30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar 15. september 2025 13:30 Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Líf Darradóttir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Sjá meira
Við stöndum á tímamótum í samskiptum okkar við náttúruna. Alþjóðlega markmiðið „30 by 30“ snýst um að vernda 30% af landi og hafi jarðarinnar fyrir árið 2030. Þetta er nauðsynleg viðbragðsaðgerð til að stemma stigu við hnignun fjölbreytileika lífríkisins. Aðeins 4% eftir af villtum spendýrum Villt spendýr er aðeins um 4% af öllum spendýrum heimsins, á meðan er búfé 62% og við mannfólkið um 34%. Þessi hlutföll segja sögu: jarðarbúar hafa umturnað vistkerfum rækilega og dýrategundir hverfa óhugnanlega hratt. Heildar lífmassi villtra landspendýra hefur minnkað um meira en 80% frá því að mannkynið hóf landbúnað fyrir um 10.000 árum. Íslenskt dýralíf Þegar aðeins 4% af villtum spendýrum jarðar eru eftir blasir við sérstök mótsögn hér á Íslandi: við erum enn að drepa þau dýr sem tilheyra þessum litla og dýrmæta hóp. Refir eru veiddir ár hvert í þúsundatali með fjárstuðningi ríkisins, eins og um skaðvalda sé að ræða þegar þeir eru hluti af því dýrmæta broti af villtu spendýralífi sem jörðin á eftir. Við ættum að læra af mistökum nágranna okkar í Svíðþjóð, Noregi og Finnlandi en þar var heimskautarefnum nánast útrýmt vegna veiða. Hvalir, þessa ljúfu risa hafsins sem gegna lykilhlutverki í vistkerfum sjávar og binda mikið magn kolefnis, má enn veiða þá hér á landi þrátt fyrir að meirihluti heimsbyggðarinnar hafi snúið baki við þeirri ömurlegu iðju. Við verðum að binda enda á þessar veiðar sem standast ekki lög um velferð dýra og grafa undan vistkerfi sjávar. Selir voru veiddir af hörku eftir að hringormanefndin var sett á laggirnar á níunda áratugnum. Veitt voru verðlaun fyrir dráp á landsel í þeirri von um að draga úr tíðni hringormasýkinga í fiskistofnum við landið. Þessi aðgerð skilaði engum mælanlegum árangri en leiddi til hruns í stofni landsela sem nú er á válista. Í dag eru selveiðar formlega bannaðar en samt er heimilt að veiða þá til eigin nytja með leyfi frá Fiskistofu. Þannig virðast viðhorf íslenskrar stjórnsýslu til dýraverndar vera: veiðar eru bannaðar nema þegar þær eru leyfðar. Lundar eru í vanda. Lundastofninn hefur hnignað um rúmlega 70% á síðustu áratugum. Þrátt fyrir það er hann enn veiddur og markaðsettur sem „spennandi íslenskur rétt“ fyrir ferðamenn á veitingahúsum Reykjavíkur. Það liggur beinast við að við Íslendingar gerum hvað við getum til að tryggja þessum merkilegu dýrum örugga framtíð. Við verðum að taka þau með í reikninginn þegar við útfærum okkar eigin 30 by 30. Við megum ekki láta 30 by 30 verða að tölum á blaði eða hlutföll á pappír þar sem svæði eru valin eftir hentugleika hagsmunaaðila. Tilgangur samkomulagsins verður að vera áþreifanlegur og má ekki gleymast: Að gefa jörðinni og öllu hennar dýrmæta fjölbreytta lífi örlítið tækifæri til að standa af sér ágang mannkyns. Höfundur er læknir, formaður Samtaka um dýravelferð og situr í stjórn Hvalavina.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun