Draumur um betri borg Ómar Már Jónsson skrifar 7. apríl 2022 18:00 Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Kosningar 2022 Miðflokkurinn Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég er staddur í einni heitustu borg Evrópu. Búinn að vera hér um hríð og draga í mig menninguna, söguna og þjónustu hennar. Upplifa þá stemmingu sem hún er þekkt fyrir, finn hjarta hennar slá og drekk í mig söguna. Ég upplifi einnig hvar hún er stödd í hraða nútímans og get ímyndað mér hvernig framtíðin eigi eftir að umleika þessa borg. Hún hefur allt sem til þarf til að verða áfram í fararbroddi, að verða borgin sem er hvað mest talað um. Tíðarandi ólíkra tíma fortíðarinnar hafa sett mark sitt á hana og þegar gengið er um á fallegu vorkvöldi sjást ummerki þess vel. Það sem var, kemur ekki aftur en draumar fortíðarinnar um framtíðina má sjá í gömlum húsabyggingum, listaverkum, stöðutáknum sem segja okkur sögur um það sem var. Borgin ber þess merki, hún er samansafn af gamla tímanum en er á sama tíma upptekin við að tala sig inn í framtíðina. Ég er áhugasamur um borgir, hvernig þær urðu til, hvernig þær þróuðust í gegn um ólíka tíma og finn að það er auðvelt að hrífast. Bæði fyrir þá íbúa sem hafa valið að leyfa henni að umleika sig á ferðalagi lífsins og þá sem koma til að upplifa hjartslátt hennar, viljað staldra við um stundarsakir og fara ríkari heim. Það er umtalað að íbúar hennar eru stoltir, þeir eru stoltir af því að tilheyra henni, vera hluti af heildinni og því sem hún stendur fyrir. Hún er þjónustuborg og íbúar upplifa hana sem borgina sína. Það ríkir ákveðið jafnvægi meðal allra og hún er í kröfuhörðu verkefni um að þjóna öllum á jafnréttisgrundvelli. Hún er eitthvað meira en bara borg. Hún skilur eftir sig minningar, nærandi upplifun, eitthvað hátíðlegt og upplífgandi. Á eftirminnilegan hátt slær hún á réttu strengina og stækkar þá sem í henni lifa. Það er ekki einfalt að vera borg Borganna. Það eru gerðar miklar væntingar og er metnaðarfullt verkefni að halda þeirri stöðu, að vera fremst meðal jafningja, að veita þá þjónustu sem henni ber gagnvart mjög ólíkum hópum samfélagsins, þar sem allir eru með sínar væntingar og þrár. Gæti þessi draumur verið um Reykjavík? Höfundur er oddviti Miðflokksins til borgarstjórar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar