Ertu með eða á móti? Finnur Th. Eiríksson skrifar 29. júlí 2022 10:01 Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það fylgja því bæði forréttindi og ábyrgð að geta opinberlega tjáð skoðanir sínar. Á Vesturlöndum ber jafnvel nokkuð á því að einstaklingar byggi sjálfsmynd sína á ákveðnum skoðunum og viðhorfum. Hins vegar virðast ýmsir einungis tileinka sér skoðanir sem hafa hlotið samfélagslega viðurkenningu án frekari íhugunar. Sömuleiðis virðist ákveðinn minnihluti sjálfkrafa taka afstöðu gegn öllum samfélagslega viðurkenndum skoðunum. Mistök þessara einstaklinga eru hin sömu. Þeir líta á skoðanir sem eins konar einkennismerki frekar en niðurstöðu langrar og ítarlegrar upplýsingaöflunar. Þegar fólk tileinkar sér skoðanir á þennan yfirborðskennda hátt er viðbúið að mótsagnir meðal skoðana þeirra geri vart við sig. Til dæmis gæti maður spurt sig hvernig einstaklingur sem aðhyllist efnahagslega frjálshyggju geti verið á móti endurnýjanlegum orkugjöfum þegar það er eftirspurn eftir þeim á hinum frjálsa markaði. Hvernig getur stjórnmálakona sem berst fyrir kvenréttindum hulið sig og lotið höfði þegar hún ferðast til klerkaríkisins Írans? Hvernig getur stuðningsmaður Ísraels réttlætt stuðning við Pútín Rússlandsforseta þegar blóðug innrás hans í Úkraínu er að miklu leyti sambærileg útrýmingarstríði Arabaríkjanna gegn Ísrael árið 1948? Að gera sér grein fyrir að maður hafi tvær eða fleiri ósamræmanlegar skoðanir getur verið óþægilegt. En sú uppgötvun getur einnig verið vitundarvakningin sem hjálpar manni að losa sig við þær skoðanir sem maður hefur tileinkað sér án vandlegrar íhugunar. Þessi uppgötvun getur einnig hjálpað manni að losna undan þrýstingnum til að taka afstöðu án þekkingar, hvort sem sá þrýstingur kemur frá vinum, fjölskyldu eða fjölmiðlum. Enginn hefur rétt á að krefja mann um skoðun. Til að fyrirbyggja misskilning langar mig að taka fram að ég hvet ekki til þess að fólk standi á hliðarlínunni þegar kemur að baráttu minnihlutahópa fyrir sjálfsögðum mannréttindum. En það eru fjölmörg önnur álitamál sem maður hefur hvorki tíma né áhuga á að kynna sér nógu vel til að mynda sér upplýsta skoðun. Það er í fínu lagi að viðurkenna það. Auk þess eru afarkostirnir sem felast í þeirri kröfu að vera annað hvort „með eða á móti“ dæmi um svokallaða falska tvíhyggju (e. false dichotomy). Í því samhengi liggur líklega best við að vitna í Markús Árelíus Rómarkeisara: „Þú átt alltaf möguleikann að hafa enga skoðun.“ Höfundur er meðlimur starfsstjórnar MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun