Sóun er dottin úr tísku! Hugrún Geirsdóttir skrifar 19. nóvember 2022 08:01 Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Tíska og hönnun Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Sjá meira
Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda. Evrópska Nýtnivikan stendur yfir frá 19. til 27. nóvember. Þemað þetta árið er sjálfbærni og hringrás textíls undir slagorðinu Sóun er dottin úr tísku! Textíliðnaðurinn er einn sá umfangsmesti í heimi og honum fylgir gríðarleg efnanotkun, ferskvatnsmengun og losun gróðurhúsalofttegunda svo það skiptir miklu máli að draga úr sóun og auka líftíma textíls. Í Nýtnivikunni er tilvalið að huga að þeim flíkum og skóm sem eru að nálgast sögulok í fataskápnum. Ertu til í að enduruppgötva samband þitt við flíkina og deila áfram með henni sögusviði? Eða gefa henni kost á hlutverki í sögu annars fólks? Ein leiðin að nýju upphafi fyrir flíkina þína er að koma henni á fataskiptimarkað. Vinnustaðir geta átt frumkvæðið að því að setja upp slíkan markað þar sem hægt er að skiptast á flíkum, skóm, skarti eða öðru sem „skapar manninn“ samkvæmt popplaginu góða. Leikreglur fataskiptimarkaðar eru einfaldar: mætum með hreinar og heillegar flíkur, höldum skiptimarkaðnum snyrtilegum, tökum það sem okkur líst vel á og það sem fær ekki nýtt upphaf rennur til góðgerðarsamtaka. Fataskiptimarkaðir stuðla ekki einungis að umhverfisvænni neyslu heldur lífga þeir einnig upp á daginn og eru auðveld leið til að vekja fólk til umhugsunar um sóun og óþarfa neyslu. Stemning getur orðið gríðarleg á vinnustöðum sem hafa staðið fyrir fataskiptimörkuðum og eru dæmi um að starfsmenn hafa mætt í einu dressi en verið komnir í annað, sem þeir hafa kippt af markaðnum, eftir hádegi – með tilheyrandi gleði, ánægju og lágmarks tilkostnaði. Þó það sé mikilvægt að við hugum að því hvernig við gefum flíkum tækifæri á framhaldslífi, þá þurfum við einnig að horfa til þess hvernig við getum minnkað fataneyslu almennt og dregið úr líkunum á því að hver flík eigi bara heima í örsögu. Munum að umhverfisvænasta flíkin er sú sem þú keyptir ekki eða sú sem þú átt nú þegar inni í skáp Eða eins og tísku- og pönkdrottningin Vivienne Westwood sagði, „Keyptu minna, veldu vel og láttu það endast“. Við viljum að sögur hafi gott upphaf, viðburðaríka miðju og farsælan endi – þannig viljum við líka sjá söguþráð fatanna okkar – að vandað sé til verka við hönnun og saumaskap, að þær verði notaðar við mörg og fjölbreytt tilefni og að þegar einn eigandi skilur við hana taki annar við og spinni nýjan þráð við sögu hennar. Nýttu Nýtnivikuna, taktu þátt í fataskiptimarkaði og sýndu að sóun er dottin úr tísku! Höfundur er sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfisstofnun.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun