Biðja um launahækkun korter í egglos Aðalheiður Júlírós Óskarsdóttir skrifar 9. febrúar 2023 21:00 Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Af hverju er almennur vinnutími frá 9-5? Hvað er það sem stýrði því að atvinnulífið þróaðist á þann veg? Sögubækur segja okkur að karlmenn voru lengi vel þeir sem voru úti á vinnumarkaðnum og kvenmenn sáu um heimilishald og börnin á meðan. En vissir þú að hormónahringur karla er 24 klukkustundir þar sem testósterón magnið er mest á morgnana og minnkar þegar líða tekur á daginn. Þetta þýðir að flestir karlmenn eru með mestu framleiðni í vinnu á morgnana en svo hægir á þeim seinni partinn. Þannig er líkamsklukkan þeirra í takt við atvinnulífið eins og það er í dag. Á meðan er hormónahringur kvenna tíðahringurinn sem er að jafnaði 28 dagar, ekki klukkustundir heldur dagar, þar sem þær fara í gegnum fjögur sveiflukennd tímabil á tíðahringnum. Sumar konur finna lítið fyrir þessum sveiflum og dafna vel í 9-5 vinnu en aðrar ekki. Þær sem hafa vilja og áhuga á að vera í starfi sem gerir ráð fyrir 9-5 vinnutíma en finna vel fyrir sveiflunum geta fundið fyrir vanlíðan, örþreytu og endað jafnvel í kulnun ef þær eru ekki meðvitaðar um einkenni hvers tímabils þar sem orkan er ekki stöðug frá degi til dags Ungar athafnakonur (UAK) vildu kafa dýpra í efnið og stóðu fyrir viðburði með yfirskriftinni Stýra hormónar starfsferlinum? Markmiðið var að fræða og opna á umræðuna, vekja athygli á mikilvægi þess að hlúa að eigin líðan og heilsu og skoða hvernig málefnið snertir starfsferilinn. Um 150 félagskonur mættu og var áhuginn mikill fyrir viðburðinum. Það sem meðal annars kom fram var hversu mikilvægt það er að þekkja tímabilin fjögur í tíðarhringnum, skilja hvenær hvert tímabil er og lifa í takt við það. Tíðarhringurinn getur haft áhrif á sjálfstraust, orku, kynhvöt, svefn, hreyfingu og svo margt annað. Ein af hverjum tíu konum þjást af endómetríósu sem einkennist m.a. af sársaukafullum og löngum blæðingum, síþreytu og einbeitingaskorti. Vitundarvakning hefur orðið um sjúkdóminn en það hefur reynst konum erfitt að fá hann viðurkenndan, greindan sem og meðhöndlaðan. Það getur haft gríðarleg áhrif á starfsferil þeirra kvenna sem og almenn lífsgæði. Einnig má nefna að nýlegar rannsóknir sýna mögulega tenginu á milli breytingarskeiðsins og kulnunar. Það má því velta því fyrir sér hvort konur séu að fá ranga greiningu með kulnun eða vefjagigt og eru að detta út af vinnumarkaðnum á röngum forsendum þar sem einkenni breytingaskeiðsins svipa mikið til kulnunareinkenna. Það gefur því auga leið að hormónar stýra starfsferlinum, að minnsta kosti fyrir konur og er það mikilvægt að við sýnum okkur sjálfsmildi þegar við þurfum á því að halda og nýtum okkur tímann þegar allt er í blóma rétt fyrir og á meðan á egglosi stendur til að taka krefjandi samtöl eins og launaviðtal. Ábyrgðin er þó ekki síst hjá atvinnulífinu í heild að vera sveigjanlegt því við eigum jú auðvitað öll rétt á sömu tækifærum og virðingu. Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu og leitast UAK við að skapa vettvang fyrir konur til að fræðast og efla hvor aðra. Því fylgir ómetanlegt tengslanet milli kvenna sem stefna að sams konar markmiðum á hinum ýmsum sviðum. Höfundur er í stjórn UAK.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar