Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson og Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifa 15. september 2025 12:30 Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Sigríður Hulda Jónsdóttir Garðabær Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Eitt af meginmarkmiðum skólastarfs í Garðabæ er að tryggja öllum nemendum góðan undirbúning fyrir frekara nám og þátttöku í samfélaginu. Í Garðabæ er starfrækt öflugt og fjölbreytt skólakerfi þar sem foreldrum er boðið upp á valmöguleika milli skóla, sem hver um sig hefur sín sérkenni. Við eigum að auki í góðu samstarfi við tvo sjálfstætt starfandi skóla í bænum og á næsta ári bætist sá þriðji við. Á síðasta skólaári hófst í samstarfi við Deloitte ítarleg greining á námsárangri og líðan nemenda í 1.–10. bekk. Markmiðið var að fá skýrari mynd af stöðunni, byggja á gögnum síðustu ára og finna leiðir til umbóta í skólastarfi. Niðurstöðurnar sýna að þróun lesfimi í Garðabæ er stöðug, en á sama tíma hefur hún dalað á landsvísu. Nemendur í Garðabæ skora almennt hærra í lesfimi en landsmeðaltal. Þá er hlutfall þeirra sem ná ekki lágmarksviðmiði lægra en í öðrum sveitarfélögum. Einnig sýna niðurstöður að líðan nemenda í Garðabæ er betri en annars staðar á landinu. Aftur á móti hefur fjöldi fjarvista aukist, sem er áskorun sem við tökum alvarlega. Niðurstöður í íslensku og stærðfræði benda til þess að nemendur í 10. bekk standi almennt sterkar en yngri hópar, þó að samanburður sé flóknari vegna ólíkra matsviðmiða. Þessar niðurstöður eru ánægjulegar en þær minna okkur jafnframt á að skólastarf er sífellt í þróun og alltaf er svigrúm til að bæta. Samræmt námsmat í öllum árgöngum Til að efla námsmat og stuðning við hvern og einn nemanda verður á þessu skólaári lögð sérstök áhersla á Matsferilinn. Garðabær hyggst leggja matsferilspróf fyrir alla nemendur í 4.–10. bekk og gengur þar með lengra en landslög gera ráð fyrir, en þau kveða á um próf í 4., 6. og 9. bekk. Prófin veita skýra mynd af stöðu og framvindu í námi og nýtast nemendum, foreldrum, kennurum og sveitarfélaginu öllu. Samhliða þessu verða matskvarðar samræmdir í 4., 7. og 10. bekk. Með því tryggjum við að hæfnin á bak við einkunnir verði sambærileg milli skóla. Þetta skapar réttlátara námsmat og veitir foreldrum og nemendum skýrari upplýsingar, á sama tíma og kennarar fá betri gögn til að grípa inn í og fylgja eftir árangri. Lesskilningsverkefni Í vetur hefst nýtt rannsóknar- og íhlutunarverkefni í samstarfi við Háskóla Íslands sem snýr að því að efla lesskilning á meðal barna í Garðabæ. Nemendur í 7.–10. bekk og íslenskukennarar þeirra taka þátt í sex vikna markvissri vinnu með orðaforða, texta og ritun. Verkefninu er ætlað að styrkja lesskilning á skipulegan og árangursríkan hátt og niðurstöður verða nýttar til áframhaldandi umbóta í skólunum. Líðan og mætingar Í Íslensku æskulýðsrannsókninni kemur fram að nemendum í Garðabæ líður almennt betur en jafnöldrum þeirra í öðrum sveitarfélögum. Þetta er afar jákvætt og endurspeglar sterkt faglegt starf í skólunum og gott samstarf heimila og skóla. Samhliða þessu hefur þó komið í ljós að fjarvistum nemenda hefur fjölgað. Þessi þróun sést víðar á landinu, meðal annars vegna breyttra venja eftir heimsfaraldur, en við leggjum áherslu á að vinna markvisst með fjölskyldum og skólum að lausnum. Sérstakt verkefni er hafið sem beinist bæði að forvörnum og stuðningi við börn sem eiga erfitt með að mæta. Skóladagatal og framtíðarsýn Garðabær uppfyllir að fullu lögbundnar kröfur um lágmarksfjölda skóladaga. Skóladagatöl grunnskóla og leikskóla eru samræmd og nú gefin út á rafrænan hátt til tveggja ára í senn, þannig að foreldrar geti bætt þeim beint við sín dagatöl og skipulagt frí og leyfi í samræmi við skólastarfið. Fram undan liggur mikilvægt verkefni: að nýta niðurstöður greininga og prófa til að gera gott skólastarf í Garðabæ enn betra. Með markvissu námsmati, samræmdum gögnum og öflugum verkefnum sem efla bæði lesfimi og lesskilning eru grunnskólar Garðabæjar vel í stakk búnir til að mæta nemendum þar sem þeir eru. Við viljum tryggja að þau hafi öll tækifæri til að ná árangri og blómstra í námi og leik. Við erum stolt af þeirri stöðu sem niðurstöður sýna og þeirri vinnu sem þegar hefur verið unnin í skólunum. Um leið erum við staðráðin í að halda áfram að þróa skólastarf með hagsmuni barnanna okkar í fyrirrúmi. Það er eitt allra mikilvægasta verkefnið í skólabænum Garðabæ. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar Sigríður Hulda Jónsdóttir, formaður grunnskólanefndar Garðabæjar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun