðlun. Þjóðfræðingar sem setið hafa með einkaskjöl löngu liðinna einstaklinga í höndunum til að glöggva sig á fortíðinni, vita hversu áhugarvert og lærdómsríkt það er að fá að skyggnast inn í fortíðina í gegnum slíkan glugga. Að tengjast manneskju í gegnum bréfasamskipti, dagbækur eða aðrar persónulegar heimildir er ómetanlegt. Það er einnig ómetanlegt að geta leitað í stærri gagnaflokka þar sem lýðfræðilegar upplýsingar gefa okkur víðari mynd af samfélaginu. Það er ljóst að þau skjöl sem varðveitt eru á skjalasöfnum og aðgengi að þeim og sérfræðingum sem þekkja þau skipta öllu máli fyrir fræðifólk, en einnig fyrir margvíslegar stofnanir, félagasamtök og almenning allan. Þau geyma mikilvægar upplýsingar um fortíðina, sem hægt er að skoða í ýmsu ljósi. Þar finnum við upplýsingar um allt frá hinseginleikanum, fötlun og femínisma, yfir í heimildir um hvernig fólk las í umhverfi sitt, lækningaraðferðir og hversdagslíf. Þar má líka oft finna ólík sjónarhorn en í öðrum heimildum og gögnum. Hlutverk og starfsemi héraðsskjalasafna er einn af hornsteinum rannsókna og miðlunar á sviði menningarsögu og í þær heimildir hafa ófáir þjóðfræðingar leitað fanga. Héraðsskjalasöfn eru staður þar sem hægt er, með aðstoð sérfróðs starfsfólks, að nálgast heimildir sem snerta á sögu sveitarfélaga og hversdagslífi fólks í aldanna rás. Það er ómetanlegt. Það er sorglegt að það eigi að færa þær heimildir er snerta daglegt líf Reykvíkinga og Kópavogsbúa annað en í hendur þess fagfólks og sérfræðinga sem gjörþekkja þessar heimildir og hafa starfað á Borgarskjalasafni og Héraðsskjalasafni Kópavogs. Það lýsir mikilli vanþekkingu á því mikilvæga hlutverki sem að héraðskjalasöfn gegna. Við lýsum yfir miklum áhyggjum af þessum ákvörðunum, hvernig staðið er að þeim og þeim afleiðingum sem þetta mun hafa í för með sér. Höfundar eru þjóðfræðingar.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun