Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar 16. september 2025 10:31 Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bílastæði Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Frekja og yfirgangur bílastæðafyrirtækja í garð almennings, ekki síst fatlaðra, hefur náð nýjum hæðum. Hreyfihamlaðir einstaklingar geta sótt um sérstakt stæðiskort, sem á að koma fyrir í framrúðu þess ökutækis sem lagt er í stæði. Samkvæmt reglugerð um útgáfu og notkun slíkra skírteina má ekki rukka hreyfihamlaða fyrir bílastæði, jafnvel þótt um hefðbundin stæði sé að ræða. Í stað hefðbundinna bílastæðavarða nota fyrirtækin nú myndavélar sem skrá númer bíla. Þessar vélar ná aðeins númeraplötunni, ekki framrúðunni þar sem stæðiskort fatlaðra eru staðsett lögum samkvæmt. Þetta leiðir til þess að fatlaðir einstaklingar eru í sífellu rukkaðir um sektir, einfaldlega vegna þess að myndavélin „sér ekki“ kortið sem lög kveða á um að veiti undanþágu. Sjálfur fékk ég slíka sekt, þrátt fyrir að hafa verið með gilt stæðiskort. Þegar ég kvartaði var mér sagt að ég gæti einfaldlega sent inn athugasemd og að það yrði tekið tillit til þess. En hvar er réttlætið í því að sektarkerfið virki þannig að allir séu sektaðir fyrirfram, og svo þurfi fólk, sem gjarnan glímir við skerðingar eða erfiðleika, að sanna sakleysi sitt í eftirfarandi bréfaskiptum? Sum bílastæðafyrirtæki vilja nú binda stæðiskort við ákveðin bílnúmer, að því er virðist til að auðvelda sjálfvirka myndgreiningu. Slík hugmynd er auðvitað fráleit. Skírteinið fylgir einstaklingnum en ekki bílnum. Hreyfihamlaður einstaklingur getur verið farþegi í lánsbíl, leigubíl eða bíl í eigu fjölskyldumeðlims eða vinar. Að krefja fólk um að nota eingöngu „skráð“ ökutæki með stæðiskortinu er ekki aðeins óréttlátt, heldur jafnframt útilokandi og mismunandi. Ætla þessi fyrirtæki virkilega að halda því fram að fatlaðir eigi bara að bíða eftir ranglátum sektum í heimabankann og svo verja tíma og orku í að reyna að fá þær felldar niður? Ef einhver er að brjóta lög í þessum málum, þá eru það bílastæðafyrirtækin sjálf. Ef þau sekta ranglega, er eðlilegra að kalla til lögreglu vegna ólögmætra krafna, frekar en að leggja byrðina á fatlað fólk. Sífellt fleiri rekast á þessi óréttlátu vinnubrögð. Spurningin er einföld:Hvenær ætla stjórnvöld að grípa inn í og stöðva þetta? Höfundur er fyrrverandi framhaldsskólakennari.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun