Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar 16. september 2025 14:01 Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
Halla Tómasdóttir, forseti Íslands sem í ágætis ræðu við setningu Alþingis nýverið lýsti áhyggjum af „dvínandi trausti á stofnunum og lýðræðishefðum innan annarra samfélaga“. Hún hefur greinilega ekki of miklar áhyggjur af þessu því í vikunni á eftir var tilkynnt að hún ætlaði að fara og hitta Xi Jinping. Einstaklega grimmur einræðisherra lands þar sem frelsi og lýðræði er nánast ekkert. Dauði handhafa friðarverðlauna Nóbels í fangelsi Eitt dæmi um það er Liu Xiaobo, maður sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010 fyrir „langa og friðsama baráttu fyrir grundvallarmannréttindindum í Kína“. En hann tók til dæmis þátt í mótmælunum á torgi hins himneska friðar árið 1989 sem enduðu með því að skriðdrekar voru sendir inn til að rústa þessum friðsömu mótmælum sem leiddi til dauða yfir 2000 mótmælenda. Fékk Liu verðlaun þessi á meðan hann var í fangelsi, þar sem hann svo dó árið 2017. Ekki bara það heldur er Kína undir stjórn Xi í fyrsta sæti yfir fjölda fanga sem teknir eru af lífi og í 3. neðsta sæti lista „Reporters Without Borders“ yfir ritfrelsi. Virkur þátttakandi í innrás Rússlands í Úkraínu Ekki bara það heldur er Xi duglegur að styðja einræðisherra eins og hann sjálfur er, í utanríkisstefnu sinni. Þó vissulega er Xi ekki búinn að senda hermenn til að berjast fyrir hönd Rússa í Úkraínu. Þá er hann búinn að senda dróna til Rússlands og fleiri nauðsynlega hluti fyrir stríðsrekstur þeirra. Ekki bara það heldur fór Pútin ásamt Kim Jong Un í heimsókn til Kína fyrr í mánuðinum þar sem Pútín og Xi skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að byggja gasleiðslu milli landanna tveggja. Allt á meðan Xi er búin að lýsa yfir hlutleysi. En greinilega hefur þetta farið fram hjá Höllu, sem segir í viðtali við Vísi að „Ég held að þeir reyni að halda því fram að þeir séu hlutlausir“, og svo beint eftir: „það er náttúrulega alveg ljóst að við styðjum við Úkraínu“. Greinilega ekki, þar sem verið er að fara í heimsókn til leiðtoga sem gegnir lykilhlutverki í að gera Pútin kleift að halda innrás sinni í Úkraínu áfram, enda er Kína stærsti kaupandi rússneskrar olíu í heiminum. Heimsókn til lands þar sem þjóðarmorð eru framin Ekki bara það heldur er Xi einstakur áhugamaður um þjóðarmorð. Taka má sem dæmi Tíbet og Tíbeta en hægt og rólega er verið að eyða þeirri þjóð út. Til dæmis er minna og minna kennt í móðurmáli þeirra og gáfu stjórnvöld árið 2018 út skipun sem bannaði óformlegar kennslustundir í tíbesku. Einnig hafa tíbesk börn verið tekin frá foreldrum sínum og sett í einkaskóla ríkisins (Naidi) þar sem þau eru barin og refsað fyrir að klæðast búddískum táknum (þjóðtrú Tíbeta) og kennt einungis á mandarínsku. Svo er auðvitað Uyghur-fólkið í Xijining, en þar eru yfir milljón Uyghurar í fangabúðum án þess að hafa fengið dóm né ákæru. Og er þetta stærsta fjöldafangelsun þjóðernishópa síðan í seinni heimsstyrjöldinni og hafa lönd eins og Bretland og Litháen fordæmt aðgerðirnar og sagt þær vera þjóðarmorð. En í stað þess að fylgja í fótspor þeirra og fordæma þessa hörmung ætlar Halla að fara í heimsókn og segir hún sjálf að hún sé „full tilhlökkunar“ til að hitta Xi Jinping. Ættum við ekki frekar að styrkja tengsl við friðsamari lönd? Í ljósi þess sem hér hefur verið nefnt er gífurlega erfitt, sorglegt og í raun fáránlegt að sjá forseta Íslands fara í heimsókn til leiðtoga sem getur ekki verið fjær gildum Íslands um frið, lýðræði og frelsi. Fara í heimsókn til manns sem er alræmdur fyrir að skapa stjórn þar sem er lítið sem ekkert tjáningarfrelsi, sem virðir ekki alþjóðalög (eins og sjá má með ferðir kínverskra herskipa í landhelgi Filippseyja og Víetnams) og þar sem ekki eitt heldur tvö þjóðarmorð eru í gangi. Miklu frekar ætti forsetinn að beita sér fyrir því að styrkja tengsl Íslands við lönd eins og Taíwan og Japan eða jafnvel Ástralíu og Nýja Sjáland. Lönd sem eiga það sameiginlegt með Íslandi að vera lýðræðislegar þjóðir sem deila gildum Íslands, annað en Kína. Höfundur er framhaldskólanemandi.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar