Nýtt fólk, sama tuggan, sömu skuggastjórnendurnir Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. apríl 2022 10:31 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar