Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar 15. september 2025 09:02 Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Konan K stýrir fjárfestingasjóði. Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfsemi slíkra sjóða, meðal annars til að minnka líkur á markaðsmisnotkun, svo sem misnotkun innherjaupplýsinga. Fjármálaeftirlitið heyrir undir Seðlabankann. Æðsti yfirmaður bankans er bankastjórinn. Bankastjórinn er unnusti konunnar K. Innan seðlabankans var talin ástæða til að taka til "umfjöllunar og skoðunar" hvort yfirmenn og aðrir starfsmenn bankans væru hæfir til að sinna þessu eftirliti, og alveg sérstaklega hvort um hugsanlegan hagsmunaárekstur gæti verið að ræða í tilfelli bankastjórans og unnustu hans, enda bankastjórinn með ýmsar trúnaðarupplýsingar sem gætu gagnast unnustunni. Niðurstaðan var að ekki væri ástæða til að hafa neinar áhyggjur, því "Engar vísbendingar eru um að sá trúnaður hafi verið rofinn ..." Það er svo sem ekkert nýtt að jafnvel æðsta valdafólk á Íslandi skilji ekki hvað hagsmunaárekstur er, en slíkur árekstur er sjálfkrafa til staðar í þessu tilfell. Enda merkir hagsmunaárekstur ekki að brot hafi verið framið, heldur að hætta sé á að ákvarðanir séu teknar á hlutdrægan hátt, til dæmis vegna náinna tengsla þess sem ákvörðun tekur og þess sem ákvörðunin hefur áhrif á. En hér er á ferðinni ennþá alvarlegra mál en bara hagsmunaárekstur sem fólk í stjórnvaldsstöðum þarf alltaf að forðast. Það er beinlínis skýrt í 3. grein stjórnsýslulaga, sem fjallar um vanhæfisástæður, að starfsmenn Seðlabankans eru formlega vanhæfir til að rannsaka mál sem tengjast bankastjóranum. Enda eiga þeir starf sitt undir honum. Það er forsætisráðherra sem skipar seðlabankastjóra, og ber að víkja honum verði hann uppvís að brotum í starfi. Það er því líka forsætisráðherra sem þarf að taka á þessu máli, sem augljóslega er ástæða til að rannsaka, eins og eftirlitsaðilar Seðlabankans töldu greinilega sjálfir, þótt þeim hafi yfirsést vanhæfi sitt í þeim efnum. Það er auðvitað spurning hvort bankastjórinn ætti ekki að segja af sér einfaldlega vegna þess að staðan sem hann er í gerir það ómögulegt fyrir almenning að treysta því að ekki leki upplýsingar sem leynt eigi að fara frá honum til unnustu hans. Hitt er alveg augljóst, að forsætisráðherra hlýtur að minnsta kosti að þurfa að víkja bankastjóranum tímabundið meðan málið er rannsakað af til þess bærum aðilum, en þá er ekki að finna innan bankans. Höfundur er ekkert sérstakt.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun