Skoðun

Sjúkraþjálfaravaktin

Sveinn Sveinsson skrifar

Nú stendur til boða að fá tíma hjá sjúkraþjálfara á kvöldin alla virka daga á Læknavaktinni. Til að bóka tíma er annað hvort hægt er að mæta beint á vaktina eða bóka tíma á www.noona.is. Ekki þarf tilvísun frá lækni.

Með þessari þjónustu vilja sjúkraþjálfarar rétta hjálparhönd við að létta á Bráðamóttöku Landspítalans. Einstaklingar geta því mætt beint á sjúkraþjálfaravaktina eftir slys, áverka eða skyndilega verki í stað þess að leita á Bráðamóttökuna. Sjúkraþjálfari á vakt skoðar, greinir og fræðir einstaklinginn um hvað sé mögulegt að gera til að flýta bata og minnka verki. Hann veitir fyrstu meðferð og fer yfir hvaða æfingar er æskilegt að gera, hvað skal forðast og hvers megi vænta á næstu vikum.

Sjúkraþjálfarar sem starfa á vaktinni hafa langa reynslu. Þeir taka á móti öllum sem eiga við verkjavandamál að stríða eða þeim sem eru að bíða eftir að komast að hjá sérfræðingum, læknum eða sjúkraþjálfurum. Með því að mæta í eitt skipti til sjúkraþjálfara er hægt að fá að vita hvað má gera, hvað sé hægt að gera og fá m.a. ráð til að minnka bólgur og verki. Það að fá ráðleggingu frá sjúkraþjálfara eykur öryggi og styrk til að takast á við vandamálið.

Nú þegar hafa fjöldi einstaklinga með verki leitað til sjúkraþjálfara á vaktinni og fengið meðferð sem léttir á verkjunum, fengið útskýringar á vandamálunum um hvað er hægt að gera.

Léttum á Bráðamóttökunni og mætum á Sjúkraþjálfaravaktina.

Höfundur er sjúkraþjálfari.




Skoðun

Skoðun

Börnin okkar

Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar

Sjá meira


×