Hugleiðing dagforeldris Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar 9. maí 2022 20:01 Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Skoðun Að stela framtíðinni Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Vegið að framtíð ungs vísindafólks á Íslandi Katrín Möller,Svava Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjöleignarhús og vátryggingar Jónína Þórdís Karlsdóttir skrifar Skoðun Ert þú áhorfandi ofbeldis? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Það er dýrt að reka ríkissjóð alltaf á yfirdrætti Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Opinber ómöguleiki Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Gervigreindin mun gjörbylta öllum samfélögum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferðarlögin tíu ára Einar Örn Thorlacius skrifar Skoðun Er þetta sanngjarnt? Sigríður Clausen skrifar Skoðun Niðurskurðurinn sem enginn bað um Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í borginni Björg Eva Erlendsdóttir,Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Slæm stjórnsýsla heilbrigðismála - dauðans alvara Markús Ingólfur Eiríksson skrifar Skoðun Eldra fólk á betra skilið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Fimmtíu og sex Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Börn laga ekki beinbrot Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík.
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar