Hugleiðing dagforeldris Halldóra Björk Þórarinsdóttir skrifar 9. maí 2022 20:01 Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Mosfellsbær Reykjavík Kópavogur Mest lesið Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Billjón dollara hringavitleysa? Bjarni Herrera skrifar Skoðun Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aldursfordómar, síðasta sort Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla Bryndís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda Anna Birna Almarsdóttir skrifar Skoðun Fáum Elon Musk lánaðan í viku Davíð Bergmann skrifar Skoðun Á-stríðan og meðferðin Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri Birna Þórisdóttir skrifar Skoðun Valkostir í varnarmálum Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi Hannes Jónsson skrifar Skoðun Rænum frá börnum og flestum skítsama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Með opinn faðminn í 75 ár Guðni Tómasson skrifar Skoðun Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Lokum.is Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að komast frá mömmu og pabba Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Upp með olnbogana! Eliza Reid skrifar Skoðun Að missa sjón þó augun virki Inga María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Flosi – sannur fyrirliði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Því miður, atkvæði þitt fannst ekki Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Stigið fram af festu? Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Óður til Grænlands Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Á hverju vori byrjar undirbúningur fyrir nýjan barnahóp að hausti og ber að hafa margt í huga við skipulag og þar á meðal kostnað foreldra. Um hver áramót bíðum við eftir því að heyra hver hækkun niðurgreiðslu fyrir foreldra ungra barna verður hjá dagforeldrum. Um hver áramót verð ég fyrir vonbrigðum með niðurgreiðslur Reykjavíkur, því hún er til skammar miðað við nágranna sveitafélögin. Við þurfum að taka með í reikninginn hækkun reiknaðs endurgjalds, lífeyrissjóðinn og hækkun matarkörfunar. Foreldrar sama hvar þeir búa geta valið sér dagforeldra sem að hentar þeim og þá jafnvel í öðru bæjarfélagi þar sem það gæti verið nær vinnustað eða ömmu sem að á að sækja. Næsta haust er undirrituð að fá börn úr 3 sveitafélögum og er munurinn sláandi. Mosfellsbær gefur upp gjaldið 153.895.- fyrir 8.5 tíma og nú skulum við gefa okkur að plássið kosti það á mánuði og hvert bæjarfélag er svo með sýna niðurgreiðslu: Barn hjóna í Reykjavík myndu þurfa að greiða 82.532.- og einstætt foreldri 54.367.- örugglega tölur sem að margir foreldrar þekkja. En svo kemur næsta barn í vistun en það er með lögheimili í Kópavogi og þarf því ekki að greiða nema 71.735.- ( og einstætt foreldri 53.367) og er það fyrir yngri en 15 mánaða. Um leið og barnið verður 15 mánaða hækkar niðurgreiðsla þess og verður gjald foreldra 53.735.- (og einstætt foreldri 31.335.-) Þarna eru giftu foreldrarni í Kópavogi sem eru með 2 tekjur farnir að borga minna heldur en einstæða foreldrið í Reykjavík sem hefur bara einar tekjur. Munurinn er virkilega sláandi!!! Þriðja barnið mætir úr Mosfellsbæ í vistun og hefur ekki náð 12 mánaða aldri og greiða því foreldrarnir 49.920.- Ekki er gerður munur á hvort foreldrar séu giftir/sambúð eða einstætt foreldri Um leið og barnið úr Mosfellsbæ hefur náð 12 mánaða aldri hækkar niðurgreiðslan all verulega og greiða því foreldrar 30.342.- til dagforeldris á mánuði fyrir 8,5 tíma vistun á dag. Munurinn er verulegur á milli bæjarfélaga. Afhverju hækkar ekki Reykjavíkurborg niðurgreiðslur barna frá 12 mánaða til dagforeldra og reynir að vera í takt við nágranna sveitafélögin. Ég hélt að loforðið fyrir síðustu kosningar væri að gera vel við öll börnin í Reykjavík. Erfiðast er fyrir dagforeldra að sýna foreldrum muninn. Afhverju þarf ég að borga svona mikið sagði eitt foreldrið og ég sem bý við hliðina á þér!!! Hvað getur maður sagt annað en að vonandi fer borgin að sjá að sér hækkar niðurgreiðslurnar fyrir þennan hóp barna sem að ekki eru komin inn á leikskóla. Að mér vitandi er aðeins einn flokkur í borginn sem að minnist á dagforeldra í sinni stefnuskrá og þykir mér það miður þar sem að við dagforeldrar erum ódýrasti kosturinn fyrir borgina frá fæðingarorlofi fram að leikskóla. Höfundur er formaður Barnsins félags dagforeldra í Reykjavík.
Skoðun Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt? Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Aðalvandamálið þegar þjónusta á íslensku er ekki í boði! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hetjusögur af óþekktum manni – Ég kýs Þorstein Skúla sem formann VR Sólveig Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar