Uppræting ofbeldis – mikilvægasta lýðheilsumálið! Fríða Brá Pálsdóttir skrifar 13. nóvember 2022 15:00 Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Heilsa Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt rannsókninni Áfallasögu kvenna verða 40% kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ofbeldi er landlægt hér sem og annarsstaðar. Enginn er undanskilinn: ofbeldi fylgir ekki stétt eða kyni, það spyr ekki um búsetu eða aldur. Afleiðingar áfalla og ofbeldis, sérstaklega í æsku, hafa komið betur og betur í ljós á undanförnum árum og hafa margir vísindamenn fjallað um málið. Það var Vincent Felitti sem reið á vaðið árið 1997, þegar hann hálfpartinn rambaði á þá staðreynd að meirihluti fólks í meðferð vegna offitu hafði orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi í æsku. Meirihluti! Þetta var enn greinilegra hjá þeim sem nýttist meðferðin illa eða hætti í meðferðinni. Á þeim 25 árum sem frá þessu er liðið hafa rannsóknirnar margfaldast og hræðileg heilsufarsleg, félagsleg og efnahagsleg áhrif ofbeldis orðið ljós. Það hefur verið þekkt í þó nokkurn tíma að ofbeldi og áföll hafa mikil áhrif á andlega heilsu, og flest eru farin að tengja það ósjálfrátt saman, að áföll geti leitt af sér t.d. þunglyndi og kvíða. Dr. Margrét Ólafía Tómasdóttir fjallar í doktorsritgerð sinni um tengsl áfalla og fjölveikinda, og sýnir þar sláandi niðurstöður um efnahagslegar afleiðingar áfalla. Doktor Sigrún Sigurðardóttir hefur rannsakað efnið mikið og eru rannsóknir hennar merkilegar á heimsvísu, en þær sýna fram á að líkamlegar afleiðingar áfalla í æsku eru gríðarlegar, og svo virðist vera sem kynferðislegt ofbeldi í æsku tróni á toppnum með skelfilegustu afleiðingarnar. Verkir eru algengasta líkamlega afleiðing áfalla. Langvinnir verkir er eitt stærsta heilbrigðisvandamálið í heiminum, en ekki einungis er þessi hópur mun líklegri til að vera með langvinna verki, heldur nýtist þeim meðferð almennt verr, sama hvort um ræðir lyfjameðferð, skurðaðgerðir eða endurhæfingu. Þá er algengara að fólk með áfallasögu og verki búi við lélegri lífsgæði og meiri færniskerðingu en þau sem ekki eru með sögu um áföll. Þá eru ótaldir þeir fjölmörgu bólgu- og ónæmissjúkdómar sem eru illir viðureignar en virðast vera mun algengari hjá fólki með sögu um áföll og ofbeldi. Meltingarfærasjúkdómar, offita, hjarta -og lungnasjúkdómar, krabbamein og fleiri sjúkdóma má einnig finna á þessum lista yfir afleiðingar áfalla. Heilbrigðiskerfið okkar er við þanmörk. Við erum endalaust að fást við þessa sjúkdóma. Krabbamein og hjartasjúkdómar voru helstu dánarorsök Íslendinga í fyrra, en aðrir sjúkdómar s.s. gigtar-, ónæmis- og verkjasjúkdómar eru ekki síður alvarlegir: Þeir draga fólk ekki til dauða en bera ábyrgð á mestri nýgengni á örorku undanfarin ár og valda ómældri lífsgæðaskerðingu fyrir þau sem við þá fást, sem og gríðarlegum kostnaði á þjóðfélagið. Eins og áður var getið verða 40% íslenskra kvenna fyrir ofbeldi á lífsleiðinni. Ekki liggja fyrir rannsóknir um algengi áfalla hjá körlum, en erlendar rannsóknir hafa sýnt að tíðni áfalla í æsku er svipuð á milli kynjanna, þó svo að eðli áfalla sé oft öðruvísi síðar á lífsleiðinni. Afleiðingar áfalla hjá karlmönnum virðast líka vera með öðrum hætti en afleiðingar hjá konum, en karlmenn virðast oftar leiðast til ofbeldi- og glæpahegðunar og fíknivanda. Ég segi stundum í hálfkæringi að konur með áfallasögu séu á mínum gamla vinnustað Reykjalundi, en karlar með áfallasögu séu í fangelsi, þar sem afleiðingarnar hafa mismunandi birtingarmynd. Á nýafstöðnu heilbrigðisþingi heilbrigðisráðherra var aðal áhersla á lýðheilsu og heilsulæsi. Ekki var þó minnst einu orði á ofbeldi, þrátt fyrir að rannsóknir sýni einmitt að þessi hópur fólks nýtir heilbrigðisþjónustu ekki eins og yfirvöld vilja (sjá rétt þjónusta á réttum stað í heilbrigðisstefnu ráðherra, um að koma á rétt stig heilbrigðiskerfisins hverju sinni) og meðferðarheldni hópsins er verri en gengur og gerist, sem oft er talað um sem afleiðingu lélegs heilsulæsis. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að fólk sem upplifir áföll eignist börn sem upplifa áföll. Kynslóðasmit áfalla er vel þekkt, en svo virðist sem genatjáning og utangena erfðaefni fólks sem upplifir áföll breytist, og þessir erfðaþættir smitast á næstu kynslóð, sem er mun líklegra til að upplifa afleiðingar áfalla. Þá er ógetið um þau áföll sem snerta kynslóðir, sem t.d. frumbyggjar um allan heim hafa þurft að þola. Við verðum að rjúfa keðjuna. Við verðum að veita fólki þann stuðning og aðstoð sem það þarf til að vinna úr sinni sögu og geta farið að dafna. Við verðum að búa til heilsteypta einstaklinga, svo þau geti sjálf búið til heilsteypta einstaklinga. Við verðum að grípa börn sem búa við ofbeldi. Við verðum að styðja þau! Við verðum að aðstoða foreldra sem beita ofbeldi. Það er svo mikið í húfi að við höfum engan vegin efni á því að gera ekkert. Á heilbrigðisþingi endaði heilbrigðisráðherra á orðunum „engar skyndilausnir takk!“ og vitnaði þar í erindi Margrétar Lilju Guðmundsdóttur. Kæru heilbrigðis- og félags og vinnumarkaðsráðherrar. Við verðum að ráðast að rót vandans. Við verðum að fjárfesta í að uppræta ofbeldi. Heilbrigðis- og félagskerfin okkar munu þakka okkur fyrir það. Höfundur er sjúkraþjálfari og meistaranemi í heilbrigðisvísindum við Háskólann á Akureyri.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun