Afritum tapformúlu! Sæþór Randalsson skrifar 30. mars 2023 11:00 Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta er framhaldsgrein sem Trausti B. Magnússon skrifaði á Vísi fyrir skömmu og sem ég er algjörlega sammála en langar að bæta við frekari upplýsingum um eina aðra þjóð sem er komin lengra á braut í þessum eymdarmálum en við. Þegar ég hefst handa við nýtt verkefni, þá byrja ég á því að finna annað verkefni sem mistókst hrapalega, og helst það verkefni sem mistókst á sem stórkostlegasta hátt. Mig langar að endurtaka öll skrefin sem var auðvelt að klúðra, nema bara á íslensku, svona til gamans. Það sem ég var að upplista hér rétt áðan er lýsing á aðferðarfræði Reykjavíkurborgar og Alþingi Íslands. Þetta er fólkið sem tilbiður Margaret Thatcher og Ronald Reagan sem vísa sífellt til hins „frjálsa markaðar“ sem á að vera til einhverstaðar. Bandaríkin eru kapítalískasta þjóð jarðar, þar eru gríðarlegar auðlindir og mikill auður. Þrátt fyrir það kom út nýlega mikill áfellsidómur á Bandaríkin í sérstakri skýrslu Sameinuðu Þjóðanna um heimilisleysi. Samkvæmt opinberum skýrslum sefur meira en hálf milljón manna úti á götunni á hverju kvöldi. Flestar helstu stórborgir Bandaríkjanna eru með tjaldborgir heimilislausra innan borgarmarkanna. Lögreglan, oft með hjálp fanga-þræla í nauðungarvinnu frá fangelsum í grennd, fjarlægir reglulega tjöld og eigur úr þessum búðum. Oft brennur eða eyðileggur lögreglan einu eigur þessa fólks. Þetta er enn ein sláandi birtingamynd þess hvert núverandi stefna um hagnaðarsjónarmið ofar öllu leiðir okkur. Á hverju ári eykst þetta vandamál vegna þess að kapítalismi og frjáls markaður eru ófær um að leysa vandamál tengd mannréttindum. Stofnfeður kapítalismans, Adam Smith o.fl. vöruðu við því að efnahagslífið yrði tekið yfir af leigusókn og gróðaleit því það myndi yfirtaka allt annað. Þeir tóku skýrt fram að kapítalísku öflin ætti að einbeitast að framleiðslu raunverulegra muna, annars myndi framleiðni þjóðarinnar skerðast til lengri tíma. Leigusókn skapar ekkert og ef vinnandi fólk þarf að skila öllum ágóðanum af vinnu sinni til rentusóknara er ekkert eftir til að framleiða neitt. Þetta er ástæðan fyrir því að bandarískt hagkerfi er svo holt að innan. Þar snýst nú til dags nánast allt eingöngu um leigusókn, í gegnum fasteignir, hugverkaeign eða eignarhald á auðlindaríkum svæðum og fleira. Þær þjóðir sem búa við hæsta stig húsnæðisöryggis hafa allar útfært regluverk og ríkisafskipti af fasteignamarkaði, eins og leiguþak, félagslegt húsnæði, sterkt velferðarkerfi og þjóðnýtingu umframhúsnæðis. Þjóðirnar sem eiga við verstu vandamál heimilisleysis að etja treysta fullkomlega á „frjálsa markaðinn“ til að takast á við húsnæðimál, eins og Bretland og Bandaríkin. Ef stjórnmálaflokkar Íslands halda áfram að neita að stjórna, munum við halda áfram að auka fátækt og heimilisleysi á hverju ári þar til við líkjumst ójöfnuði og örbirgð Bandaríkjanna. Valinn kjarni öruggra félagsmanna á höfuðborgarsvæðinu nýtur gífurlegs lúxus en á meðan er her launaþræla sem sinnir öllu því raunverulega starfi sem gerir þeim kleift að tútna út. Philip Alston gaf út opinbera skýrslu um sendiför sína til Bandaríkjanna í desember 2017. Fordæming hans á Bandaríkjunum er auðveldlega hægt að yfirfæra á Ísland og á jafnt við um ríkjandi hugmyndafræði íslenskra stjórnmálaflokka. Í fréttatilkynningu sem Alston sendi frá sér nýlega sagði hann: „Að loka fátæka inni einmitt vegna þess að þau eru fátæk, ýkir mjög magn svika í kerfinu, niðurlægir þá sem þurfa aðstoð og býr til sífellt fleiri hindranir til að koma í veg fyrir að fólk fái þá hjálp sem það þarf. Þetta er ekki stefna sem dregur úr eða útrýma fátækt. Það virðist fyrst og fremst knúið áfram af fyrirlitningu og stundum jafnvel hatri á fátækum, ásamt „sigurvegarinn tekur allt“ hugarfari.“ Höfundur er í stjórn Eflingar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun