Nýtt fólk, sama tuggan, sömu skuggastjórnendurnir Tómas Ellert Tómasson skrifar 21. apríl 2022 10:31 Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Miðflokkurinn Tómas Ellert Tómasson Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið áhugavert að fylgjast með kosningabaráttunni í Svf. Árborg það sem af er. Í upphafi hennar kom fram á sjónarsviðið hjá D-lista Sjálfstæðisflokksins nýtt fólk sem margir töldu efnilegt og góða skiptimynt fyrir þá er fyrir sátu á fleti. Einlægar og fagmannlega ritaðar greinar birtust í blöðum og á vefmiðlum í aðdraganda prófkjörs. Með fylgdu Casablanca myndbönd þar sem við fengum að heyra og sjá þeirra framtíðarsýn fyrir sveitarfélagið. Allt saman leit þetta vel út og framtíðin björt fyrir næstu bæjarstjórn í Svf. Árborg að margra mati. Einhverjir báru meira að segja vonir til þess að þarna væri komið fram á sjónarsviðið fólk sem að væri málefnalegt. Hvað svo? Nú þegar að rúmar þrjár vikur eru í kosningar að þá skipta nýframbjóðendurnir allt í einu um kúrs. Bera fer á því að sömu tuggurnar sem heyrðust áður úr ranni D-lista fólks í bæjarstjórn og enginn nennti að hlusta á, fara að heyrast aftur. Meira að segja orðrétt. Að auki er nú er varað við yfirvofandi heitavatnsskorti, ýjað að því að Selfosshöllin hafi verið óþörf og að allt sé að fara fjandans til í sveitarfélaginu. Ég bara trúi því ekki að oddviti D-lista Sjálfstæðisflokksins, sá sami og er deildarstjóri og yfirmaður íþróttamála í Svf. Árborg sé þeirrar skoðunar sem að hann er skrifaður fyrir á Vísi og sunnlenska í dag. Það er frekar augljóst í mínum huga að nú hafa skuggastjórnendurnir tekið í taumana, stillt sínu efnilega fólki upp við vegg og gert þeim að hætta að vera svona lífsglöð. Svo langt hefur það gengið, að skuggastjórnendurnir skrifa nú orðið greinar í nafni nýframbjóðendanna. Verið þið sjálf „Lífið er ein umferð“ sagði mætur maður eitt sinn. Það er rétt og maður á að hafa gaman að því. Að því sögðu að þá hef ég eitt ráð að gefa til þeirra efnilegu frambjóðenda sem nú geysast fram á ritvöllinn og sjónarsviðið í Svf. Árborg. Leitið upprunans í ykkar stjórnmálaflokkum kæru nýframbjóðendur, ekki eltast við að klæðast fegurstu fötum keisarans hverju sinni og umfram allt kveðjið skuggastjórnendurna ykkar. Verið þið sjálf, það fer langbest á því og er heillavænlegast til árangurs. Höfundur er formaður bæjarráðs, oddviti M-lista Miðflokksins og Sjálfstæðra í Svf. Árborg
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun