Árborg

Fréttamynd

Grunuð um í­kveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi

Lögreglan á Suðurlandi segir vonbrigði að gæsluvarðhald yfir konu sem grunuð er um endurteknar íkveikjur á Selfossi í haust hafi verið fellt úr gildi. Áfram verði vel fylgst með svæðinu þar sem eldsvoðar hafa ítrekað komið upp. Nágrannar konunnar segja um sorglegt mál að ræða, vona að konan fái viðeigandi aðstoð en óttast um leið um öryggi sitt.

Innlent
Fréttamynd

Kona í fjöl­býlis­húsinu talin brennu­vargur en gengur laus

Kona sem grunuð er um endurteknar íkveikjur í geymslum fjölbýlishúss á Selfossi þar sem hún er meðal íbúa auk íkveikju í verslunum og stigagangi í bænum hefur verið látin laus. Landsréttur féllst ekki á að skilyrði um varðhald væru uppfyllt þótt lögregla telji konuna brennuvarg. Meðal gagna lögreglu er myndbandsupptaka þar sem konan virðist kveikja eld í verslun.

Innlent
Fréttamynd

Byggja þarf 5.500 í­búðir á Suður­landi á næstu 10 árum

Íbúum á Suðurlandi er alltaf að fjölga og fjölga enda er íbúðaverð á svæðinu mun lægra en á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt greiningu sérfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Reiknað er með fimm þúsund og fimm hundruð nýjum byggingu á næstu 10 árum á Suðurlandi.

Innlent
Fréttamynd

Meintur brennu­vargur í haldi lög­reglu

Einn er í haldi lögreglunnar á Suðurlandi vegna gruns um íkveikju í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi í dag. Eldur kom upp í sama fjölbýlishúsi þrisvar sinnum í síðasta mánuði og lögregla rannsakar hvort um einn og sama brennuvarg ræði í öllum fjórum málunum.

Innlent
Fréttamynd

Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrar­bakka í dag

Skrúðganga í þjóðbúningum í fylgd fornbíla verður einn af hápunktum dagsins á Eyrarbakka í dag því þar stendur Þjóðbúningafélag Íslands og Byggðasafnið á staðnum fyrir hátíðin, sem nefnist „Þjóðbúningar og skart“.

Lífið
Fréttamynd

Tvisvar sóttur af lög­reglu eftir flótta af spítalanum

Reynir Bergmann fór í hjartastopp eftir mikla steraneyslu og var haldið sofandi í öndunarvél. Haldinn ranghugmyndum reyndi hann ítrekað að flýja af spítalanum. Áfallið tók á alla fjölskylduna og er Reynir enn hræddur við að deyja í svefni. Erfiðast var þó fyrir móður hans að vaka yfir öðru barni sínu í öndunarvél.

Lífið
Fréttamynd

Rann­saka hvort bíl­stjórinn hafi dottað

Hvort vörubílstjóri Samskipa hafi dottað við akstur í gegnum Selfoss aðfaranótt þriðjudags er meðal þess sem lögregla hefur til skoðunar við rannsókn sína. Upplýsingafulltrúi Samskipa segir óhappið mjög slæmt en sem betur fer ekki algengt og verði tekið til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Leit að meintum brennuvargi engu skilað

Leit lögreglu á Suðurlandi að meintum brennuvargi á Selfossi hefur engu skilað. Rannsókn lögreglunnar á endurteknum eldsvoða í fjölbýlishúsi á Selfossi í lok september er í fullum gangi og rannsakað sem íkveikjur. Íbúar hafa sagst dauðhræddir um líf sitt og heilsu.

Innlent
Fréttamynd

Nýsestur á skrif­stofunni þegar hann fékk bíl í flasið

Jóhann Rúnarsson eigandi dekkjaverkstæðisins Pitstop Selfossi var nýsestur í skrifstofustólinn í morgun þar sem hann ætlaði að ganga frá dekkjapöntunum þegar hann fékk bíl í flasið. Betur fór en á horfðist þegar óheppnum eldri borgara varð á að ýta á bensíngjöfina í stað bremsu þar sem hann var á leið með bílinn í dekkjaskipti og slasaðist enginn alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Við­reisn býður fram undir eigin merkjum í Ár­borg

Viðreisn býður í fyrsta sinn fram í eigin nafni í Árborg í næstu sveitarstjórnarkosningum. Viðreisnarmenn hafa hingað til boðið fram með Áfram Árborg. Formaður Viðreisnar í Árnessýslu segir flokkinn tilbúinn að taka næsta skref.

Innlent
Fréttamynd

„Maður er skít­hræddur um að maður brenni inni“

Íbúi við Fossveg á Selfossi þar sem eldur hefur komið upp þrisvar á einni viku segir um verstu viku lífs síns að ræða. Formaður húsfélagsins segir algjöra tilviljun ráða því að ekki hafi farið mun verr. Lögreglan leggur allt sem hún á í að hafa hendur í hári mögulegs brennuvargs. 

Innlent
Fréttamynd

Hrædd um að brennu­vargur gangi laus í bænum

Bæði lögreglan á Selfossi og Brunavarnir Árnessýslu hafa áhyggjur af því að brennuvargur gangi laus í bænum en eldur hefur komið upp í sama fjölbýlishúsinu þrisvar sinnum á einni viku. Allir þrír eldsvoðarnir eru rannsakaðir sem íkveikjur.

Innlent
Fréttamynd

Mið­bær Sel­foss vekur á­nægju

Þann 10. júlí 2021 má segja að ásýnd Selfoss hafi tekið jákvæðum breytingum þegar fyrsti áfangi miðbæjar Selfoss opnaði. Afleiðingarnar gátu fáir séð fyrir en á einni nóttu breyttist ásýnd Selfoss frá því að vera bær við þjóðveginn í að vera áfangastaður menningar, þjónustu og afþreyingar.

Skoðun
Fréttamynd

Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfus­á

Tré ársins 2025 er magnað tré, sem vex í kletti nánast í miðri Ölfusá við Selfoss. Um er að ræða rúmlega fjörutíu ára gamalt sitkagreni, sem er orðið vel yfir níu metrar á hæð.

Innlent
Fréttamynd

Plokkarar verðlaunaðar á Sel­fossi

Þær eru öflugar fjórar vinkonurnar á besta aldri á Selfossi, sem fara reglulega út saman til að plokka rusl í bæjarfélaginu enda fengu þær Umhverfisverðlaun Árborgar fyrir framtakið. Stundum finna þær notaðar nærbuxur og sokka á ferðum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Endur­byggja gömul hús úr mið­bæ Reykja­víkur á Sel­fossi

Stjórn félags eldri borgara á Selfossi tók í dag fyrstu skóflustunguna að fimm þúsund fermetra uppbyggingu við miðbæinn á Selfossi. Um er að ræða sex ný hús við Miðstræti, nýja götu sunnan við núverandi miðbæ, sem þverar Brúarstræti og liggur frá austri til vesturs. Fyrirmynd húsanna sem byggð verða eru hús sem áður voru í miðborg Reykjavíkur. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Eldur í ruslageymslu á Sel­fossi

Slökkviliðsmenn á Suðurlandi voru ræstir út um klukkan 15.30 í dag til að slökkva eld í ruslageymslu í fjölbýlishúsi við Fossveg á Selfossi.

Innlent