Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 14. september 2025 16:02 Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Ég er ekki hættuleg – ég er veik Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Kartöflurnar eru of dýrar til að kasta í veiðiþjófa Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný rannsókn á samspili erfða og félagslegs hreyfanleika leiðir í ljós að áhrif erfða á menntun, tekjur og eignastöðu eru bæði sterk og viðvarandi yfir kynslóðir. Rannsóknin byggir á gögnum úr hollenska Lifelines Biobank og skattframtölum frá árunum 2006–2022, þar sem notast er við fjölgenavísitölu (e. polygenic index, PGI) fyrir menntun sem mælikvarða á erfðafræðilega tilhneigingu til námsárangurs. Niðurstöðurnar sýna að börn hagnast bæði á beinum erfðum og á félagslegu umhverfi sem mótast af erfðum foreldra. Um helmingur áhrifa stafar af erfðaefni sem flyst beint til barnsins, en hinn helmingurinn felst í svokallaðri erfðaumönnun (genetic nurture), þ.e. að erfðir foreldra hafi áhrif á hegðun, menntun og tekjur þeirra sjálfra, sem aftur mótar félagslegt og efnahagslegt umhverfi barnsins Þessi óbeinu áhrif eru sérstaklega sýnileg þegar litið er til húsnæðismála, þar sem velstæðir foreldrar geta veitt börnum sínum fjárhagslega aðstoð og stuðlað þannig að efnahagslegum framgangi þeirra. Áhrifin eru umtalsverð í tölfræðilegu samhengi, því að 10 prósentustiga hækkun í PGI foreldris, hækkar menntun barnsins að jafnaði um 0,11 ár og færir það um 0,7 sæti upp tekjudreifinguna. Þessar niðurstöður staðfesta að erfðir eru eitt af þeim öflum sem festa félags- og efnahagslega stöðu milli kynslóða –ekki einungis í gegnum líffræðilegan arf– heldur einnig með mótun félagslegs umhverfis sem sjálft byggist að hluta á erfðafræðilegum þáttum foreldra. Rannsóknin dregur þannig fram mikilvæga ályktun fyrir stefnumótun: Erfðir eru ekki óumbreytanleg örlög. Í ljósi þess að stór hluti áhrifanna birtist í gegnum mótanlegt félagslegt umhverfi — svo sem menntakerfi, húsnæðisstefnu og aðgang að vinnumarkaði – geta stjórnvöld með markvissum aðgerðum dregið úr þeim hluta sem ella myndi erfast milli kynslóða. Höfundur er lögfræðingur.
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir Skoðun