Það er verk að vinna í Hafnarfirði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 27. apríl 2022 15:30 Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Samfylkingin Hafnarfjörður Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Það þarf margt að laga í Hafnarfirði. Það þarf nýja sýn við stjórn bæjarins, þar sem verikin verða látin tala. Kröftuga uppbyggingu í góðu samráði og samvinnu við bæjarbúa, samtök og atvinnulíf. Jafnaðarmenn eru tilbúnir í það verkefni að leiða nýjan meirihluta í bæjarstjórn Hafnarfirði. Það er kominn tími til að hvíla Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa stýrt bænum síðustu átta ár. Til að nýr meirihluti taki við stjórn bæjarins með manngildi og réttlæti að leiðarljósi, þarf að kjósa Samfylkinguna í Hafnarfirði 14.maí næstkomandi. Jafnaðarmenn nálgast það viðfangsefni af alvöru, en með bjartsýni. Okkur er ljóst að það er víða verk að vinna. Mörg mál hafa verið látin reka á reiðanum og of lítið verið sinnt. Eða þá hreinlega illa unnin. Íbúamálin þarf að taka föstu tökum og tryggj jafnt og traust framboð á lóðum og íbúðum. Það mun aldrei verða undir stjórn jafnaðarmanna að það fækki í bænum eins og gerðist í valdatíð Sjálfstæðisflokksins árið 2020 vegna óstjórnar í málaflokkum. Eins munum við tryggja fjölbreytt val íbúðaforma og þess vegna kalla að verki óhagnaðardrifin félög sem reisi íbúðir á félagslegum grunni, en ekki með hámarksgróða ,heldur á sanngjörnu verði til ungs fólks, meðaltekjufólks, fólks sem höllum fæti stendur og annarra sem þurfa þak yfir höfuðið. Við jafnaðarmenn tryggjum jafna og stöðuga fjölgun íbúða og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná niður íbúðaverði. Átak í leikskólamálum Við ætlum að lyfta leikskólanum og hlúa að honum, starfsfólki hans og skapa fleiri skólarými fyrir börnin okkar. Við munum reisa nýja leikskóla. Til að flýta fyrir inntöku barna strax við 12 mánaða aldur, þegar fæðingarorlofi foreldra lýkur, þá munum við kappkosta að bjóða upp á valkosti í ungbarnavistun hjá bænum og eins efla og styrkja dagforeldrakerfið. Það verði brúin yfir í hefðbundna leikskóla, þannig að yngstu börnin fái skjól strax við 12 mánaða aldurinn. Mikils virði er líka ná sátt við starfsfólk leikskólanna og bæta vinnuumhverfi þess. Við vinnum með starfsfólki bæjarins í þeirra þjónustustörfum. Það verður forgangsmál. Úrræði fyrir fatlaða þarf að taka föstu tökum og tryggja aðgengi þeirra að þjónustu, þar sem manneskjan er í öndvegi. Þar skiptir rétt hugarfar miklu máli hjá þeiim sem veitir þjónustuna og kostar hana. Allir með Jafnaðarstefnan er lífsstefna, þar sem samhjálp og samstarf eru lykilatriði. Við segjum líka: öflugt atvinnulíf skapar velferð, en um leið þarf öfluga velferð til að tryggja gott atvinnulíf. Og í samfélagi okkar eiga allir að vera með - enginn skilinn eftir. Samfylkingin er tilbúin í verkin með Hafnfirðingum. Stöndum saman um það að gera Hafnarfjarðarbæ að fyrirmyndarbæjarfélagi á landsvísu á velflestum sviðum. Við eigum samleið í því verkefni. XS að sjálfsögðu! Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar og fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun