Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar 16. september 2025 22:32 „Við vitum það öll, hvort sem við viðurkennum það eður ei, að speglar geta aðeins logið, að drukknun er það eina sem bíður okkar þar. Það er ástæðan fyrir því hve örvingluð við leitum ástar og hve slæglega við forðumst hana. Ástin tekur af okkur grímuna sem við óttumst að geta ekki lifað án og vitum að við getum ekki lifað með.“ -James Baldwin, The Fire Next Time (þýðing höfundar) Ég, sem og fleiri Íslendingar, var hugsi yfir orðum þingmansins Snorra Mássonar í Kastljósi á dögunum. Hann stuðaði marga og mögulega þeim mun meira vegna þess að hann setti málstað sinn fram á þann hátt að fólk hafði ekki svör á reiðum höndum. Hann talaði meðal annars um að aðeins væru til tvö kyn þó að fólk gæti auðvitað haft allskonar hugmyndir um annað. Hann nálgast kyn sem hlutlægan veruleika og aðskilur frá huglægum veruleika fólks, eða hvernig það upplifir sig sjálft. Hlutlægni og huglægni eru hugtök sem eru nokkuð djúpstæð og þarf að hugsa sig í gegnum. Þegar fólk hefur ekki svör er auðvelt að hjóla í manninn, að úthúða honum fyrir fordóma, sem hann síðan notar til að mála sig sem fórnarlambið í umræðunni. Hér fylgir örlítil hugleiðing um hlutlægan og huglægan veruleika, kyn og kynþætti, og mennskuna sem slíka. Er til hlutlægt kyn? Við vissulega höfum öll líkama en það er alls ekki alltaf augljóst í hvorn af tveimur stíft skilgreindum flokkum hann passar. Það er skali af tvíkynjun og kyneinkennum sem líkamar okkar hafa sem gerir það að verkum að það eru grá svæði á milli skilgreininganna karl og kona. Sú kynjatvíhyggja sem Snorri virðist mæla fyrir er því ekki endilega hlutlægur veruleiki þó hún geti átt við um stóran hluta fólks. Við höfum líka öll huglæga upplifun af okkur sjálfum. Huglæg upplifun fólks af kyni og kynferði er breið og fjölbreytt og passar heldur ekki alltaf inn í þessar skilgreiningar. En getur einstaklingur sem hlutlægt hefur mörg líkamleg einkenni annars kyns, en huglægt upplifir sig sem hitt kynið, einfaldlega skipt? Snorri myndi líklega segja að fólk megi lifa lífi sínu eins og það vill eftir huglægri upplifun sinni, en það breyti engu um hlutlæga kynið sem það tilheyrir. Hlutlægt verður þú að passa inn í annan hvorn flokkinn og getur ekki stigið út fyrir þá skilgreiningu. Þessi málflutningur er ekki nýr og ég hef heyrt hann áður. Einhvern tímann sá ég erlent viðtal (ég man ekki hvar, eitthvað sem ég skrollaði í gegnum á samfélagsmiðlum) þar sem þáttastjórnandi spurði hvort að huglæg upplifun gæti skilgreint kyn manneskju. Þegar svarið var já fylgdi hann á eftir með spurningunni: Hvað með kynþátt? Ef ég upplifi mig sem svartann er ég þá svartur? Þetta er áhugaverð spurning, ekki síst af því að ég tel að bæði kyn og kynþáttur séu ekki aðeins hlutlæg og huglæg fyrirbæri heldur að mjög stóru leiti félagslega tilbúin veruleiki. Þau eru ekki aðeins bundinn við hvaða kynfæri við höfum eða hversu mikið litarefni er í húð okkar heldur í þeim hefðum, viðmiðum og valdakerfum sem samfélagið leggur á þessi hugtök. Ég þekki fullt af fólki sem tengir mjög sterkt við svarta menningu, hlusta til dæmis á tónlist og ganga í fatatísku sem er komin úr svartri menningu í Bandaríkjunum, upplifa sig jafnvel að einhverju leiti sem hluta af þeim menningarheimi, algerlega óháð því hvort líkami þeirra hafi dökka eða ljósa húð. Það að einhver gangi í slíkum fötum vekur mun minni viðbrögð en til dæmis að karlmaður gangi í fötum sem menningarlega eru skilgreind sem kvennmannsföt. Þetta var auðvitað ekki alltaf tilfellið. Mér varð hugsað til persónu úr skáldsögunni Að drepa hermikráku, eftir Harper Lee. Ein af persónum bókarinnar er hvítur maður sem býr í hverfi svartra í suðurríkjum Bandaríkjanna á fjórða áratug seinustu aldar. Hann gengur alltaf um með bréfpoka með flösku í, það er almennt viðurkennt í samfélaginu að hann sé fyllibytta og að það sé ástæðan fyrir því að hann búi með svörtum. Börnin í bókinni komast að endingu að því að bréfpokinn inniheldur Coca-Cola flösku en ekki viskí og að maðurinn býr með svörtum af því hann kann betur við þeirra samfélag en samfélag hvítra. Hann þarf þó að þykjast vera fyllibytta til þess að þessi hegðun sé samþykkt. Hann þarf að ganga með grímu, hann þarf að lifa inni í ákveðnum skáp. Nú til dags reikna ég með að það sé ekki tiltöku mál þó að svartir og hvítir búi í sama hverfi. Það er meira flæði á milli skilgreininganna svartur og hvítur, mörkin eru ekki eins stíf og þau voru á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Ef ríki ætlar að viðhalda aðskilnaðarstefnu kynþátta myndast þörf til að skilgreina mjög stíft hver tilheyrir hvaða kynþætti, það þarf að koma öllum í einn af tveimur flokkum, óháð því hvort þau hlutlægt falla inn á breiðan skala þar á milli, eða hvernig þau huglægt upplifa sig. Annars væri ekki hægt að segja til um hvaða klósett þau ættu að nota. Þar að auki þarf menningin að viðhalda aðgreiningunni með hvers kyns fordæmingu á hegðun sem fer yfir mörk aðgreiningarinnar. Ef við þyrftum að skrifa í vegabréfið okkar hvort við erum svört eða hvít þá þyrfti líka að vera til staðar menning sem skilgreinir okkur og mótar okkur til að samþykkja að við tilheyrum ákveðnum flokki fólks óháð huglægri upplifun okkar. Blessunarlega er það liðin tíð. Nú er hvergi í suðurríkjunum sérstakt klósett fyrir svarta og hvíta, það er bara klósett. Harða lagalega skilgreiningin er horfin, þó að ómenningin, fordómarnir og hatrið sem hún ól af sér lifi því miður enn. Þetta ber okkur aftur að kyni. Við skrifum enn í vegabréfið okkar hvoru kyninu við tilheyrum. Mörkin á milli skilgreininganna eru stíf og ósveigjanleg og er viðhaldið af menningu sem fordæmir og útskúfar þeim sem fara yfir þau. Það er ætlast til þess að við tilheyrum annarri hvorri skilgreiningunni; annars myndum við ekki vita hvort klósettið við ættum að nota. Það er að mínu viti engin góð ástæða til þess að standa fast á tvíhyggju skilgreiningu á kyni. Flæði á milli skilgreininga, frelsi til að skilgreina sig sjálfan, eru sjálfsögð og augljós réttindi. Að skilgreina manneskju eingöngu hlutlægt, hlutgerir viðkomandi manneskju. Það afneitar mennsku hennar og sjálfsveru sem er alltaf dýpri og margþættari en efnislegur veruleiki og þær skilgreiningar sem við reynum að flokka hann í. Slík hlutlæg skilgreining á manneskju er spegill sem getur aðeins logið. Höfundur er heimspekingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Sjá meira
„Við vitum það öll, hvort sem við viðurkennum það eður ei, að speglar geta aðeins logið, að drukknun er það eina sem bíður okkar þar. Það er ástæðan fyrir því hve örvingluð við leitum ástar og hve slæglega við forðumst hana. Ástin tekur af okkur grímuna sem við óttumst að geta ekki lifað án og vitum að við getum ekki lifað með.“ -James Baldwin, The Fire Next Time (þýðing höfundar) Ég, sem og fleiri Íslendingar, var hugsi yfir orðum þingmansins Snorra Mássonar í Kastljósi á dögunum. Hann stuðaði marga og mögulega þeim mun meira vegna þess að hann setti málstað sinn fram á þann hátt að fólk hafði ekki svör á reiðum höndum. Hann talaði meðal annars um að aðeins væru til tvö kyn þó að fólk gæti auðvitað haft allskonar hugmyndir um annað. Hann nálgast kyn sem hlutlægan veruleika og aðskilur frá huglægum veruleika fólks, eða hvernig það upplifir sig sjálft. Hlutlægni og huglægni eru hugtök sem eru nokkuð djúpstæð og þarf að hugsa sig í gegnum. Þegar fólk hefur ekki svör er auðvelt að hjóla í manninn, að úthúða honum fyrir fordóma, sem hann síðan notar til að mála sig sem fórnarlambið í umræðunni. Hér fylgir örlítil hugleiðing um hlutlægan og huglægan veruleika, kyn og kynþætti, og mennskuna sem slíka. Er til hlutlægt kyn? Við vissulega höfum öll líkama en það er alls ekki alltaf augljóst í hvorn af tveimur stíft skilgreindum flokkum hann passar. Það er skali af tvíkynjun og kyneinkennum sem líkamar okkar hafa sem gerir það að verkum að það eru grá svæði á milli skilgreininganna karl og kona. Sú kynjatvíhyggja sem Snorri virðist mæla fyrir er því ekki endilega hlutlægur veruleiki þó hún geti átt við um stóran hluta fólks. Við höfum líka öll huglæga upplifun af okkur sjálfum. Huglæg upplifun fólks af kyni og kynferði er breið og fjölbreytt og passar heldur ekki alltaf inn í þessar skilgreiningar. En getur einstaklingur sem hlutlægt hefur mörg líkamleg einkenni annars kyns, en huglægt upplifir sig sem hitt kynið, einfaldlega skipt? Snorri myndi líklega segja að fólk megi lifa lífi sínu eins og það vill eftir huglægri upplifun sinni, en það breyti engu um hlutlæga kynið sem það tilheyrir. Hlutlægt verður þú að passa inn í annan hvorn flokkinn og getur ekki stigið út fyrir þá skilgreiningu. Þessi málflutningur er ekki nýr og ég hef heyrt hann áður. Einhvern tímann sá ég erlent viðtal (ég man ekki hvar, eitthvað sem ég skrollaði í gegnum á samfélagsmiðlum) þar sem þáttastjórnandi spurði hvort að huglæg upplifun gæti skilgreint kyn manneskju. Þegar svarið var já fylgdi hann á eftir með spurningunni: Hvað með kynþátt? Ef ég upplifi mig sem svartann er ég þá svartur? Þetta er áhugaverð spurning, ekki síst af því að ég tel að bæði kyn og kynþáttur séu ekki aðeins hlutlæg og huglæg fyrirbæri heldur að mjög stóru leiti félagslega tilbúin veruleiki. Þau eru ekki aðeins bundinn við hvaða kynfæri við höfum eða hversu mikið litarefni er í húð okkar heldur í þeim hefðum, viðmiðum og valdakerfum sem samfélagið leggur á þessi hugtök. Ég þekki fullt af fólki sem tengir mjög sterkt við svarta menningu, hlusta til dæmis á tónlist og ganga í fatatísku sem er komin úr svartri menningu í Bandaríkjunum, upplifa sig jafnvel að einhverju leiti sem hluta af þeim menningarheimi, algerlega óháð því hvort líkami þeirra hafi dökka eða ljósa húð. Það að einhver gangi í slíkum fötum vekur mun minni viðbrögð en til dæmis að karlmaður gangi í fötum sem menningarlega eru skilgreind sem kvennmannsföt. Þetta var auðvitað ekki alltaf tilfellið. Mér varð hugsað til persónu úr skáldsögunni Að drepa hermikráku, eftir Harper Lee. Ein af persónum bókarinnar er hvítur maður sem býr í hverfi svartra í suðurríkjum Bandaríkjanna á fjórða áratug seinustu aldar. Hann gengur alltaf um með bréfpoka með flösku í, það er almennt viðurkennt í samfélaginu að hann sé fyllibytta og að það sé ástæðan fyrir því að hann búi með svörtum. Börnin í bókinni komast að endingu að því að bréfpokinn inniheldur Coca-Cola flösku en ekki viskí og að maðurinn býr með svörtum af því hann kann betur við þeirra samfélag en samfélag hvítra. Hann þarf þó að þykjast vera fyllibytta til þess að þessi hegðun sé samþykkt. Hann þarf að ganga með grímu, hann þarf að lifa inni í ákveðnum skáp. Nú til dags reikna ég með að það sé ekki tiltöku mál þó að svartir og hvítir búi í sama hverfi. Það er meira flæði á milli skilgreininganna svartur og hvítur, mörkin eru ekki eins stíf og þau voru á tímum aðskilnaðarstefnunnar. Ef ríki ætlar að viðhalda aðskilnaðarstefnu kynþátta myndast þörf til að skilgreina mjög stíft hver tilheyrir hvaða kynþætti, það þarf að koma öllum í einn af tveimur flokkum, óháð því hvort þau hlutlægt falla inn á breiðan skala þar á milli, eða hvernig þau huglægt upplifa sig. Annars væri ekki hægt að segja til um hvaða klósett þau ættu að nota. Þar að auki þarf menningin að viðhalda aðgreiningunni með hvers kyns fordæmingu á hegðun sem fer yfir mörk aðgreiningarinnar. Ef við þyrftum að skrifa í vegabréfið okkar hvort við erum svört eða hvít þá þyrfti líka að vera til staðar menning sem skilgreinir okkur og mótar okkur til að samþykkja að við tilheyrum ákveðnum flokki fólks óháð huglægri upplifun okkar. Blessunarlega er það liðin tíð. Nú er hvergi í suðurríkjunum sérstakt klósett fyrir svarta og hvíta, það er bara klósett. Harða lagalega skilgreiningin er horfin, þó að ómenningin, fordómarnir og hatrið sem hún ól af sér lifi því miður enn. Þetta ber okkur aftur að kyni. Við skrifum enn í vegabréfið okkar hvoru kyninu við tilheyrum. Mörkin á milli skilgreininganna eru stíf og ósveigjanleg og er viðhaldið af menningu sem fordæmir og útskúfar þeim sem fara yfir þau. Það er ætlast til þess að við tilheyrum annarri hvorri skilgreiningunni; annars myndum við ekki vita hvort klósettið við ættum að nota. Það er að mínu viti engin góð ástæða til þess að standa fast á tvíhyggju skilgreiningu á kyni. Flæði á milli skilgreininga, frelsi til að skilgreina sig sjálfan, eru sjálfsögð og augljós réttindi. Að skilgreina manneskju eingöngu hlutlægt, hlutgerir viðkomandi manneskju. Það afneitar mennsku hennar og sjálfsveru sem er alltaf dýpri og margþættari en efnislegur veruleiki og þær skilgreiningar sem við reynum að flokka hann í. Slík hlutlæg skilgreining á manneskju er spegill sem getur aðeins logið. Höfundur er heimspekingur
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar