Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar 15. september 2025 07:15 Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Í nýlegri frétt RÚV var haft eftir formanni Sjálfstæðisflokksins að „með atkvæðagreiðslu um aðild að Evrópusambandinu séu fyrstu skrefin tekin á braut sem þjóðin hefur ítrekað hafnað.“ Hún viðurkennir þó í sömu andrá að þjóðin hafi aldrei verið spurð beint. Þetta er klassísk aðferð sjálfstæðisflokksins: að játa hálfa staðreynd – til að geta svo teiknað upp sína eigin útgáfu af sannleikanum. Þjóðin hefur aldrei greitt atkvæði um ESB. Aldrei. Samt er fullyrt að hún hafi „ítrekað hafnað“. Þetta er taktík og – þetta er pólitískur spuni. Gamla tuggan í nýjum búningi Það sem fylgir í kjölfarið er líka kunnuglegt. Aðild er sögð sem ógn: fiskimiðin hverfa, auðlindir tapast, fullveldið gufar upp og útlendingar taka yfir. Þetta er sama sagan sem hefur verið endurtekin í áratugi – sama kassetta, nýtt hljóðkerfi. Munurinn er sá að áður var þessi boðskapur borinn fram í Morgunblaðinu. Núna birtist hann á RÚV – ríkisfjölmiðlinum sem á að standa vörð um sannleikann, en situr í staðinn sofandi í stólnum á meðan gamla kassettan er spiluð. Klíkan og frásögnin Þetta er manngerðin sem flokkurinn hefur byggst upp á: fólk sem hefur alist upp í mjúku skjóli forréttinda, lært að stjórna með yfirboði, valdaspili, og það versta einelti, og þau búa yfir yfiborðslegri samkennd sem er aðeins virk þegar hún nýtist til að halda stöðu sinni. Það sem sameinar þessa klíku er hæfileikinn til að hagræða staðreyndum. Í gær var það skattkerfið. Í dag er það ESB. Á morgun verður það eitthvað annað. Alltaf sömu vinnubrögð: að spinna frásögn sem heldur almenningi í ótta og tryggir að völdin sitji áfram hjá þeim sem munu og hafa skaðað samfélagið og almenning mest í gegnum tíðina með að deila þeim. Fjórða valdið sefur Og hvað gerir fjórða valdið? RÚV birti þessa frásögn án þess að leiðrétta, án þess að spyrja gagnrýninna spurninga, án þess að minna á að þjóðin hefur aldrei kosið um ESB. Fjölmiðill sem á að halda valdhöfum við efnið lét valdið stýra frásögninni. Það er hættulegt þegar fjölmiðill gleymir hlutverki sínu. Fjölmiðlar eiga að vera hornsteinn lýðræðisins, spyrja þegar fullyrðingar standast ekki, og setja orð valdhafa í samhengi. Þegar það er ekki gert, þá verða fjölmiðlar ómeðvitaðir samverkamaður í áróðri. Skoðanakannanir sem líta út eins og sannleikur Formaður flokksins vitnar í eldgamlar skoðanakannanir eins og þær séu úrslit þjóðaratkvæðagreiðslu. Kannanir sem voru gerðar á tímum þegar opin umræða var takmörkuð vegna ótta um hefndir og einelti. Samfélagsmiðlar voru ekki til staðar til að leyfa almenningi að tjá sig óhrætt og þannig skapa umræðu og tækifæri fyrir einstaklinga til að feta pólitískan veg til hagsmuna fyrir almenning. Enn nei þessu velmeinandi almenningi var heldur rekin úr vinnu sinna og oft í framhaldi af því settur í ævilangt straff til atvinnuþátttöku… Að draga fram skoðanakannanir og selja þær sem „vilja þjóðarinnar“ er eins og að nota gömul landakort frá miðöldum til að sanna að jörðin sé flöt. Það er úrelt, villandi og hannað til að fæla fólk frá því að spyrja spurninga og taka þátt í nútíma samræðum þar sem almenningur á sviðið og er hlustað á. Og við sitjum eftir með spurninguna Þegar fjórða valdið sefur og gamla tuggan lifir, þá ræður ekki lengur sannleikurinn. Þá ræður sá sem á hljóðnemann. Það er ástæðan fyrir því að þessi atburður er hættulegri en margir gera sér grein fyrir. Þetta snýst ekki bara um Evrópusambandið – þetta snýst um hvernig við leyfum valdinu að endurtaka sömu söguna aftur og aftur. Og þar kemur spurningin sem við verðum öll að svara: Viljum við fjórða valdið sem spyr, leiðréttir og upplýsir – eða fjórða valdið sem sefur á verðinum og lætur valdhafa halda áfram að mata þjóðina með sömu gömlu tuggunni? Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar