Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar 15. september 2025 10:00 Yfirlýsing: Undirrituð beinir þessu erindi til allra starfandi banka, sparisjóða, lánshæfnimatsfyrirtækja og eftirlitsstofnana, auk félaga- og hagsmunasamtaka neytenda á innan íslenskrar lögsögu. Markmið er ekki að bera saman þjónustugæði fjármálafyrirtækja, heldur að hvetja alla aðila á fjármálamarkaði til að tryggja aukið stafrænt öryggi og vernd persónuupplýsinga í einstaklingsviðskiptum. Mér þykir brýnt að benda á alvarlegan öryggisbrest í stafrænum samskiptum fjármálafyrirtækja og lánshæfnimatsaðila, þar sem trúnaðarskilaboð sem send eru í gegnum lokaða samskiptagrunna eru sjálfvirkt afrituð og áframsend á almenn netföng einstaklinga. Meginboðskapur orða minna er að ítreka nauðsyn þess að tryggja örugg samskipti milli einstaklinga og fjármálageirans og hvetja til innleiðingar aukinna öryggisvarna í einstaklingsviðskiptum við fjármálafyrirtæki hér á landi. Við lifum á tímum þar sem stafrænar lausnir móta daglegt líf okkar. Fjármálafyrirtæki og lánshæfnimatsaðilar hafa tekið sér stöðu í sjálfu hjarta þessarar umbreytingar. Við, almennir borgarar, verðum að treysta því að samskipti okkar við innlend fjármálafyrirtæki séu örugg og varin trúnaði, í samræmi við lög og siðferðilega ábyrgð. Sendir maður bara viðhengi með tölvupósti á netfang bankans? Þegar einstaklingar senda fyrirspurnir í gegnum vefgáttir fjármálafyrirtækja og lánshæfnimatsaðila, gáttir sem ætlaðar eru til að tryggja öryggi viðkvæmra fjárhagsupplýsinga, vill svo oft til að kerfið sjálft sendi afrit skilaboðanna sjálfkrafa á almenn netföng notenda. Fáum neytendum, sem eiga í einstaklingsviðskiptum við þessi fyrirtæki, gefst kostur á að afþakka slíka sjálfvirka afritun eða að óska svars gegnum öruggt kerfi. Að auki bjóða fjölmörg fjármálafyrirtæki hérlendis neytendum ekki upp á slíkar öruggar samskiptagáttir. Við erum öll um borð í sama bát Einstaklingar neyðast til að senda viðkvæmar fyrirspurnir á almenn netföng fjármálafyrirtækja án nokkurrar vissu um hver les skilaboðin eða hversu lengi þau hvíla í pósthólfi fyrirtækisins. Þar með er stafrænu öryggi trúnaðarupplýsinga aflétt. Í kjölfarið berast svör sömu fjármálafyrirtækja á almenn netföng notenda í stað þess að fara gegnum lokað samskiptakerfi, á borð við öryggisgátt Heilsuveru. Hér á ég við alla innlenda viðskiptabanka, sparisjóði og lánshæfnimatsaðila – án þess að gera greinarmun á því hver eigi í hlut. Við erum öll um borð í sama bát. Afrituð og áframsend trúnaðargögn geta gleymst í pósthólfi Almenn pósthólf búa yfir veikari öryggisvörnum, sérstaklega ef notendur nýta hvorki tveggja þátta auðkenningu né dulkóðun. Afrituð og áframsend skilaboð, sem innihalda viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, geta því safnast upp í pósthólfum og legið þar óvarin árum saman. Verði almennt pósthólf fyrir innbroti verða þessi gögn aðgengileg óviðkomandi aðilum, sem getur leitt til auðkennisþjófnaðar, fjármálamisferlis og valdið einstaklingum óafturkræfum skaða. Að auki geta notendur, óviljandi, áframsent sjálfvirk skilaboð úr eigin pósthólfi. Með þeirri aðgerð missa þeir endanlega stjórn á öryggi upplýsinganna, sem hægt er að áframsenda og vinna úr í hið óendanlega. Í faglegu starfsumhverfi er einnig hætta á að slík skilaboð, þ.e. afrit fyrirspurna einstaklinga sem send eru frá vinnunetföngum, verði hluti af víðfeðmu gagnasafni fyrirtækja og hvíli þar án skýrra aðgangstakmarkana. Hvað merkir óveruleg áhætta? Hér má jafnvel spyrja hvort fjármálafyrirtæki fullnægi kröfum 27. gr. laga um persónuvernd nr. 90/2018, þar sem þeim er gert að gera „viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga“. Samkvæmt lögunum skulu slíkar ráðstafanir byggja á áhættumati sem tekur mið af eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar, sem og þeirri áhættu – mismunandi líklegri og misalvarlegri – sem steðjar að réttindum og frelsi einstaklinga. Ef upp kemur öryggisbrestur, þ.e. að persónuupplýsingar séu gerðar aðgengilegar óviðkomandi eða að öryggi þeirra sé verulega ógnað, ber ábyrgðaraðila að tilkynna bæði Persónuvernd og viðkomandi einstaklingum án ótilhlýðilegrar tafar, og eigi síðar en innan 72 klst., nema ljóst sé að áhættan sé óveruleg. Meðan ekki er tryggð örugg boðleið fyrir fyrirspurnir einstaklinga og svör sérfræðinga á einstaklingssviði fjármálafyrirtækja er hins vegar erfitt að greina með skýrum hætti hvenær, hvernig og hverjum beri að tilkynna slíkan öryggisbrest. Stafrænt viðmót Heilsuveru er til fyrirmyndar Örugg samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga í gegnum Heilsuveru fara fram í lokuðum gagnagrunni, hvort sem um ræðir fyrirspurnir eða svör. Þegar notendur fá svar, berst þeim stutt tilkynning. Þeir staðfesta auðkenni sitt rafrænt og lesa skilaboðin í öruggu, lokuðu kerfi. Ég hvet fjármálafyrirtæki og lánshæfnimatsaðila til að taka örugga samskiptagátt Heilsuveru sér til fyrirmyndar og tryggja öllum einstaklingum sambærilega örugga boðleið svo ofangreind öryggisvá heyri loks sögunni til. Höfundur er almennur borgari og hvetur fjármálafyrirtæki til að efla öryggisvarnir á sviði einstaklingsviðskipta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stafræn þróun Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Yfirlýsing: Undirrituð beinir þessu erindi til allra starfandi banka, sparisjóða, lánshæfnimatsfyrirtækja og eftirlitsstofnana, auk félaga- og hagsmunasamtaka neytenda á innan íslenskrar lögsögu. Markmið er ekki að bera saman þjónustugæði fjármálafyrirtækja, heldur að hvetja alla aðila á fjármálamarkaði til að tryggja aukið stafrænt öryggi og vernd persónuupplýsinga í einstaklingsviðskiptum. Mér þykir brýnt að benda á alvarlegan öryggisbrest í stafrænum samskiptum fjármálafyrirtækja og lánshæfnimatsaðila, þar sem trúnaðarskilaboð sem send eru í gegnum lokaða samskiptagrunna eru sjálfvirkt afrituð og áframsend á almenn netföng einstaklinga. Meginboðskapur orða minna er að ítreka nauðsyn þess að tryggja örugg samskipti milli einstaklinga og fjármálageirans og hvetja til innleiðingar aukinna öryggisvarna í einstaklingsviðskiptum við fjármálafyrirtæki hér á landi. Við lifum á tímum þar sem stafrænar lausnir móta daglegt líf okkar. Fjármálafyrirtæki og lánshæfnimatsaðilar hafa tekið sér stöðu í sjálfu hjarta þessarar umbreytingar. Við, almennir borgarar, verðum að treysta því að samskipti okkar við innlend fjármálafyrirtæki séu örugg og varin trúnaði, í samræmi við lög og siðferðilega ábyrgð. Sendir maður bara viðhengi með tölvupósti á netfang bankans? Þegar einstaklingar senda fyrirspurnir í gegnum vefgáttir fjármálafyrirtækja og lánshæfnimatsaðila, gáttir sem ætlaðar eru til að tryggja öryggi viðkvæmra fjárhagsupplýsinga, vill svo oft til að kerfið sjálft sendi afrit skilaboðanna sjálfkrafa á almenn netföng notenda. Fáum neytendum, sem eiga í einstaklingsviðskiptum við þessi fyrirtæki, gefst kostur á að afþakka slíka sjálfvirka afritun eða að óska svars gegnum öruggt kerfi. Að auki bjóða fjölmörg fjármálafyrirtæki hérlendis neytendum ekki upp á slíkar öruggar samskiptagáttir. Við erum öll um borð í sama bát Einstaklingar neyðast til að senda viðkvæmar fyrirspurnir á almenn netföng fjármálafyrirtækja án nokkurrar vissu um hver les skilaboðin eða hversu lengi þau hvíla í pósthólfi fyrirtækisins. Þar með er stafrænu öryggi trúnaðarupplýsinga aflétt. Í kjölfarið berast svör sömu fjármálafyrirtækja á almenn netföng notenda í stað þess að fara gegnum lokað samskiptakerfi, á borð við öryggisgátt Heilsuveru. Hér á ég við alla innlenda viðskiptabanka, sparisjóði og lánshæfnimatsaðila – án þess að gera greinarmun á því hver eigi í hlut. Við erum öll um borð í sama bát. Afrituð og áframsend trúnaðargögn geta gleymst í pósthólfi Almenn pósthólf búa yfir veikari öryggisvörnum, sérstaklega ef notendur nýta hvorki tveggja þátta auðkenningu né dulkóðun. Afrituð og áframsend skilaboð, sem innihalda viðkvæmar fjárhagsupplýsingar, geta því safnast upp í pósthólfum og legið þar óvarin árum saman. Verði almennt pósthólf fyrir innbroti verða þessi gögn aðgengileg óviðkomandi aðilum, sem getur leitt til auðkennisþjófnaðar, fjármálamisferlis og valdið einstaklingum óafturkræfum skaða. Að auki geta notendur, óviljandi, áframsent sjálfvirk skilaboð úr eigin pósthólfi. Með þeirri aðgerð missa þeir endanlega stjórn á öryggi upplýsinganna, sem hægt er að áframsenda og vinna úr í hið óendanlega. Í faglegu starfsumhverfi er einnig hætta á að slík skilaboð, þ.e. afrit fyrirspurna einstaklinga sem send eru frá vinnunetföngum, verði hluti af víðfeðmu gagnasafni fyrirtækja og hvíli þar án skýrra aðgangstakmarkana. Hvað merkir óveruleg áhætta? Hér má jafnvel spyrja hvort fjármálafyrirtæki fullnægi kröfum 27. gr. laga um persónuvernd nr. 90/2018, þar sem þeim er gert að gera „viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja viðunandi öryggi persónuupplýsinga“. Samkvæmt lögunum skulu slíkar ráðstafanir byggja á áhættumati sem tekur mið af eðli, umfangi, samhengi og tilgangi vinnslunnar, sem og þeirri áhættu – mismunandi líklegri og misalvarlegri – sem steðjar að réttindum og frelsi einstaklinga. Ef upp kemur öryggisbrestur, þ.e. að persónuupplýsingar séu gerðar aðgengilegar óviðkomandi eða að öryggi þeirra sé verulega ógnað, ber ábyrgðaraðila að tilkynna bæði Persónuvernd og viðkomandi einstaklingum án ótilhlýðilegrar tafar, og eigi síðar en innan 72 klst., nema ljóst sé að áhættan sé óveruleg. Meðan ekki er tryggð örugg boðleið fyrir fyrirspurnir einstaklinga og svör sérfræðinga á einstaklingssviði fjármálafyrirtækja er hins vegar erfitt að greina með skýrum hætti hvenær, hvernig og hverjum beri að tilkynna slíkan öryggisbrest. Stafrænt viðmót Heilsuveru er til fyrirmyndar Örugg samskipti milli heilbrigðisstarfsfólks og skjólstæðinga í gegnum Heilsuveru fara fram í lokuðum gagnagrunni, hvort sem um ræðir fyrirspurnir eða svör. Þegar notendur fá svar, berst þeim stutt tilkynning. Þeir staðfesta auðkenni sitt rafrænt og lesa skilaboðin í öruggu, lokuðu kerfi. Ég hvet fjármálafyrirtæki og lánshæfnimatsaðila til að taka örugga samskiptagátt Heilsuveru sér til fyrirmyndar og tryggja öllum einstaklingum sambærilega örugga boðleið svo ofangreind öryggisvá heyri loks sögunni til. Höfundur er almennur borgari og hvetur fjármálafyrirtæki til að efla öryggisvarnir á sviði einstaklingsviðskipta.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun