Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar 13. september 2025 16:01 Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Alma D. Möller Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega. Þetta undirstrikar mikilvægi þess að aðgengi að heilbrigðiskerfinu sé gott og að heilbrigðisstarfsfólk þekki einkenni sýklasóttar og bregðist skjótt við. En það sýnir okkur líka hversu háð við erum því að hafa árangursrík sýklalyf tiltæk. Án þeirra stöndum við berskjölduð bæði gagnvart sýklasótt en einnig gagnvart algengum sýkingum sem annars er auðvelt að meðhöndla. Þann 13. september ár hvert er haldinn alþjóðlegur vitundardagur um sýklasótt, World Sepsis Day. Dagurinn minnir okkur á þá alvarlegu staðreynd að sýklasótt er ein helsta orsök dauðsfalla af völdum sýkinga í heiminum í dag. Talið er að á heimsvísu verði um 50 milljónir tilfella á ári og að 11 milljónir manna deyi vegna sýklasóttar. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þessa dags. Á Íslandi erum við svo lánsöm að búa við öflugt heilbrigðiskerfi og frábært heilbrigðisstarfsfólk. En við erum ekki undanskilin þeirri vá sem sýklasótt og sýklalyfjaónæmi hafa í för með sér. Þess vegna er nauðsynlegt að við tökum virkan þátt í alþjóðlegri vitundarvakningu og tengjum hana við okkar eigin stefnumótun. Íslenskar rannsóknir sýna að tilfelli sýklasóttar hér á landi sem krefjast gjörgæslumeðferðar eru rúmlega 200 á hverju ári (0,55 til 0,75 á hverja 1000 íbúa) og að einn af hverjum fjórum í þeim hópi deyr á fyrstu 28 dögum og um 40% á einu ári. Sýklalyfjaónæmi – hægfara faraldur Sýklalyfjaónæmi er ein alvarlegasta heilbrigðisógn nútímans. Þegar bakteríur verða ónæmar fyrir sýklalyfjum breytast þær úr því að vera viðráðanlegar í að valda lífshættulegum sýkingum sem engin lyf ráða við. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur lýst sýklalyfjaónæmi sem einni af stærstu ógnunum við heilsu og lífsgæði heimsbyggðarinnar á 21. öldinni. Á Íslandi erum við enn sem komið er í betri stöðu en mörg önnur lönd, en nýleg gögn sýna að tilfellum ónæmra baktería hefur fjölgað og sýklalyfjanotkun aukist að nýju eftir heimsfaraldur COVID-19. Það kallar á tafarlausar og markvissar aðgerðir. Aðgerðaráætlun Íslands gegn sýklalyfjaónæmi Í fyrra staðfestu heilbrigðisráðherra, matvælaráðherra og umhverfisráðherra heildstæða aðgerðaráætlun gegn sýklalyfjaónæmi sem gildir til ársins 2029. Hún byggir á svokallaðri One Health nálgun, þar sem horft er til heilsu manna, dýra, matvælaframleiðslu og umhverfis í samhengi. Áætlunin felur í sér sex meginverkefni, 24 markmið og 75 tiltekin úrræði. Þar má nefna: að draga úr óþarfa sýklalyfjanotkun jafnt hjá mönnum og dýrum, að efla forvarnir og bólusetningar, að byggja upp vöktunarkerfi fyrir lyfjaónæmi, að styrkja fræðslu til almennings og heilbrigðisstarfsfólks, og að tryggja samráð og alþjóðlegt samstarf. Með þessu erum við að tryggja að við séum betur í stakk búin til að takast á við þann vanda sem sýklalyfjaónæmi er og þar með einnig að verja fólk gegn afleiðingum sýklasóttar. Samhengið við aðgerðaráætlunina Það er engin tilviljun að við tengjum saman dag vitundarvakningar um sýklasótt og aðgerðaáætlunina gegn sýklalyfjaónæmi. Dagurinn minnir okkur á lífshættulegar afleiðingar sýkinga. Aðgerðaráætlun okkar gegn sýklalyfjaónæmi tryggir að við höfum verkfærin til að bregðast við þegar sýkingar eiga sér stað. Við getum ímyndað okkur hvernig heimurinn liti út án virkra sýklalyfja. Sýklasótt sem nú er hægt að meðhöndla yrðu aftur að dauðadómi. Smáaðgerðir, keisaraskurðir og krabbameinslyfjameðferðir yrðu mun hættulegri. Með öðrum orðum – það sem við teljum sjálfsagt í dag gæti orðið ómögulegt á morgun. Því er baráttan gegn sýklalyfjaónæmi ekki aðeins tæknilegt verkefni innan heilbrigðiskerfisins. Hún er samfélagslegt verkefni sem snýst um líf, heilsu og framtíð komandi kynslóða. Að lokum Alþjóðalegur dagur vitundarvakningar um sýklasótt minnir okkur á mikilvægi þess að grípa snemma inn í þegar grunur leikur á sýklasótt. En hann minnir okkur einnig á að sýklasótt og sýklalyfjaónæmi tengjast órjúfanlegum böndum. Án virkra sýklalyfja getum við ekki bjargað lífi þeirra sem veikjast. Með samþykkt aðgerðaráætlunar Íslands gegn sýklalyfjaónæmi höfum við tekið stórt skref til að verja samfélag okkar. Með samstilltu átaki getum við tryggt að sýklalyf haldi áfram að vera eitt mikilvægasta vopn okkar gegn sýkingum og að líf sem annars myndu tapast verði bjargað. Höfundur er heilbrigðisráðherra.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun