Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 15. september 2025 08:03 Fyrsta umræða um fjárlög 2026 fór fram á Alþingi í síðustu viku. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að taka til í ríkisfjármálunum til að auka skilvirkni þeirra án þess að það komi niður á helstu þáttum velferðarkerfisins. Þar er af mörgu að taka, t.d. varðandi þjónustu við minnihlutahópa, eldri borgara og öryrkja. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt í mörg ár. Fjármagn til flókinna og stórra heilbrigðiskerfa hefur í engu fylgt fólksfjölgun og nú er svo komið að senda þarf sjúklinga til meðferðar erlendis í meira mæli en nokkrum sinnum áður. Það tekur tíma að vinda ofan af áralangri vanrækslu þótt vissulega hafi margt gott verið gert í gegnum árin. Sé litið á heildarmálaefnasvið barna og fjölskyldna má sjá um 9,1 prósenta aukningu framlaga milli ára, eða upp á tæplega 7 milljarða króna. Um 300 milljónir fara í varanlegan stuðning við geðþjónustu við börn og aldraða. Af öðrum þáttum þá má meðal annars nefna hækkun í fæðingarorlofsmál og til barnabóta um 23 milljarða. Þá er þremur milljörðum veitt í stuðning við börn með fjölþættan vanda í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki málaflokkinn alfarið yfir. En hvað er „fjölþættur“ vandi? Það er margt að skoða þegar kemur að þessum viðkvæma málaflokki. Fyrsta skrefið er að skilgreina hvað átt er við með fjölþættum vanda. Fjölþættur vandi tekur til flestra sviða heilbrigðis- og félagsmálakerfisins. Sem stendur liggja ekki fyrir neinar opinberar skilgreiningar í lögum og reglugerðum um hvað felst í fjölþættum vanda. Oftast er þó miðað við að barnið glími við röskun í tauga- og vitsmunaþroska og/eða tengslavandkvæði og/eða geðræn einkenni. Í einstaka tilfellum getur vímuefnavandi einnig verið til staðar. Í allmörgum tilfellum er í grunninn um að ræða barnaverndarmál með sögu um mikla vanrækslu og/eða ofbeldi. Þessi málaflokkur er með þeim flóknari á sviði barnamála fyrir þær sakir að börn með fjölþættan vanda eru ekki aðeins með greiningu vegna eins ákveðins sjúkdóms, fötlunar, fíknar eða aðrar greiningar heldur eru með margar greiningar. Þjónusta og stuðningsúrræði Þjónusta og stuðningur við börn með fjölþættan vanda og foreldra þeirra er flókin og umfangsmikil eðli málsins samkvæmt. Í flestum tilfellum er þörf á að tryggja öryggi barnsins og umhverfis þess allan sólarhringinn með búsetu utan heimilis til skamms eða lengri tíma og mögulega varanlega. Þessi málaflokkur felur því í sér fjölmargar áskoranir. Leggja þarf áherslu á víðtækar lausnir og forðast að einblína á einn hluta vandans. Barn sem er til dæmis með fötlun auk fíknivanda er með fjölþættan vanda. Nauðsynlegt er að geta boðið börnum með fjölþættan vanda vistun eða dvöl á meðferðarheimili þar sem þau fá viðhlítandi meðferð og umönnun. Það er gott að vita til þess að ríkisstjórnin er einmitt að vinna í málunum út frá þessari sýn. Einnig þarf að horfa til þeirra barna sem þarfnast þjónustu á grundvelli laga um langvarandi stuðningsþarfir, óháð greiningu. Sá hópur barna þarfnast oft umfangsmikillar þjónustu, mögulega fram á fullorðinsár. Veita þarf þessum börnum meðferð og hegðunarmótandi nálgun með það að markmiði að draga úr þjónustuþörf til að vinna að því að þau þurfi ekki að búa á stofnunum allt sitt líf. Ríkisstjórnin vinnur að viðeigandi úrræðum sem taka þétt utan um börn með þriðja stigs þjónustuþörf. Börn með fötlun, sjúkdóma og/eða tilfinninga- og hegðunarvanda eiga að sitja við sama borð við skipulagningu þriðja stigs þjónustu. Ákall hefur verið um meðferðarheimili; vistun utan heimilis fyrir börn með fíknivanda. Sannarlega er þörf á slíku úrræði. Reynslan sýnir hins vegar að titölulega fá börn þarfnast vistunar utan heimilis til langs tíma vegna vímuefnavanda og fylgikvilla hans einvörðungu. Þess vegna er kannski ekki rétt að skilgreina þennan hóp með langveikum börnum eða telja þau með börnum með fjölþættan vanda. Horft til framtíðar Í tiltölulega nýrri skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda eru settar fram 14 tillögur um úrræði og útfærslu. Allar tillögurnar eru góðar. Eftir situr hins vegar að huga að því hvernig koma á til móts við langveik börn. Börn sem ekki geta búið á eigin heimili vegna nauðsynjar á mikilli umönnun, mikilli hjúkrunar- og stuðningsþörf, eða börn sem glíma við afleiðingar vanrækslu og ofbeldis. Í sumar var stofnaður stýrihópur um eftirfylgni samkomulags ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað í marsmánuði þvert á flokka. Undirrituð á sæti í hópnum. Hópurinn hefur það hlutverk að styðja við þau sem sinna verkefninu á vettvangi stjórnarráðsins og stuðla að framgangi þeirra verkefna sem samkomulagið lýtur að. Ég er bjartsýn á að allir þingmenn þvert á flokka munu fylkja sér baki við þennan málaflokk og verkefni sem lúta að velferð barna og ungmenna. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Mest lesið Ísland fyrst Kjartan Magnússon Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Gagnaver í leit að orku Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Varði Ísland ólíkt sumum öðrum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Berum virðingu fyrir börnunum okkar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Það er pólitískt val að uppræta fátækt Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Bankarnir og þjáningin Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með Ljósinu! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala um Heiðmörk Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Aðild Íslands að ESB: Vegvísir til velsældar? Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Ávinningur fyrri ára í hættu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Gefum í – því unglingarnir okkar eiga það skilið skrifar Skoðun Það er munur á veðmálum og veðmálum Auður Inga Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að bíða lengur? Björg Baldursdóttir skrifar Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Um meint hlutleysi Kína í Úkraínustríðinu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Ljósið – samtök úti í bæ Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er heilbrigðisráðherra? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun VR-félagar, ykkar er valið! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Laufey og brúin milli kynslóðanna Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Árangur skólanna, hvað veist þú um hann? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Fyrsta umræða um fjárlög 2026 fór fram á Alþingi í síðustu viku. Ríkisstjórnin hefur einsett sér að taka til í ríkisfjármálunum til að auka skilvirkni þeirra án þess að það komi niður á helstu þáttum velferðarkerfisins. Þar er af mörgu að taka, t.d. varðandi þjónustu við minnihlutahópa, eldri borgara og öryrkja. Heilbrigðiskerfið hefur verið svelt í mörg ár. Fjármagn til flókinna og stórra heilbrigðiskerfa hefur í engu fylgt fólksfjölgun og nú er svo komið að senda þarf sjúklinga til meðferðar erlendis í meira mæli en nokkrum sinnum áður. Það tekur tíma að vinda ofan af áralangri vanrækslu þótt vissulega hafi margt gott verið gert í gegnum árin. Sé litið á heildarmálaefnasvið barna og fjölskyldna má sjá um 9,1 prósenta aukningu framlaga milli ára, eða upp á tæplega 7 milljarða króna. Um 300 milljónir fara í varanlegan stuðning við geðþjónustu við börn og aldraða. Af öðrum þáttum þá má meðal annars nefna hækkun í fæðingarorlofsmál og til barnabóta um 23 milljarða. Þá er þremur milljörðum veitt í stuðning við börn með fjölþættan vanda í samræmi við samkomulag ríkis og sveitarfélaga um að ríkið taki málaflokkinn alfarið yfir. En hvað er „fjölþættur“ vandi? Það er margt að skoða þegar kemur að þessum viðkvæma málaflokki. Fyrsta skrefið er að skilgreina hvað átt er við með fjölþættum vanda. Fjölþættur vandi tekur til flestra sviða heilbrigðis- og félagsmálakerfisins. Sem stendur liggja ekki fyrir neinar opinberar skilgreiningar í lögum og reglugerðum um hvað felst í fjölþættum vanda. Oftast er þó miðað við að barnið glími við röskun í tauga- og vitsmunaþroska og/eða tengslavandkvæði og/eða geðræn einkenni. Í einstaka tilfellum getur vímuefnavandi einnig verið til staðar. Í allmörgum tilfellum er í grunninn um að ræða barnaverndarmál með sögu um mikla vanrækslu og/eða ofbeldi. Þessi málaflokkur er með þeim flóknari á sviði barnamála fyrir þær sakir að börn með fjölþættan vanda eru ekki aðeins með greiningu vegna eins ákveðins sjúkdóms, fötlunar, fíknar eða aðrar greiningar heldur eru með margar greiningar. Þjónusta og stuðningsúrræði Þjónusta og stuðningur við börn með fjölþættan vanda og foreldra þeirra er flókin og umfangsmikil eðli málsins samkvæmt. Í flestum tilfellum er þörf á að tryggja öryggi barnsins og umhverfis þess allan sólarhringinn með búsetu utan heimilis til skamms eða lengri tíma og mögulega varanlega. Þessi málaflokkur felur því í sér fjölmargar áskoranir. Leggja þarf áherslu á víðtækar lausnir og forðast að einblína á einn hluta vandans. Barn sem er til dæmis með fötlun auk fíknivanda er með fjölþættan vanda. Nauðsynlegt er að geta boðið börnum með fjölþættan vanda vistun eða dvöl á meðferðarheimili þar sem þau fá viðhlítandi meðferð og umönnun. Það er gott að vita til þess að ríkisstjórnin er einmitt að vinna í málunum út frá þessari sýn. Einnig þarf að horfa til þeirra barna sem þarfnast þjónustu á grundvelli laga um langvarandi stuðningsþarfir, óháð greiningu. Sá hópur barna þarfnast oft umfangsmikillar þjónustu, mögulega fram á fullorðinsár. Veita þarf þessum börnum meðferð og hegðunarmótandi nálgun með það að markmiði að draga úr þjónustuþörf til að vinna að því að þau þurfi ekki að búa á stofnunum allt sitt líf. Ríkisstjórnin vinnur að viðeigandi úrræðum sem taka þétt utan um börn með þriðja stigs þjónustuþörf. Börn með fötlun, sjúkdóma og/eða tilfinninga- og hegðunarvanda eiga að sitja við sama borð við skipulagningu þriðja stigs þjónustu. Ákall hefur verið um meðferðarheimili; vistun utan heimilis fyrir börn með fíknivanda. Sannarlega er þörf á slíku úrræði. Reynslan sýnir hins vegar að titölulega fá börn þarfnast vistunar utan heimilis til langs tíma vegna vímuefnavanda og fylgikvilla hans einvörðungu. Þess vegna er kannski ekki rétt að skilgreina þennan hóp með langveikum börnum eða telja þau með börnum með fjölþættan vanda. Horft til framtíðar Í tiltölulega nýrri skýrslu stýrihóps um fyrirkomulag þjónustu við börn með fjölþættan vanda eru settar fram 14 tillögur um úrræði og útfærslu. Allar tillögurnar eru góðar. Eftir situr hins vegar að huga að því hvernig koma á til móts við langveik börn. Börn sem ekki geta búið á eigin heimili vegna nauðsynjar á mikilli umönnun, mikilli hjúkrunar- og stuðningsþörf, eða börn sem glíma við afleiðingar vanrækslu og ofbeldis. Í sumar var stofnaður stýrihópur um eftirfylgni samkomulags ríkis og sveitarfélaga sem var undirritað í marsmánuði þvert á flokka. Undirrituð á sæti í hópnum. Hópurinn hefur það hlutverk að styðja við þau sem sinna verkefninu á vettvangi stjórnarráðsins og stuðla að framgangi þeirra verkefna sem samkomulagið lýtur að. Ég er bjartsýn á að allir þingmenn þvert á flokka munu fylkja sér baki við þennan málaflokk og verkefni sem lúta að velferð barna og ungmenna. Höfundur er sálfræðingur og þingmaður Flokks fólksins.
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar
Skoðun Í Hafnarfirði finnur unga fólkið rými, rödd og raunveruleg tækifæri Valdimar Víðisson skrifar
Skoðun Tryggja þarf öfluga endurhæfingu fyrir einstaklinga með krabbamein Ragna Kristín Guðbrandsdóttir skrifar
Skoðun Misnotkun á velferðarkerfinu: Áhyggjur vegna nýbúa og kerfisglufa Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Tími til að fagna, minna á og hvetja áfram – 50 ár frá Kvennaverkfallinu Ólöf Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Jafnréttisbærinn Hafnarfjörður – nema þegar þú ert þolandi Ingibjörg Gróa Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af lokuðum búsetuúrræðum og sérlausnum í flugi Þorgerður M Þorbjarnardóttir,Halldór Reynisson skrifar
Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun